Þriðjudagur 29.08.2017 - 11:48 - FB ummæli ()

Nýja þjóðarbyrgið okkar!

Kommúnistar og einræðisherrann Enver Hoxha stjórnaði Albaníu með járnhnefa frá 1944-1985. Fólkið svalt, beitt miklu harðræði og heilaþvegið í lokin með kaldastríðsáróðri. Ritskoðun var algjör og í raun aðeins ríkisfjölmiðlar leyfðir sem þóknuðust stjórnvöldum. Þegar Hoxha féll frá var „skilgreind þjóðarsorg“ þótt þjóðin hafi ekki enn borið þessu tímabili bætur, nú 26 árum síðar og enn eitt hið fátækasta í Evrópu. Eitt af því sem Hoxha lagði mesta áherslu á var að byggja mörg neðanjarðarbyrgi í haginn fyrir kommúnista í „væntanlegu kjarnorkustríði“. Í Tírana sjálfri eru tvö borgar-neðanajarðarbyrgi sem hýsa átti fleiri hundruð manna hvort, sem og alla stjórnsýslu í marga mánuði og sem byggð voru á árunum 1974-1985. Lítil borgarsamfélög neðanjarðar með þröngum og löngum milligöngum milli rýma sem þjóna áttu líka fjölskyldum, með skólastofum, leikhúsi og sjúkrahúsi. Verkefnið varð eitt það dýrasta af öllum opinberum framkvæmdum í sögu þjóðarinnar. Í vikunni heimsótti ég annað neðanjarðarbyrgið rétt í útjaðri Tírana, á Bunk’art I sýningunni nánar tiltekið.

Ég komst ekki hjá því að hugsa heim. Um heilaþvottinn og fjölmiðlabannið varðandi byggingu Nýs Landspítala sl. ár. Dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar en sem mörgum finnst misráðin m.t.t. hagkvæmni, staðsetningar og þrengsla og þar sem stjórnvöld hafa haldið sig við sömu upphaflegu forsendurnar frá því í lok síðustu aldar þrátt fyrir gjörbreyttar forsendur. Tók meðfylgjandi mynd af sjálfum mér á sýningunni af þessu tilefni og þótt auðvitað sé engan veginn saman að jafna ástandinu og harðræðinu í Albaníu þá daga og hér heima á Íslandi nú. En samt. Meðal annars hvað varðar þöggun ríkisfjölmiðla á hugsanlega mjög óhagkvæmum byggingaráformum og staðsetningu nýja þjóðarspítalans í gamla miðbænum. Hálfgerðu þjóðarbyrgi í nútímalegum skilningi sem leysa mætti á mikið hagkvæmari og ódýrari máta á góðum stað, í opnu og fallegu umhverfi.

https://www.theguardian.com/…/albania-tirana-bunkers

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn