Miðvikudagur 12.08.2015 - 12:31 - FB ummæli ()

Hvað ef Nýjum Landspítala væri valinn betri staður?

 

image

Nýi Hilleröd spítalinn sem á að vera tilbúinn 2020

Í skýrslu Hagfræðistofnun HÍ (HHÍ) frá því í september 2014 um byggingakostnað á Nýjum Landspítala við Hringbraut miðað við fyrirliggjandi áfanga (nefndur Kostur 2), byggingahraða og nýtingu eldra húsnæðis sem fyrst var gerð opinber fyrir nokkrum dögum, er lagður kostnaðarsamanburður á að reisa alfarið nýtt sjúkrahús eða að hluta og gera upp gömlu byggingar sem fyrir eru á Landspítalalóðinni við Hringbraut. Megin niðurstöður skýrslunnar eru að það er í raun tugum milljarða króna ódýrara á núvirði að teknu tilliti til framtíðar rekstrarkostnaðar, að byggja alfarið nýtt í stað aðeins að hluta, rúmlega 80.000 fermetrar og enduruppgerð á rúmlega 50.000 fermetrum í mörgum aðskildum húsum. Varað er við endurbyggingakostnaður geti farið úr böndunum og sem við vitum flest að getur orðið dýrari en að byggja nýtt frá grunni, auk þess sem nýbygging býður upp á miklu meiri hagræðingu.

Ekki er lagt mat á nýja og betri staðsetningu í skýrslu HHÍ , betri nútímalegri spítala þar sem byggt yrði upp frá grunni. Reykjavíkurborg hefur hinsvegar sjálf lagt ofuráherslu á núverandi staðsetningu, þrátt fyrir mikilvæg rök á betri staðsetningu og sem er meira miðsvæðis fyrir allt höfuðborgarsvæðið og þar sem byggingahraðinn og hagkvæmnin gæti orðið miklu meiri. Eins án óþarfar álags af miðbæjarumferðinni sem og ónæðis fyrir nágranna, sjúklinga og starfsfólk. Eins með miklu meiri möguleikum á manneskjulegra umhverfi og frekari þróun síðar á opnu svæði, eins og kappkostað er að víða erlendis.

Sparnaður hefur verið reiknaður út fyrir Samtök um betri spítala á betri stað upp á allt að 100 milljarða króna til lengri tíma litið og sem endurskoðaðir hafa verið af KPMG og samþykktir. Í skýrslunni sem loks er komin fram frá Hagfræðistofnun HÍ og sem haldið hefur verið leyndri fyrir almenningi eru einmitt mörg EF og sem sennilega er ástæðan fyrir leyndinni. Kostnaður er þannig talinn geta orðið mikið meiri varðandi kostnað af enduruppgerð á eldra húsnæði og sem víða er í enn verra ásigkomulagi en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Meðal annars af myglu og fúkka út að útveggjum í byggingum, þ.á.m. í aðalbyggingunni sem þegar er búið að kosta miklu til vegna heilsuspillandi áhrifa starfsmanna og sjúklinga. Við vitum að fjórðungur til fimmtungur af nýbyggingakostnaði þá er augljóslega vanáætlaður á fullkomnu spítalahúsnæði.

Hvað EF menn hefðu verið opnari fyrir betri staðsetningu Nýs Landspítala en á aðþrengdri Hringbrautarlóðinni, t.d. á Vífilstaðatúninu, í Elliðavogi eða jafnvel Fossvoginum? Hvað eru önnur sveitafélög í nágrenni Reykjavíkur eiginlega að hugsa? Sömu aðilar og unnu fyrst samkeppni um nýjan Landspítala við Hringbraut, en sem var selgin af í sparnarskyni 2009, CF Möller, unnu samskonar samkeppni í Danmörku nýlega á Norður-Sjálandi, nánar tiltekið við Nýja Hilleröd sjúkrahúsið. Um er að ræða um 140.000 fermetra húsnæði sem er svipað og heildaráfanginn allur við Hringbraut, en sem kosta á mun minna, eða rúmlega 80 milljarða umreiknað í íslenskar krónur. Það sem er ekki síður markvert að skoða er byggingahraðinn á nýju opnu svæði miðsvæðis þar. Auglýst var eftir hönnunartillögum 2014, framkvæmdir eru nú að hefjast og spítalinn á að vera tilbúinn eftir 5 ár, þ.e. 2020. Hvað EF við hefðum hugsað og farið sömu leið og t.d. Danirnir og hefðum hið mannlega að leiðarljósi?

Sjá einnig eldri umræðu:

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/11/11/forsendubrestur-og-meinloka-21-aldarinnar-nyr-landspitali-i-gamla-midbaenum/

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn