Þriðjudagur 13.03.2018 - 21:38 - FB ummæli ()

Stórkostlegar Strandir og hátt til lofts

Vaxtarhyrna, Kambur, Kaldbakur og Lambatindur lengst til hægri í síðustu viku.

Náttúran á Ströndum lætur ekki að sér hæða og sem leiðir hugan að mannanna verkum og stærstu byggingaframkvæmdunum. Á þjóðargjöfinni stærstu, sjálfu nýju þjóðarsjúkrahúsi en þar sem vinstri höndin virðist ekki vita hvað sú hægri gerir. Óháð stað og sund og síðustu pistlar greina frá. Allt komið í stóran rembihnút, en sem engu að síður telst minn framtíðarvinnustaður ef mér endist aldur.

Á leið minni til Norðurfjarðar frá Hólmavík í allt öðrum lækniserindum í vetur tók ég nokkrar myndir. Stórum gimsteinn íslenskrar stórhuga náttúru sem ræður sér sjálf, ólíkt oft þjóðarviljanum í sínum mikilvægustu málum! Heppinn ég að fá að hvíla hugan og getað séð hluti í allt öðru ljósi. Líka þegar læknar fagna 100 ára afmæli Læknafélag Íslands, fjarri menningalegri dagskrá félagsins þessa daganna í mesta þéttbýlinu.

Kambur og Kaldbakur við Veiðileysufjörð og Lambatindur

 

Reykjaneshyrna og Örkin

 

Drangaskörð og Ófeigsfjörður á leið minni til Norðurfjarðar á snjósleða í byrjun febrúar.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn