Miðvikudagur 11.04.2018 - 16:38 - FB ummæli ()

Hornreka þjóð á Hringbraut!

Þöggun stjórnvalda á gagnrýnisraddir um byggingaáformin á Nýjum Landspítala á Hringbraut síðastliðin 4 ár og þegar löngu mátti vera ljóst að fyrri forsendur og staðarvalsniðurstöður voru gjörbreyttar, er ein alvarlegasta þöggun fyrir almannahagsmunum sem um getur og sem stefnir í að geta valdið sokknum kostnaði sem toppar IceSave skuldina frægu.

Einn alvarlegasti hlutinn snýr þó að fyrirséðum hættulegum aðgangshindrunum að nýja þjóðarspítalanum á Hringbraut og Alþingi samþykkti “í sinni endanlegu mynd” 2014. Eins er varðar öryggi sjúkraþyrluflugs til spítalans og eins óvissu með framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar fyrir almennt sjúkraflug og sem var ein af grunnforsendum upphaflegs staðarvals þjóðarspítalans á Hringbrautarlóðinni. Í dag vantar t.d. nýtt áhættumat vegna fyrirhugaðra lendinga á þyrlupalli á 5 hæð rannsóknarhússins, vegna gjörbreyttra forsenda aðflugs frá því pallurinn var hannaður 2011. Nánar tiltekið brottnáms aðflugsbrauta (opinna svæða) og lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli og uppbyggingu hótela- og íbúabyggðar við NA enda brautarinnar sunnan spítalans (m.a. á Valslóðinni). Umfang og þörf þyrlusjúkraflutninga hefur stóraukist sl. ár og stefnir nú í þörf á nær daglegum flutningum, ekki síst á slösuðum.

Stórgallaðar og hættulegar spítalaáætlanir geta í myndlíkingu verið eins og stórslasaður sjúklingur og fjölmiðlar, nærstaddir vegfarendur en sem líta bara undan. Málið varðar hins vegar í raun öryggi og velferð flestra þjóðfélagsþegna oft í mestu neyð lífs síns. Heilbrigðisstarfsfólki ber að taka ábyrga afstöðu til málsins og eins með tilliti til framtíðarþróunar þjóðarsjúkrahússins okkar.

Nýr heilbrigðisráðherra og meirihluti Alþingis kýs hins vegar að stinga hausunum áfram í sandinn. Þrátt fyrir endurtekin sérpöntuð staðarmöt fyrir nýju þjóðarsjúkrahúsi á Hringbraut, síðast 2008 og stofnun opinbers hlutafélags um verkefni 2010, að þá hafa allar grunnforsendur GJÖRBREYTTIST síðar. Mikil og miklu hraðari uppbygging í miðbænum en nokkurn grunaði með tilheyrandi umferðarálagi og nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar (AR 2010-2030) sem þurrkaði út nauðsynleg umferðarmannvirki og greiðan aðgang bílaumferðar, m.a. fyrir sjúkraflutninga og starfsfólk sem var gert ráð fyrir í fyrra aðalskipulagi Reykjavíkurborgar (AR 2002-2024) enda ein af grunnforsendum Hringbrautarstaðarvalsins. Þannig algjör forsendubrestur þegar orðinn fyrir Hringbrautarstaðarvali 2014 þegar Alþingi lagði blessun sína á gjörninginn en sem allir sjá í dag hvað var einfeldningslegur. Nýjar hugmyndir nú um Borgarlínu og Miklubrautina í stokk eru allt of seint komnar varðandi spítalauppbyggingu í miðbænum og hleypa kostnaðinum þá miklu meira upp, jafnvel tvöfalda heildarkostnaðinn. Eins hefur komið í ljós miklu verra ástand eldra húsnæðis á Landspítalalóðinni en upphaflega var gert ráð fyrir og þannig fyrirséður miklu hærri kostnaður við enduruppbyggingu á allt að 60.000 fm2 húsnæðis Landspítalans í öðrum og þriðja áfanga Hringbrautarverkefnisins og lagt er upp með á árunum 2024-2030.

Til að klóra í bakkann vegna stöðunnar eru komnar nýjar tillögur frá framsýnni stjórnmálamönnum, m.a. í stærsta ríkisstjórnarflokk landsins, Sjálfstæðisflokksins, nánar tiltekið á nýyfirstöðnum landsfundi þeirra. Stranda megi “dæmda” verkefninu a.m.k. eftir 1. áfangann og að strax skuli vera farið í staðarvalsathugun fyrir frekari sjúkrahúsuppbyggingu á besta stað. Í svipaðan streng tekur nýr Landlæknir í viðtali í Morgunblaðinu um helgina. Miðflokkurinn vill hins vegar nýtt stöðumat strax og lagt fram þingsályktun á Alþingi í því skyni. Flokkur fólksins, Píratar og jafnvel Framsóknarmenn vilja nýtt staðarmat fyrir nýjan spítala. Allir vel meinandi horfa nú til Keldnalandsins í því samhengi og sem löngu fyrir aldarmót var hugsað sem besti framtíðarstaður fyrir nýtt og gott þjóðarsjúkrahús. Svipaðar hugmyndir voru einnig með Vífilstaðalandið. Hugmyndafræðin og sem lagt var upp með upphaflega um eitt stórt sameiginlegt háskólaþjóðarsjúkrahús á Hringbraut frá því rétt eftir aldarmótin síðustu, m.a. í hagræðingar- og sparnaðarkyni og sem stjórnvöld vísa enn til, er hins vegar fyrir löngu hrunin. Til hvers að bíða og sökkva sér enn dýpra í sokkinn kostnað og óhagræði í stað þess að endurskoða og ræða allt málið fyrir opnum tjöldum?

Fyrir löngu er kominn tími á opinbert stöðumat framkvæmdaáætlana Alþingis frá því 2014 við Hringbraut til að forða megi þjóðinni frá óheyrilegum sokknum kostnaði, jafnvel strax eftir 1. áfangann. Eins gríðarlegu óhagræði og ónæði í öllu starfsumhverfi spítalans við Hringbraut vegna framkvæmdanna næsta áratuginn. Síðast enn ekki síst stórhættulegu og skertu aðgengi af landi sem úr lofti að sameiginlegri aðalbráðamóttöku alls landsins næstu áratugina. Þjóðin á miklu betra skilið, ekki síst eftir allar hremmingarnar í heilbrigðiskerfinu sl. áratugi og sem daglega eru í fréttum.

Hugsa verður allt Hringbrautardæmið strax upp á nýtt. Starfsmynd og samþykkt Alþingis frá 2014 gerir samt ennþá ráð fyrir heildardæminu öllu og að því verði lokið á árunum 230-2035. Ekki að hætt verði við allt meðan á framkvæmdum stendur við 1. áfangann og nú er mikið rætt og jafnvel miklu fyrr sem er skynsamlegast!!  Í dag vantar okkur fyrst og fremst hjúkrunarrými fyrir aldraða og sem yfirfylla t.d. alla ganga gömlu bráðamóttökunnar í Fossvogi og fleiri reyndar gjörgæslupláss fyrir svæfingardeildir spítalana vegna m.a mikillar aukningar á alvarlegum umferðaslysum og sem nær daglega eru í fréttum. Bráðadeildin sjálf stendur annars nokkuð vel að vígi húsnæðislega séð, ásamt góðu umferðalegu aðgengi og aðstæðum er varðar sjúkraþyrluflugið. Fráflæðið er hins vegar mesta vandamálið og starfsfólk sárvantar, einkum hjúkrunarfræðinga. Sumar deildir gamla Landsspítalans standa t.d. hálf tómar og lokaðar vegna manneklu eingöngu. Gamla fólkið þarf hins vegar allaf þjónustu við sitt hæfi og sannarlega vantar sárlega upp á það í dag, þjónusturými og öldrunarhjúkrunarrými hverskonar.

Við getum vel beðið eftir fullkomnu og nýju hátækniþjóðarsjúkrahúsi á besta stað í rúman áratug. Þar sem allir þjónustuþættir fyrirmyndar þjóðarsjúkrahúss verði vel skoðaðir og hagræðingin höfð í fyrirrúmi.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn