Náttúran á Ströndum lætur ekki að sér hæða og sem leiðir hugan að mannanna verkum og stærstu byggingaframkvæmdunum. Á þjóðargjöfinni stærstu, sjálfu nýju þjóðarsjúkrahúsi en þar sem vinstri höndin virðist ekki vita hvað sú hægri gerir. Óháð stað og sund og síðustu pistlar greina frá. Allt komið í stóran rembihnút, en sem engu að síður telst minn framtíðarvinnustaður ef mér endist aldur.
Á leið minni til Norðurfjarðar frá Hólmavík í allt öðrum lækniserindum í vetur tók ég nokkrar myndir. Stórum gimsteinn íslenskrar stórhuga náttúru sem ræður sér sjálf, ólíkt oft þjóðarviljanum í sínum mikilvægustu málum! Heppinn ég að fá að hvíla hugan og getað séð hluti í allt öðru ljósi. Líka þegar læknar fagna 100 ára afmæli Læknafélag Íslands, fjarri menningalegri dagskrá félagsins þessa daganna í mesta þéttbýlinu.