Föstudagur 07.08.2015 - 13:59 - FB ummæli ()

Lyfin og heilbrigðiskerfið okkar

esjanNýjum lyfjum á markaði ber auðvitað að fagna í heilbrigðisþjónustunni, en sem fá meiri athygli fjölmiðlanna en oft takmarkaður aðgangur að lífsnauðsynlegum eldri lyfjum. Stundum ódýrum lyfjum sem ekki er nógu mikil hagnaður lyfjainnflytjanda af og sem tryggja ekki einu sinni að séu alltaf til. Mörg lyf hafa þannig verið ófáanleg mánuðum saman á landinu, jafnvel þótt mörg önnur samheitalyf séu til á hinum stóra erlenda markaði. Skyldur innflytjenda víkja þannig fyrir gróðasjónarmiðum og þar sem Lyfjastofnun Ríkisins er aðeins eftirlitsaðili með markaðsskráningu. Landslæknisembættið eins aðeins umsagnaraðili og sem bent getur á brotalamirnar.

Þannig hefur vantað yfir lengri og skemmri tímabil, lyf í flestum lyfjaflokkum. Þar má t.d. nefna sýklalyf, hjartalyf, gigtarlyf, ofnæmislyf, augn- og eyrnalyf og húðlyf. Allt lyf sem ekki hafa verið svo dýr og sem sum hafa verið lengi á markaði. Ástandið hefur síst farið skánandi í seinni tíð og því jafnvel stungið upp á að endurvekja Lyfjaverslun Ríkisins. Til þess einfaldlega að tryggja betur nauðsynlegar lyfjabirgðir fyrir þjóðina.

Allt öðru máli gegnir hins vegar um eldri dýrari lyf sem ríkið telur sig ekki getað staðið kostnað af. Sitt sýnist hverjum um þessa forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu og þegar sjúklingum er hafnað um bestu mögulegu meðferðina. Krabbameinslyf, MS lyf og nú t.d. Lifrarbólgu C lyf,  þar sem kostnaður fyrir hvern og einn getur hlaupið á milljónum. Oft gleymist þá að nefna í leiðinn hinsvegar mörg önnur lyf sem bjargað geta heilsu hundraða Íslendinga og sem ekki kosta svo mikið fyrir hvern og einn, en stendur ekki almenningi ekki til boða nema gegn fullri greiðslu. Bólusetningar gegn HPV veirunni þar á meðal eða gegn TBE (tick borne encephalitis) sem þúsundir Evrópubúa smitast árlega af. Útgjöld ríkisins eru einfaldlega talin of mikil til að slíkt sé í boði fyrir alla.

Það hlýtur að skjóta skökku við að á sama tíma og við óskum eftir aðgangi að rándýrum nýjum lyfjum fyrir fáa og sem sífellt fer fjölgandi með hjálp líftækniiðnaðarins (svokölluðum líftæknilyfjum sem m.a. byggja á erfðavísindum og sameindalíffræði mannslíkamans), að þá skuli ódýr lífsnauðsynleg lyf sem gagnast fjöldanum miklu meira vera óaðgengileg til lengri eða skemmri tíma eða það dýr í fyrirbyggjandi markmiði að ríkið neiti niðurgreiðslu á þeim. Skynsamleg forgangsröðun hlýtur að eiga að ráða í lyfjamálum þjóðarinnar og þó alltaf megi líka benda á þá bresti sem tengjasr ofnotkun sumra lyfja, meðal annars vegna skipulagsbresta í heilbrigðisþjónustunni um árabil.

Hvernig væri að huga betur að grunninum og það sem kalla mætti eðlilegri forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni svo umdeild sem hún kann annars að vera, en þar sem lífsnauðsynlega þjónustu oft vantar í dag á mörgum sviðum. Lyfjamálin er aðeins ein, en mikilvæg keðja í heildarkerfinu öllu og sem ekki má kosta hvað sem er á kostnað annarra mikilvægra þátta.

http://sibs.is/allar-greinar/item/112-heildræn-heilsa-á-tækniöld

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/02/17/fra-storubolu-i-vatnsmyrina-a-adeins-tveimur-oldum/

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn