Fimmtudagur 13.06.2019 - 15:54 - FB ummæli ()

Misvísandi umræða nú um “kjötmálið” – Epli og appelsínur

Umræðan nú um STAC E-Coli í íslensku kjöti og sem er í sjálfu sér athyglisverð sem MAST birti í gær, virðist af mörgum vera notuð nú til að afvegaleiða umræðuna um kjötmálið svokallaða og sem mótsvar við varnaðarorðum um hættuna sem getur skapast með frjálsum innflutningi á hráu kjöti erlendis frá. Kjöt og grænmeti sem getur borið með sér ótilgreint magn sýklalyfjaónæmra flórubaktería og sem borist getur auðveldlega í menn ef óvarlega er farið, eins og t.d. ESBL E-coli og skyldar bakteríur. Frysting í flutningi og í verslunum heftir auðvitað verulega krosssmit í annað kjöt og á hendur viðskiptamanna og barna, miðað við kjöt sem getur lekið um allt, ófrosið. Auðvitað er hins vegar alltaf mikilvægt að elda allt kjöt vel, íslenskt sem erlent og sem getur allt allt hugsanlega borið með sér matareitrunarbakteríur og sem er önnur umræða. Rannsóknin hjá MAST sýnir hins vegar að hvorki finnst Salmonella né Kampýlobakter í íslenska kjötinu og aðrar rannsóknir hafa sýnt áður að hlutfall sýklalyfjaónæmra baktería er mun lægra í íslenska kjötinu en því erlenda.

Vaxandi sýklalyfjaónæmi helstu sýkingavalda okkar og sem á stóran hlut í fráflæði dýraflórusýkla í menn er meðal helstu skilgreindu heilbrigðisógna samtímans að mati flestra sóttvarnastofnana heims, þ.á.m. Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO. Stofnar sem blandast í okkar flóru í byrjun án þess að valda strax sýkingum en sem geta valdið algengustu og alvarlegustu tilfallandi sýkingum okkar úr eigin flóru og þegar sýklalyfin duga þá illa eða ekki. Og auðvitað geta STAC bakteríurnar svokölluðu einnig orðið ESBL þ.e. sýklalyfjaónæmar og þá vandast nú málið fyrir alvöru.

Skynsamleg sýklalyfjanotkun meðal manna og sem minnst í landbúnaði eru meðal helstu markmiða sem og að hefta smitleiðir með öllum skynsamlegum ráðum, ekki síst milli landa. Ísland hefur staðið afar vel að vígi varðandi þessa sýklalyfjaónæmu stofna. Full ástæða er til að halda þessari stöðu og sem er öfundsverð meðal fletra þjóða heims. Að beinlínis að stofna til aðgerða til að auka smithættuna er því glórulaus, lýðheilsunnar vegna. Eins til að forða íslenska heilbrigðiskerfinu frá stórfeldum kostnaði og tjóni og sem gert hefur verið vel grein fyrir í fyrri pistlum og með nýlegri ályktun stjórnar LÍ.

https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-5611.pdf

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn