Fimmtudagur 01.09.2016 - 17:52 - FB ummæli ()

Sveppir og mygla, hinn nýi óvinur

candita

Candida albicans í munnvatssýni (ljósmynd Dr E. Walker)

Athyglisverð grein birtist nýlega í the guardian um víðfengi sveppasýkinga í nútíma samfélagi sem sífellt verður alvarlegra. Ekki nóg með að tíðni sýkinga hefur stóraukist, einkum húðsveppasýkinga, heldur einnig hættulegra ífarandi sýkinga sem áður voru einkum bundnar ónæmisbilun viðkomandi (t.d. alnæmi, HIV) og ónæmisbælandi lyfjameðferðum í tengslum við alvarlega sjúkdómum eins og krabbamein. Eins fjallar greinin um vaxandi áhyggjur af lyfjaónæmi sveppalyfja og ofnotkun þeirra, ekki síst í landbúnaði s.s. í akuryrkju og við þekkjum vel tengt sýklyfjunum í landbúnaði erlendis þar sem nokunin er jafnvel meira en meðal manna. Sveppalyfin eru auk þess mjög fá, ólíkt sýklalyfjum og sem þó miklar áhyggjur eru af tengt víðfermdu sýklalyfjaónæmi og fá ný lyf í augsýn. Svepplyf til inntöku til langrar meðferðar eru eins þegar tengd oft alvarlegum aukaverkunum og lifrarbilun sem fjallað hefur verið um hér áður á blogginu mínu og sem leysa má oft úr með staðbundnari inngripum og betri umhirðu húðar og hreinlæti. Sérstakt áhyggjuefni í dag er hins vegar vaxandi algengi ífarandi sveppasýkinga hjá annars heilbrigðum einstaklingum t.d. í lungum og sem hefur áður fyrst og fremst verið bundið sýkingum hjá ónæmisbældum sjúklingum (cryptococcus species)

Vaxandi tíðni sveppasýkinga og umræða um myglu í eldra húsnæði sem oft tengist aðeins ofnæmisviðbrögðum, setur þessi mál í enn meiri brennidepil og sem mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum. Jafnvel í opinberum byggingum eins og sjúkrahúsum og skólum þar sem við öndum að okkur ótilteknum fjölda sveppagróa á degi hverjum. Spurningin í dag er því hvernig við ætlum að geta viðhaldið okkar heilsu þegar svo er komið í okkar nánasta umhverfi, á heimilum okkar, í skólunum, á vinnustöðum og á íþróttastöðum og síðan en ekki síst á sjálfum sjúkrahúsunum. Að öðrum kosti og allt stefnir í, munu sveppir og mygla sífellt taka meira völdin frá okkur, tengt alvarlegri sýkingum og heilsubresti landans. Eins og reyndar einnig ofnotkun sýklalyfja sem ekki aðeins leiðir til meira sýklalyfjaónæmis og miklu meiri erfiðleika í meðhöndlun alvarlegustu bakteríusýkinganna í náinni framtíð, heldur einnig til enn meiri vaxtar sveppa í og á líkama okkar. Ábyrgð heilbrigðiskerfisins, stjórnavalda og heilbrigðisstarfsfólks á þessum málum öllum er því mikil, einkum varðandi hreinlætiskröfur (þ.á.m. matvæla), ástands húsnæðis og áframhaldandi notkun sýkla- og sveppalyfja af minnsta tilefni.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn