Sunnudagur 02.04.2017 - 11:36 - FB ummæli ()

Misráðnar forvarnir?

Skrifa þennan pistil í tilefni nýs frumvarps Pírata um reglur á lausasölu rafretta (veipa) með ákveðnum skilyrðum. Hef áður látið í ljós álit mitt á drögum að frumvarpi heilbrigðisráðherra sem vill setja veipur undir tóbaksvarnalög, sem og áróðurs Krabbameinsfélags Íslands (KÍ) gegn veipunum í nýliðnum Mottumarsi, einu helsta hjálparlyfi tóbaksreykingamannsins sem gengið hefur illa að hætta reykingum.

Um 400 manns deyja árlega tengt tóbaksreykingum í dag, þar af tæplega 200 úr lungnakrabbameinunum einum og sem eru í 90% tilvika tengd tóbaksreykingum með dánarhlutfalli um 76% miðað við uppl. krabbameinsskráar Íslands árin 2011-2015. Heimilislæknar reyna að komast að sem bestri forvarnarlausn fyrir skjólstæðing sinn með rökum sem hann skilur og sem á við hverju sinni. Ef reykingarmanninum tekst að hætta reykingum með hjálp veipa í 10% tilvika sem heimilislæknir t.d. ráðleggur (sumar rannsóknir sýna þó allt að 70% árangur), geta veipur bjargað sennilega um 20-40 manns frá dauða á ári hverju.

Að gefinni þessari staðreynd og að ungt fólk (unglingar) sem byrji að veipa í fikti (jafnvel án níkótíns) leiðist út í tóbaksreykingar í aðeins innan við 1% tilfella síðar, má reikna árangur frjálsra sölu rafretta gegn dauðsföllum af völdum krabbameina, betri en hugsanlega árangur skimunar fyrir ristilkrabbameinum með ristilspeglun allra Íslendinga 55 ára og eldri í framtíðinni. Ekki slæmur árangur það, vonandi á lokametrum tóbaksreykinga í landinu fyrir harðasta hópinn. Þar sem veipur hafa hins vegar verið bannaðar í sölu til ungs fólks eins og í Danmörku hafa nýlegar tölur sýnt allt að 15% aukningu í tóbaksreykingatíðni. Boð og bönn geta því verið varhugaverð í þessu samhengi og auðvitað þarf að fylgjast náið áfram með hugsanlegri skaðsemi veipugufa á lungun.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn