Föstudagur 03.01.2020 - 20:17 - FB ummæli ()

Tímamótin á Ströndum

Horft sunnan frá Trékyllisvíkurheiði niður í Reykjafjörð á Ströndum, febrúar 2018

Mikil umræða hefur verið á árinu um brothætta byggð í Árneshreppi á Ströndum. Eins um fyrirhugaða virkjun Hvalár í Ófeigsfirði í næsta nágrenni og sem sumir telja að geti tryggt varanlega búsetu í Árneshreppi. Ég hef fengið tækifæri sem “höfuðborgarbarn” og “tíðan gest í héraði” og afleysingalæknir á Ströndum til tveggja áratuga, að leggja persónulegt mat á stöðuna. Tengsl við ólíkt mannlíf, stórkostlega náttúru og sögu sem mörg okkar eru farin að gleyma. Ólíkari aðstæður en maður á að venjast, væntumþykju við íbúanna, landið og þar sem tíminn fær jafnvel á sig afstæðukendann blæ. Það er samt auðvelt fyrir borgarbúann að láta sig oft litlu skipta að afskekkt byggð lengst norður í landi leggist af, sérstaklega ef það leiðir til “sparnaðar” í krónum talið fyrir þjóðfélagið.

Íslensk óspillt náttúra er okkar langstærsta auðlind til framtíðar og sem er og verður sífellt eftirsóttari. Ómetanleg líka í aurum talið ef varðveitt og innviðir þjónustu tryggðir. Vel var greint frá ólíku sjónarmiðum í Árneshreppi nú á fyrirhuguðum virkjunaráformum Hvalár og búsetuskilyrðum nú, ásamt frábæru myndefni, sérstaklega af vatnasvæði Hvalár og Eyvindarár í Kveikþætti Láru Ómarsdóttur á RÚV í byrjun desember sl.

Virkjun Hvalár á að getað aukið raforkuframleiðslu fyrir Vestfirði um allt að helming, en sem nemur samt aðeins framleiðslugetu einnar meðalvirkjunar hér á landi (Írafossvirkjunar). Jafnframt óbeinn hagnaður fyrir alla landsmenn gegnum landslínuna, því auðvitað eiga allir landsmenn sama rétt á nýtingu sameiginlegra raforku landsins. Það er því engin sérstök kvöð á að Vestfirðingar séu sjálfir sér nógir um raforkuframleiðslu, frekar en önnur sveitafélög. Óneytanlega skapa virkjunarframkvæmdir samt miklu meira raforkuöryggi á Vestfjörðum, auk mögulegra annarra afleiddra hlunninda sem af framkvæmdum beint leiður. Meðal annars möguleika á meiri nýtingu á hreins vatns úr lóninu sem verður til og jafnvel fiskeldismöguleikum, ásamt bættu aðgengi með vegaframkvæmdum, jafnvel alla leið niður í Djúp. Búsetuskilyrði og forsendur byggðar þar með mikið aukin. Virkjun og lónið mun þó setja allt annann svip á hálendið og öræfin sunnan Drangjökuls. Þannig að sunnanverðu anddyri friðlands Drangajökulssvæðisins. Eins á náttúrulegt rennsli fossanna í Hvalá og Eyvindará. Þar eru Drynjandi og Rjúkandi í Ófeigsfirði hvað þekktastir, en sem eru ekki vel aðgengilegir í dag. Stórfengilegir og sem eiga sér enga aðra líka. Ef að virkjunarframkvæmdum verður, engu að síður þá manngert tilbúið umhverfi og sem veldur mikilli skertri upplifun þeirra sem vilja njóta óbyggðatilfinninga á öræfum Vestfjarða sem á sér enga samsvörun á miðhálendi landsins. Tilbúnir fossar sem skúfa má fyrir eða frá að vild er alls ekki heldur það eftirsóttasta sem ferðamaðurinn kemur langt að til að sjá og okkur ætti að bera skylda til að varðveita eins og kostur er. Að efinn fá að njóta forgangs og að ekki er aftur snúið ef illa fer.

Þeir fáu sem enn búa í Árneshreppi eru tvístígandi yfir framkvæmdaáætlunum nú á virkjun Hvalár. Fleiri telja telja að þær geti tryggt búsetu og atvinnumöguleika eitthvað næstu árin í Árneshreppi og sérstaklega meðan framkvæmdir eru í gangi. Eins hugsanlega flýtt löngu tímabærum vegasamgöngubótum. Flestir á Ströndum telja í raun að virkjunarframkvæmdirnar skipti engu máli hvort byggð leggist af eða ekki í Árneshreppi og jafnvel víðar sunnar á Ströndum, ef engar aðrar ráðstafanir eru gerðar samhliða með nýsköpun atvinnutækifæra og sem er stjórnvalda að hlutast til um. T.d. með þjóðgarðs-og ferðamannauppbyggingu á Ströndum, aukinni innviðauppbyggingu og auknum kröfum um vinnslu afla í heimabyggð. Kvótann aftur í heimabyggð og styrkingu fyrir landbúnað. Mesta vonin er þó í vaxandi ferðamannastraum norður, erlendra sem innlendra og það gert eftirsóknarverðara með verndun og vegasamgöngur bættar og svæðið allt gert aðgengilegra en það er í dag.

Af þessu sögðu sögðu finnst manni óraunhæft að leyfa framkvæmdir við virkjun nú á Hvalá, eingöngu út frá því sjónarmiðið að byggð haldist í Árneshreppi. Eftir stendur alltaf möguleiki á stærra friðlandi og þjóðgarði allan hringinn í kringum Drangjökul, norðurstrandir og sveitanna við austanvert Djúp sem gæti gefið innspýtingu í atvinnulíf tengt ferðaþjónustu hverskonar. Vetrarferðir á gönguskíðum eða vélsleðaferðir upp á jökul sem þegar hafa verið reyndar að vetri til með góðum árangri. Eins auðvitað skipulögðum gönguferðum eða reiðtúrum á hestum á sumrin, jafnvel allt í kringum Drangjökul og niður í Djúp.

Mín kynni af Ströndum sl. tvo áratugi hefur mótað mig sennilega álíka mikið sem fullorðna manneskju og sveitaveran gerði á sínum tíma sem barn í mörg sumur.  Reynslan hefur líka sýnt manni vel að maður lærir sem maður lifir og því meira sem aðstæður eru fjölbreyttari. Kulnun er víðs fjarri og vinnan í dag sem læknir alltaf spennandi og skemmtileg. Því skemmtilegri samt sem hún er fjölbreyttari og aðstæður ólíkari. Vinna sem kynna fyrir mann ólíka spegla mannlífsins við ólíkar aðstæður. Þar sem víðáttan er stundum leiðandi við samheldi mannlífsins og vináttu manna á meðal. Um leið og umhverfið og veðráttan er oft oft bæði blíð og ströng í senn, landslagið ægifagurt og hrikalegt, síbreytilegt eftir árstíðum. Í alla þessa spegla eða glugga er ekki sjálfgefið fyrir hvern og einn að geta litið og Upplifað ævintýrin sem þar leynast oft á bak við. Stundum án allra nútímaþæginda og öryggis í nútímalegum skilningi, en nær sögunni og rótum okkar allra. Mikilvægi einhvers sem við megum ekki tapa frá okkur og framtíðinni og jafnvel ferðamenn í stuttri heimsókn geta upplifað sterkt. Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltæki og gott er að hugsa til um þessi áramót og stutt í að stórar ákvarðanir verði teknar á Ströndum. Sameiginlega tekur þjóðin vonandi skynsamlega afstöðu til miðhálendisins kringum Drangjökull og fjarðanna á Ströndum fyrir framtíðarkynslóðirnar að njóta. Öræfanna fyrir norðan og þar sem mannlíf hefur þrifist frá landnámi.

Gleðilegt ár kæru lesendur

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn