Þriðjudagur 04.04.2017 - 11:44 - FB ummæli ()

Þjóðarskömmin nýja á Hringbraut

 

Mikið hefur verið rætt og skrifað um það sem betur hefði mátt fara í stjórnsýsluákvörðunum rétt upp úr aldarmótunum síðustu og þegar ákvarðanir voru teknar um staðsetningu sameinaðs þjóðarsjúkrahúss á Hringbraut. Oft virðast sérhagsmunir verið látnir ráða á kostnað almannahagsmuna og sem öllum er ljóst í dag er varðar t.d. bankakerfið. Rannsóknarskýrsla Alþingis eftir hrunið og fleiri, hafa bent á að í raun hefði þurft að gera álíka skýrslu um alla aðra stjórnsýslu og varðaði ákvarðanir í stærstu hagsmunamálum þjóðarinnar. Ákvarðanir sem ætla mætti að gætu hafa ráðist af sérhagsmunum einstaklinga, félaga og jafnvel höfuðborgarinnar sjálfrar, á kostnað stórhöfuðborgarsvæðisins alls og landbyggðarinnar.

Í kynningu á niðurstöðum vinnuhóps sem fjallaði um siðferði og starfshætti við fall íslensku bankanna í Rannsóknaskýrslu Alþingis kemur einmitt fram að eitt af því sem varð okkur að falli er virðingarleysi okkar fyrir lögum og reglum. Þetta virðingarleysi var ekki einungis ríkjandi innan bankanna heldur virðist það vera hluti af þjóðarsálinni. Í niðurlagi skýrslunnar segir: . . . „vandinn er víðtækur, djúpstæður og kerfislægur. Skýrsla vinnuhóps um siðferði og starfshætti sýnir í hnotskurn að brýn þörf er fyrir siðvæðingu á fjölmörgum sviðum í íslensku samfélagi. Þótt margir einstaklingar hafi vissulega gerst sekir um ámælisverða hegðun og á því þurfi að taka með viðeigandi hætti, er varasamt að einblína á þá. Frá siðferðilegu sjónarmiði er til lengri tíma litið brýnast að treysta lýðræðislega innviði samfélagsins og styrkja stjórnkerfið; bæta þarf viðskiptasiðferði, stjórnsiði og vinnulag, efla fagmennsku og siðferðisvitund. Styrkja þarf skilyrði siðferðilegrar rökræðu meðal borgaranna um sameiginleg hagsmunamál sín. Leggja þarf áherslu á réttnefnda samfélagsábyrgð og hamla gegn sérhagsmunaöflum og þröngri einstaklingshyggju. Siðvæðing íslensks samfélags ætti einkum að beinast að því að styrkja þessa þætti og það er langtímaverkefni sem krefst framlags frá fólki á öllum sviðum samfélagsins“.

Myndin hér að ofan er af Babylonsturninum og þegar menn byggðu vegna sérhagsmuna eftir „syndaflóðið mikla“. Endalausan háan turn upp til himins til að ná sem best tali af Guði en sem tók síðan sífeldum breytingum á aldanna rás. Gamla testamentið segir að Guð hafi að lokum séð hverslags endæmis vitleysa þetta hafi verið og þöggun og eiginhagsmunasemi hafi ráðið för byggingarinnar sem virtist stjórnlaus. Hann tók því þá ákvörðun að dreifa mannkyninu um allar heimsins jarðir frá Babylon til að fólk fengi að tala ólík tungumál og tryggja því skoðanafrelsi.

Ákvörðun um Nýjan Landspítala og staðsetnngu á sér meira en tveggja áratuga sögu. Fyrrum stjórnendur hafa viðurkennt að í raun hafi geðþóttaákvörðun og trú hagsmunaaðila innan sjálfs spítalans, Háskóla Íslands og borgarinnar ráðið mest för, frekar en hugsanalega betri staðsetning austar í borginni til að uppfylla meginmarkmið sameiningar spítalanna. Í dag, tæpum tveimur aratugum síðar er öllum þessi rök mikið betur ljós. Ekki hefur samt mátt hreifa við þeirri hugmynd að endurskoða staðsetninguna frá grunni og margt breyst í höfuðborginni (ekki einu sinni með gagnrýnni umfjöllun hjá sjálfum ríkisfjölmiðlinum, RÚV). Þannig hugsanlega mikið hagkvæmari byggingar- og rekstrarform á betri stað kastað fyrir róða. Sjálfskaparvíti og hugsanleg mestu mistök aldarinnar í ríkisframkvæmd og jafnframt sú dýrasta.

Mestu ókosti framkvæmda við Hringbraut má finna í ótal greinum sem skrifaðar hafa verið um málið og birtar opinberlega, m.a. á fésbókarsíðu Samtaka um betri spítala á besta stað (SBSBS) sl. ár og vert að rifja upp áður en sjálfar framkvæmdirnar hefjast eftir eitt ár og ekki verður aftur snúið. Enn er nýs Alþingis valið að endurskoða þjóðargjöfina miklu sem skoðanakannir sýna að þjóðin vill ekki fá eins og ráðgert er, með þöggunina samt að vopni gegn sér:

1) Framkvæmdir á besta hugsanlegum stað kostar þjóðarbúið allt að 100 milljörðum minna næstu hálfa öldina ef allt er talið með og SBSBS hafa látið reikna, en byggingaráformin nú við Hringbraut gera ráð fyrir. Söluhagnaður eldri bygginga við Hringbraut og í Fossvogi, hagkvæmari byggingamáti og síðan hagkvæmari rekstur spítala á betri stað að mestu undir einu þaki skýrir þann mun miðað við árlegar fjárveitingar til Landspítalans í dag (um 70 milljarða króna á ári). Rekstarhagnður þá m.a. geta staðið undir lántökukostnaði og gott betur á nýjum stað, en ekki við Hringbraut með smjörklípuaðferðinni frá Alþingi.

2) Endurnýjunarkostnaður á 60.000 fermetrum í eldra húsnæði er stórkostlega vanáætlaður í dag á Hringbraut (um 110.000 krónur á fm2) og sem er reiknaður aðeins um fimmtungur af nýbyggingakostnaði þrátt fyrir að vera meira eða minna ónýtt og heilsuspillandi. Breytingar á lagnakerfi miðbæjarins er heldur ekki fullreiknað í dæmið í dag. Áætla má að nauðsynlegt nýtt skolplagkerfi eitt og sér fyrir spítalann og sem þarf að vera aðskilið almenningsskolpkerfinu með sótthreinsistöð verði mikið dýrara að koma fyrir í gamla miðbænum en opnum og góðum stað.

3) Tryggja má nýjum spítala á betri stað nægt rými til stækkunarmöguleika í framtíðinni, m.a. vegna vaxandi íbúafjölda og hratt vaxandi þörf heilbrigðisþjónustu vegna ferðamannastraumsins til landsins og sem á eftir að aukast mikið. Í raun er ekkert slíkt svæði í boði á Hringbrautarlóð. Eins fyrir byggingar í nátengdri starfsemi svo sem fyrir nám heilbrigðisstétta, vísindastarfsemi, líf- og lyfjaiðnað. Hönnun og byggingakostnaður nýs læknagarðs við Hringbraut sem kostað verður af HÍ er óreiknaður í dag og má ætla að verði mikið dýrari á Hringbraut en við nnýjan spítala á besta stað. Þegar í dag telja stjórnendur spítalans og formaður læknaráðs Landspítala að halda þurfi áfram rekstri gamla Borgarspítalans (Landspítala í Fossvogi) vegna ónógra sjúkraplássa eftir að framkvæmdum lýkur á Hringbraut og þannig ein megin forsenda sameiningar í upphafi brostin!

4) Tryggja má öruggari sjúkraflutninga og örugga aðkomu sjúkraþyrluflugs á betri stað og sem á eftir að stóraukast í framtíðinni. Aðstaða sem verður alls ófullnægjandi á Hringibrautarlóðinni og sem kosta mun þar að auki tugi milljarða króna aukalega að útfæra og reka (mikið dýrari þyrlukostur LHG). Nýtt áhættumat vantar vegna lokunar neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar og byggðar á Valslóð eftir 2012. Bráðasjúkrahús landsins þá þannig með ófullnægjandi og óöruggt aðgengi frá láði og lofti varðandi sjúkraflutninga, svo ekki sé talað um ef Reykjavíkurflugvöllur verður látinn fara í náinni framtíð og stefnt virðist að hjá borginni. Ein af helstu forsendum upphaflegs staðarvals um aldarmótin ásamt nauðsynlegum umferðarmannvirkjum fyrir tugi milljarða króna (Miklubraut í stokk og nýja braut um Hlíðarfót) sem hvortveggja var aflagt sem aðalforsendur hjá ríki og borg árið 2012. Aðalbygging HÍ í Vatnsmýrinni stendur þá ein eftir.

5) Framkvæmdir á besta stað á opnu svæði má klára á 5-7 árum eftir 1-2 ára undirbúningstíma eins og gert hefur verið víða erlendis (t.d. í Danmörku og Noregi) og þannig jafnvel á undan áætluðum lokum Hringbrautaframkvæmda um 2030. Framkvæmdum við 1. áfanga nýbyggingaframkvæmda (meðferðar- og rannsóknarkjarna) á þröngu Hringbrautarlóðinni sem nú er áætlað að ljúka 2022-2023, mun auk þess skaða starfsemina sem fyrir er og valda miklu ónæði fyrir sjúklinga á öllum byggingatímanum. Hanna mætti um leið mikið sjúklingavænni spítala en áætlað er á Hringbraut samanber nýja Hilleröd spítalann í Danmörku og sem sinnir þörfum samtímans, ekki síst með tilliti til sóttvarna og sál- of félagslegra þátta.

6) Tryggja má mikið meira jafnræði í atvinnutækifærum og aðgengi allra íbúa á höfuðborgarsvæðisins að stærsta vinnustað landsins með betri staðsetningu nýs Landspítala mikið austar en nú er í gamla miðbæ Reykjavíkur og sem ætti ekki að vera sérhagsmunamál 101-102 Reykjavíkur og sem sprungið hefur út á alla kanta á allra síðustu árum, aðallega vegna túrisma. Í dag búa þannig aðeins um 15.000 íbúar Reykjavíkur vestan austurenda Hringbrautar, en um 120.000 austan við (vart meirihlutinn í Hlíðarhverfinu!). Tryggja mætti mikið öruggara og betra aðgengi sjúklinga, náms- og starfsfólks af höfuðborgarsvæðinu öllu með minni tilkostnaði í akstri og byggingu umferðamannvirkja með betri staðsetningu Nýs Landspítala, enda helstu umferðarásar í dag staðsettir mikið austar í borginni.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn