Föstudagur 05.08.2016 - 12:23 - FB ummæli ()

Fáninn í Lückendorf

luckendorf

 

Í síðustu viku fögnuðum við hjónin sextíuára afmælisárinu okkar með börnum, tengdabörnum og barnabörnum í Þýskalandi. Um leið ákveðna nálgun við söguna og forfeður aldir aftur í tímann. Á Íslandi og í Evrópu, nánar tiltekið Danmörku og í gamla Prússlandi. Þannig um leið ákveðna sýn á lífsbaráttu okkar allra og mikilvægi frelsis og framfara í fortíð og framtíð.

Rætur mínar, gen og reynsla eru samofin tilverunni minni í dag og skoðunum. Um lífsgæðakapphlaupið og valdabaráttuna sem á sér stað í heiminum öllum og það líka heima á litla Íslandi. Hvað oft skilur lítið á milli öfganna og þess sem heita á réttlæti í ákvörðunartökum jafnvel nútíma lýðræðisríkja og kemur best fram í Bandarísku forsetakosningunum nú. Þar sem siðferðið eins og við höfum skilgreint það er hiklaust látið víkja fyrir skammtíma sérhagsmunum fárra. Til marks um breytta heimsmynd sem hefur minnkað um mörg númer á síðustu áratugum? Minn skilningur a.m.k. sem þarf að bæta með nýrri og framsýnni hugsun stjórnmálanna. Með smá afturhvarfi í hugsun til fortíðar eins og við þekkjum best og réttlátari sýn. Landinu okkar, börnum og afkomendum til heilla. Smá spegilmynd í tilefni tímamótanna og fánanum okkar í Lückendorf í síðustu viku.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn