Mánudagur 16.12.2019 - 11:58 - FB ummæli ()

Alvarleg sjálfssköpuð ógn við þjóðaröryggi á nýju þjóðarsjúkrahúsi

Myndin sýnir nýjar aðstæður á þyrlupalli á 5 hæð nýja þjóðarsjúkrahússins í Þingholtunum eftir nokkur ár og aðatæður sem við höfum í dag á þyrluflugvellinum við BMT LSH í Fossvogi og sem þykir til fyrirmyndar, þótt að sé farið að þrengjast!!!
Ógn við þjóðaröryggi ef illa fer á sjálfu nýja þjóðarsjúkrahúsinu, en sem ekki hefur mátt ræða opinberlega og varðar mikilvægasta lendingarstað landsins í framtíðinni og ekkert plan B er til fyrir neyðarlendingar eða öruggt aðflug (opin svæði – sjá mynd hér að neðan). Algjörlega fyrirséður og sjálfskapaður vandi þá á Þjóðaröryggi sem allir ættu að sjá og rætt var á fundi í Velferðarnefnd Alþingis haustið 2018 án nokkra viðbragða. Læt fylgja hér með ársgömul skrif um málið og þar sem enn hafa engin svör fengist frá stjórnvöldum!!!

Einn varasamasti hluti framkvæmdaáætlana þjóðarspítalans nýja nú á Hringbraut snýr að stórvarasömum aðstæðum til þyrlulendinga á fyrirhuguðum palli á 5 hæð rannsóknarhússins við hlið meðferðarkjarnans. Vandamál sem hefur verið víðs fjarri sl. áratugi á góðum þyrluflugvelli við hlið bráðamóttökunnar í Fossvogi nú og þótt verulega hafi þrengt þar að í seinni tíð. Öll nútíma bráðasjúkrahús leggja enda mikið kapp á að skapa slíku flugi sem öruggastar aðstæður og ásættanleg að- og fráflugsskilyrði. Þannig fyrir mest veiku og slösuðu sjúklingana af landsbyggðinni okkar og miðunum umhverfis landið. Eins jafnvel öllum norðurslóðum Atlandshafsins eins og greint er frá með nýjum ríkissáttmála við NATÓ.

Málið ásamt áhyggjum sjúkraflutningsmanna höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar vegna aðgangshindrana í almennum sjúkraflutningsakstri og umferðartafa í höfuðborginn var rætt á nefndarfundi Velferðarnefndar Alþingis haustið 2018 og sem undirritaður tók einnig þátt í, að óskum nefndarinnar.

Áætlaðir flugferlar (aðflug og fráflug) að fyrirhuguðum þyrlupalli á 5 hæð rannsóknarbyggingar á Nýjum Landspítala

Áætlanir SPITAL hópsins 2011 og sem lét hanna þyrlupallinn á Hringbraut, gerðu aðeins ráð fyrir að hann yrði notaður að meðaltali 4-10 sinnum á ári og þá aðeins í neyð (auk kannski einhverra æfingafluga)!! Vegna slæmra lendingaskilyrða var gerð krafa um að aðeins 2-3 mótora þyrlur fengju að nota pallinn og sem vélar sem gætu haldið hæð ef vélarbilun verður í einum mótor. Komið sér þannig frá spítalasvæðinu til nærliggjandi lendingarstaðar. Þetta eru allt að 20 tonna þyrlur og sem auðvitað geta bilað af öðrum orsökum en vélarbilun í einum mótor. T.d. vegna bilunar í stelskrúfu, gírkassa eða hlekkst á vegna slæmra veðurskilyrða og sviptivinda. Upphaflega var eins gert ráð ráð fyrir a.m.k. einni opinni aðflugsleið að spítalanum, yfir gömlu neyðarbrautina, en sem nú er búið að loka og byggingaframkvæmdir auk þess löngu hafnar við NA enda brautarinnar og á Valslóðinni. Allt samkvæmt nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar AR 2010-2030 og sem tók gildi 2014. Flestar þjóðir vilja hins vegar hafa 2-3 slíkar opnar aðflugsleiðir að lendingarstað á spítala. Í samræmi við veðurskilyrði á hverjum tíma, enda skiptir mótvindur í lendingu og í flugtaki allaf máli.

Stóraukin þörf er hins vegar á þyrlusjúkraflugi hin seinni ár og sem tölur LHG sýna vel (um 150 á ári), m.a. vegna stóraukinnar slysatíðni tengt ferðamennsku á landinu og auknum kröfum um bráðainngrip í blóðþurrðarsjúkdómum (sérstaklega hjartaáföllum og slagi í heila). Í framtíðinni má þannig áætla að þörf sé á nær daglegu sjúkraþyrluflugi til spítalans og þar sem hver mínúta getur skipt máli.

Ekkert nýtt áhættu- og þarfamat hefur verið gert varðandi notkun á fyrirhuguðum nýjum þyrlupallinn á Hringbraut og eftir að hann var hannaður 2011!! Mat m.t.t. mengunar í loftræstikerfi spítalans og hávaðamengunar í nærliggjandi sjúkrarúm á 5-6 hæðar meðferðarkjarnans, hefur heldur ekki verið metin til fulls. Eins er mikil óvissa með Reykjavíkurflugvöll sjálfan og alltaf var gert ráð fyrir að væri til staðar í næsta nágrenni spítalans og sem skipar veigamikið hlutverk í sjúkraflugi alls landsins (hátt í 1000 sjúkraflug á ári). Flugvöllur sem meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur stefnir á að fari eftir 2024 eitthvert annað og sem núverandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar (AR 2010-2030) gerir ráð fyrir eins og áður sagði.

Mikilvægt er að átta sig á þeirri staðreynd, hvað sem mönnum fannst um upphaflegt staðarval af ýmsum ástæðum, að þá gerðu upphaflegar áætlanir alltaf ráð fyrir að búið væri að leysa samgöngumálin og aðgangshindranir áður en framkvæmdir hæfust á Hringbraut (úttekt framkvæmda- og fjársýslu ríkisins 2008 og sem í raun var síðasta staðarvalsskýrslan). Þar var eins gert ráð fyrir þyrluflugvelli (ekki palli) á BSÍ lóðinni (jafnvel fyrir 2-3 þyrlur) sem og áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar.

Eingin viðbrögð hafa fengist frá stjórnvöldum og ráðamönnum verkefnisins sl. ár og heldur ekki frá Velferðarnefnd sem upplýst var vel um málið og getur ekki einu sinni um málið í fundargerð sinni á Alþingi! Jafnvel RÚV ohf. hefur verið ófáanlegt að ræða málið opinberlega sl. ár!!

Samtökin BSBS og sem eiga sér tæplega 10.000 fylgjendur á fésbókinni, hafa barist fyrir með öllum hugsanlegum rökum sl. 5-6 ár, að hlustað sé á. Forsendubrestirnir sjálfir eru nú meginmótrök staðarvalsins á Hringbraut og sem allir ættu að sjá varðandi byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss. Eins hafa samtökin bent á mörg önnur rök m.t.t. betra staðarvals. M.a. sem snýr að kostnaði og hagkvæmni við byggingu, minni truflun á fyrirliggjandi starfsemi á Hringbraut, kostnaðarauka vegna miklu meiri skemmda og myglu í eldra húsnæði en gert var ráð fyrir og sem á að reyna að gera upp í síðari áföngum verkefnisins. Eins hagkvæmari rekstrarmáta í sjúkrahúsi sem byggt er meira á hæðina en lengdina með tengigöngum, minni umferðarþunga og mengun og sem leiðir af því að byggja langt frá miðju höfuðborgarsvæðisins, eins möguleika á jafnari dreifingu atvinnutækifæra á höfuðborgarsvæðinu tengt búsetu og síðast en ekki síst, spítala í fallegu og græðandi umhverfi, nær náttúrunni, í stað kaffihúsamenningu og hótelrekstri í yfiraðþrengdum miðbænum.

Aðgangshindranirnar nú eru alvarlegastar og sem blasa við. Alvarlegastar eru þær m.t.t sjúkraflutninga, úr lofti, af lági og jafnvel legi. Jafnvel stórhættulegar og sem teljast til sjálfskaparvítis og rætt var um á fundi Velferðarnefndar fyrir meira en ári síðan, en eingin svör fást við. Allt önnur plön en upphafalega var lagt upp með, með sameiningu spítalann þriggja á höfuðborgarsvæðinu upp úr aldarmótunum síðustu. Upphaflega í hagræðingarskyni og með einu aðal háskólabráðasjúkrahúsi sem uppfyllti öll skilyrði að verða fullkomið og nútímalegt þjóðar- og aðal bráðasjúkrahús landsins. Vel á annað hundrað milljarða króna verkefni og sem átti að getað þjónað íslensku þjóðinni vel og lengi og sem gamli Landspítalinn gerði fram eftir síðustu öld. En þar sem nú á bak við tjöldin í borgarráði og stærstu stjórnmálaflokkunum er strax farið að ræða um byggingu næstu spítala, enda öllum mistökin löngu kunn, en sem ekki hafa þolað dagsljósið og umræðuna!

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2019/01/28/adgangshindranir-og-fyrirsed-storslysahaetta-a-hringbraut/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2017/02/16/thoggun-a-thjodaroryggi-vid-honnun-nys-landspitala/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn