Það stefnir í allt að 160 milljarða króna reikniskekkju á Hringbrautarframkvæmdum og rekstri LSH næstu 5 árin!
80 milljarða vantar nú þegar til reksturs LSH til 2023. Síðan stefnir í að byggingakostnaður við fyrsta áfanga Nýs Landsspítala fari allt að 100% fram yfir áætlaðan byggingakostnað 550.000 per. fm2. í fyrsta áfanga til 2023 og miðað við þá reynslu sem þegar er kominn á framkvæmdir við Hörpuhótelið. Fermetraverð var áætlað um 1.200.000 kr. á Hörpuhótelinu en sem nú stefnir í að verða a.m.k. 1.500.000 kr., auk mikilla tafa og þegar eru orðnar vegna erfiðleika við framkvæmdir á þröngri miðbæjarlóðinni. Fullkomin spítalabygging í tveimur húsum, meðferðarkjarna og rannsóknarhúsi, kostar a.m.k. ekki meira en hótelbygging (um 80.000 fermetrar og því væntanlega aldrei undir 80 -100 milljarða króna).
Verða Hringbrautarframkvæmir síðan enn meiri blóðsuga á rekstur spítalans en orðið er? “Fjárveitingar til reksturs spítalans árið 2018 er um tveimur milljörðum lægri á föstu verðlagi en árið 2008, þrátt fyrir verulega aukna eftirspurn eftir þjónustu og fjölgun verkefna.”
Miklu hagkvæmari og hraðari framkvæmdir fást auðvitað samt með að byggja á hagkvæmum og opnum stað eins og SBSBS hefur margsinnis bent á sl. ár og sem auk þess yrði miklu aðgengilegri og meira miðsvæðis fyrir höfuðborgarsvæðið allt. Fyrir sjúkraflutninga, sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk og sem ætti miklu meiri möguleika að klárast í einum áfanga á ca 10 árum með undirbúningstíma, t.d. á Keldum. Eins til að losna við gríðarlegt ónæði á starfseminni við Hringbraut og aðlægt umferðaröngþveiti næsta áratuginn við miðborgina, enda fyrirliggjandi forsendur úr aðalskipulagi Reykjavíkurborgar (AR2002-2024) löngu brostnar með AR 2010-2030 og Reykjavíkurflugvöllur jafnvel á förum.
Nú hafa skapast miklir möguleikar að fá lífeyrissjóði landsins til að fjárfesta í íslensku atvinnulífi og innviðauppbyggingu, ekki síst þegar um er að ræða ríkisábyrgð. Öruggur fjármagns- og lánakostnaður gæti skilað mikilli hagræðingu í byggingakostnaði þjóðarsjúkrahúss á besta stað á lágmarkstíma og reksturs sem hentar. Reiknað hefur verið út fyrir samtökin SBSBS að hagræðingin af þessu öllu saman miðað við föst árleg fjárlög til LSH, færi langt með að borga niður lántökukostnaðinn, ca. 100 milljarðar króna á hálfri öld. Er ekki fyrir löngu kominn tími að reikna a.m.k. allt dæmið aftur á Hringbrautinni, í stað þess að stefna í óheyrilegan sokkinn kostnað með smjörklípuaðferðinni við ómögulegar aðstæður og fyrir séð að hugsa þurfi allt dæmið að nýju og framkvæmdum loks lýkur um 2030?
Opinn fundur SBSBS (Samtaka um betri spítla á betri stað) verður á morgun 11. maí í Norrænahúsinu með þátttöku fulltrúa stjrónmálaflokkanna af tilefni borgarstjórnarkosninga 2018, eins og fyrir Alþingiskosningarnar 2017.