Föstudagur 12.08.2016 - 13:50 - FB ummæli ()

Dauðasyndirnar sjö við Hringbraut!

syndirnar 7

Building the Tower of Babel was, for Dante, an example of pride. Painting by Pieter Brueghel the Elder

 

Fyrir rúmlega hálfu ári skrifaði ég pistil hér á Eyjunni Af hverju ekki mikið betri Landspítala á betri stað fyrir minna fé ??? og þar sem talin eru upp 7 stórkostleg mistök varðandi staðarval Nýja Landspítalans við Hringbraut og sem ágætt er að rifja upp í tilefni umræðunnar í dag og væntanlegra Alþingiskosninga í lok október nk.

1) Framkvæmdir á besta hugsanlegum stað kostar þjóðarbúið allt að 100 milljörðum minna næstu hálfa öldina ef allt er talið með og byggingaráformin nú við Hringbraut gera ráð fyrir. Söluhagnaður eldri bygginga við Hringbraut og í Fossvogi, hagkvæmari byggingamáti og síðan hagkvæmari rekstur spítala á betri stað, að mestu undir einu þaki, skýrir þennan mun og miðað við árlegar fjárveitingar til Landspítalans í dag (um 60 milljarða króna á ári). Framkvæmd á besta stað gæti þá staðið undir lántökukostnaði og gott betur, en ekki við Hringbraut. Staðist auk þess allar nútímakröfur í fallegu og græðandi umhverfi vel og lengi.

2) Endurnýjunarkostnaður á tæplega 60.000 fermetrum í eldra húsnæði er stórkostlega vanáætlaður í dag á Hringbraut (um 110.000 krónur á fm2) og sem er reiknaður aðeins um fimmtungur af nýbyggingakostnaði þrátt fyrir að vera meira eða minna ónýtt húsnæði og heilsuspillandi. Slíkar breitingar eru þó ekki fyrirhugaðar næstu árin meðan á nýbyggingum stendur (til 2023) og þurfa sjúklingar og starfsfólk að sætta sig á meðan við heilsuspillandi umhverfi og myglu. Breytingar á lagnakerfi miðbæjarins og byggingar umferðamannvirka er ekki fullreiknaður í dag. Áætla má að nauðsynlegt nýtt skólplagnakerfi eitt og sér fyrir spítalann og sem þarf að vera aðskilið almenningsskólpkerfinu með sótthreinsistöð verði mikið dýrara að koma fyrir í gamla miðbænum.

3) Tryggja má nýjum spítala á betri stað nóg rými til stækkunarmöguleika í framtíðinni, m.a. vegna meiri íbúafjölda en reiknað er með í dag og hratt vaxandi þörf heilbrigðisþjónustu vegna ferðamannastraumsins til landsins og sem á eftir að aukast mikið. Eins fyrir byggingar í nátengdri starfsemi svo sem fyrir nám heilbrigðisstétta, vísindastarfsemi, líf- og lyfjaiðnað. Hanna má um leið sjúklingavænni spítala (samanber nýja Hilleröd spítalann í Danmörku) að þörfum samtímans í dag og framtíðarinnar, ekki síst með tilliti til sóttvarna og sál- of félagslegra þátta. Mikill misskilningur fellst í þeirri staðreynd að aðalbygging HÍ þurfi a vera í göngufæri frá spítalanum.

4) Tryggja má öruggari sjúkraflutninga og örugga aðkomu sjúkraþyrluflugs á betri stað og sem á eftir að stóraukast í framtíðinni. Aðstaða sem verður alls ófullnægjandi á Hringibrautarlóðinni og sem kosta mun þar að auki tugi milljarða króna aukalega að útfæra og reka (stærri og mikið dýrari þyrlur). Bráðasjúkrahús landsins þá þannig með ófullnægjandi aðgengi frá láði, lofti og legi, svo ekki sé talað um ef Reykjavíkurflugvöllur verður látinn fara í náinni framtíð og stefnt virðist að hjá borginni.

5) Framkvæmdir á besta stað á opnu svæði má klára á 5-7 árum eftir 1-2 ára undirbúningstíma eins og reyndslan er nú víða erlendis og þannig jafnvel á undan áætluðum lokum nú við nýbyggingar á þröngu Hringbrautarlóðinni (2023-26) og sem mun auk þess skaða mikið starfsemi sem þar er fyrir og valda miklu ónæði fyrir sjúklinga og strfsfólk á byggingatíma.

6) Tryggja má öruggara og betra aðgengi sjúklinga, náms- og starfsfólks af höfuðborgarsvæðinu öllu með minni tilkostnaði í akstri og byggingu umferðamannvirkja (áætlað um 9000 ferðir á dag) enda helstu umferðarásar í dag þegar staðsettir mikið austar í borginni.

7) Byggingaframkvæmdirnar nú á Hringbraut eru andstæðar þeirri meginhugsun að þétta aðra íbúakjarna höfuðborgarsvæðins og dreifa atvinnustarfsemi í aðra bæjarhluta til fólksins sem mest. Sjúkrahús á besta stað jafnar hins vegar aðgengi íbúa höfuðborgarsvæðisins að stærsta vinnustað landsins. Staðsetning sem liggur mikið austar en nú er í gamla miðbæ Reykjavíkur og sem ekki á enda að vera sérhagsmunamál Reykjavíkurborgar einnar, sér í lagi 101-102 Reykjavík.

lsh

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/06/27/algjorir-forsendubrestir-a-stadsetningu-nys-landspitala-vid-hringbraut/

 

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn