Þriðjudagur 16.05.2017 - 10:15 - FB ummæli ()

Strútseðlið og stórslysaforvarnir stjórnvalda

Myndir af alvarlegum umferðarslysum á þjóðvegunum eru að verða ansi algengar í fjölmiðlunum nú strax í upphafi sumars. Milljónir ferðamanna síðan væntanlegir til landsins næsta árið og sem sem keyra að meðaltali tæplega 300 kílómetra hver. Reiknað var um 30% aukningu á ferðamannastraumnum í ár, reynslan var 60% í apríl sl. Mikil fjölgun verður auk þess á komum skemmtiferðaskipa í sumar sem áætlað að verði nú á þriðja hundrað talsins (með hátt í hálf milljón ferðamanna). Allt þetta myndi undir eðlilegum kringumstæðum hafa kallað á aukna lögreglu- og heilbrigðisþjónustu, ekki síst úti á landi þar sem þjónustan hefur hins vegar nánast staðið í stað sl. áratug og á Bráðmóttöku LSH sem hefur verið gjörsamlega yfirhlaðin af verkefnum lengi.

Skipta tölur einhverju máli fyrir stjórnvöld? Svo er ekki að sjá.  „Árið 2014 slösuðust 123 erlendir ferðamenn í umferðinni hér á landi. 21 alvarlega. Árið 2015 tæplega tvöfaldaðist heildarfjöldi slasaðra í þessum hópi. 213 slösuðust. 26 alvarlega og fimm létust. Á síðasta ári var heildarfjöldi slasaðra 223. 47 alvarlega og tveir létust. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 50 erlendir ferðamenn slasast í umferðinni. 43 þeirra lítið en 7 alvarlega. Þróunin er því ansi slæm það sem af er ári hvað slasaða ferðamenn varðar og ef fram fer sem horfir er áætlað að 370 erlendir ferðamenn slasist í umferðinni á þessu ári.“

Fréttir berast af svo miklu álagi að sjúkraflutningsmenn á Blönduósi eru búnir að segja upp störfum. Hver heilvita maður og ekki síst stjórnvöld hefðu átt að vera búin að sjá að styrkja þyrfti alla þessa innviðaþjónustu fyrir löngu. Örugga sjúkraflutninga, landleiðina og flugleiðina m.a. með þyrlum LHG, læknis- og hjúkrunarhjálp í héraði og starfsemi Bráðamóttöku LSH sem og löggæslu og björgunarsveitanna.

Búast má við hörmungarástandi víða um landi í sumar og haust þar sem slysin verða og að hjálp berist seint og illa í mörgum tilvikum. Litlar sem engar aðgerðaráætlanir eru til, t.d. ef rútuslys verða í mesta dreifbýlinu og treysta verður fyrst og fremst á björgunarsveitir í næstu nágranabyggð. Stjórnvöld hóta nú auk þess að skera þurfi þjónustuna jafnvel niður út á landi til að geta haft efni á að byggja þjóðarspítalann okkar, reyndar á versta og óhagkvæmasta stað í lokaðri miðborginni. Stinga bara hausnum í sandinn og hlaupa síðan frá ábyrgðinni og þar sem sjá má vel að stórslysins verða.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn