Miðvikudagur 08.01.2020 - 14:16 - FB ummæli ()

Svikin loforð í spítalamálum aldraðra og bráðaþjónustumálum LSH

Þjóðviljinn 22.10.1982

 

Svona átti að stækka bráðamóttökuna eftir að fyrsta áfanga lauk á G álmunni 1980 – núverandi húsnæði BMT LSH og sem tók aðeins 2 ára að byggja (Stálgrindarhús).
Álagið samt tugfaldast síðan, ekkert af framkvæmdum og ríkið tók við rekstri Borgarspítala stuttu síðar (1986) og stóraukning vaxandi fráflæðisvandi, aðallega aldraða sem þurfa að komast á aðrar deildir spítalans og sem jafnvel eru hálf lokaðar vegna manneklu starfsfólks. Einkum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vegna lélegra launakjara.

Eins var B álman reist 1982 og sem var LOFAÐ sem öldrunarspítali eingöngu í upphafi (sjá meðfylgjandi frétt á mynd í Þjóðviljanum 1982), en sem síðar var ákveðið að taka undir allt aðra starfsemi að meginhluta.

Í dag er mest aðkallandi að byggja greiningardeild, 60-80 skammtíma-sjúkradeild fyrir sjúklinga sem bíða innlagnar á aðrar deildir eða sem stutttíma legu/meðferðardeild svipað og A2 gerir í dag (10 rúma deild og sem er alltaf yfirfull). Deild sem öldruðum myndi gagnast vel í bráðameðferð og meðan unnið er að frekari úrræðum, á aðrar sjúkra- og meðferðardeildir spítalans, heim eða á öldrunarstofnanir/endurhæfingu/varanlega vistunarrými í framhaldinu. Slíka greininga/biðdeild hefði fyrir löngu átt að vera búið að byggja og margoft verið bent á sl. ár, tengt miklum almennum skorti á öldrunarvistunarrýmum almennt á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega og miklum fráflæðisvanda bráðamóttöku sem iðulega eru með 30-50 manns á göngunum og sem bíða innlegnar eftir að fyrsta greining og bráðmeðferð er lokið.

Framhald af G álmu t.d. eins og alltaf stóð til fyrir 40 árum, stálgrindarhús- ódýrt hús- og sem þyrfti ekki að taka nema árið að klára og ef vilji væri fyrir hendi. Nýi spítalinn á Hringbraut “nú” kemst heldur ekki í gagnið fyrr en í fyrsta lagi eftir hálfan áratug og neyðarástand ríkir í dag. Reyndar sl. ár og sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við!! Auk þess auðvitað að tryggja launakjör starfsfólks svo það fáist til starfa eins og Landlæknir hefur m.a. bent á sem meginástæðu vandans í sinnu rótargreiningu og skýringu á hlutalokunum á almennum deildum spítalans sl. ár. Nauðsynlegt húsnæði þar sem það vantar og viðunandi launakjör.

Eins löngu ljóst að gamli góði Borgarspítalinn verður áfram rekinn í Fossvogi eftir að meðferðakjarni rís á Hringbraut enda allt of lítill miðað við þarfir og þótt upphafleg forsenda framkvæmda þar hafi alltaf verið einn stór spítali á einum stað!!!!!

Eins ríkir mikil óvissa um bráðaaðgengi að nýjum meðferðarkjarna á Hringbraut og eins víst að sjúkraþyrluflugi t.d. verði áfram um langa framtíð best tryggður aðgangur í Fossvogi og þá bráðasjúkrahúsin hvort sem áfram tvö!!!
Segja má a.m.k. að ríkið hafi svikið flest loforð um hlutverk Borgarspítalans eftir yfirtöku frá borginni 1986 og sem byrjaði sína starfsemi svo myndarlega 1967. Mikil skömm af þessu öllu saman í dag.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn