Laugardagur 25.01.2020 - 12:16 - FB ummæli ()

Er lausnin að fórna kjarnastarfsemi gömlu góðu “Slysó” vegna fráflæðistíflu BMT í Fossvogi?!

Þróun í starfsemi BMT LSH eða eins og við þekkjum hana á SLYSÓ hefur verið að breytast mikið sl. ár. Mikill og stöðugt aukinn fráflæðisvandi frá deildinni og aukin áhersla bráðalækna á frumgreiningu þeirra sem eru í innlagnaferli á aðrar deildir og fyrstu meðferðarúrræðum, en á kostnað almennrar móttöku og þjónustu veikra og slasaðra sem þangað leita í síauknum mæli. Fjöldi útlendinga, erlends vinnuafls og ferðamanna heldur aldrei meiri. Eins í hverskonar aðlögun að húsnæðisvandanaum á deildinni og  þegar gangar á neðri hæð deildarinnar eru jafnvel yfirfullir af sjúklingum sem bíða innlagnar á aðrar deildir spítalans. Þar að auki hefur verið mikill metnaður fyrir að þróa starsemi deildarinnar að væntanlegu starfsfyrirkomulagi nýrrar BMT á einni hæð í væntanlegum nýjum meðferðarkjarna á Hringbraut eftir 5-7 ár. Í dag er vandi BMT samt bráðavandamál og sem margir kalla neyðarástand og álag á starfsfólk langt út fyrir öll velsæmismörk. Þar sem þegar er farið að bera á brottfalli og kulnun sérnámslækna, bráðalækna og hjúkrunarfólks. Mál sem verður að leysa strax á skynsamlegan máta. Mál sem nýskipaðu vinnuhópur heilbrigðisráðuneytisins og Landlæknis var fenginn til að skoða næstu vikurnar og koma með skynsamlegar tillögur til úrbóta.

Gamla slysó á rætur að rekja til bráðamóttökunnar á Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg (áður á Hvítabandinu á Skólavörðustíg) og síðar á Borgarspítalanum í Fossvogi frá 1968. Deild sem fyrst og fremst þjónaði sem slysadeild og sem var á forræði bæklunarlækna. Einnig þegar deildin flutti í nýja viðbyggingu, G álmuna 1980. Frá þeim tíma og ég tók fyrstu vaktirnar mínar þar sem læknanemi og síðar sem aðstoðarlæknir, deildarlæknir og sérfræðingur. Bráðaherbergin á neðri hæðinni í G álmunni voru notað við allar bráðar uppákomur, lífshættuleg slys, hjartaáföll, heilablóðföll, blóðeitranir, druknanir og áfengis – og lyfjaeitranir eins og í dag.  Í flestum alvarlegum tilfellum með aðkomu svæfingalækna, lyf- og skurðlækna, allt eftir aðstæðum hverju sinni.

Um 1990 tóku sérmenntaðir bráðalæknar við stjórnun deildarinnar. Deildin um leið og í vaxandi mæli og nú jafnvel aðallega, sameiginleg móttökustöð innlagna á allar deildir spítalans (nema e.t.v. geðdeildar). Frumgreiningardeild þannig, og þá til fyrstu meðferðar, ásamt bráðahjúkrun. Sl. ár hins vegar jafnvel dögum saman og þar sem innlagnapláss vantar á spítalanum. Slysaþjónusta hverskonar var samt alltaf aðal starfsvettvangurinn framan af og sem telur enn um 50% allra nýkoma á BMT, eða að meðaltali um 100 komur á sólarhring. Þjónusta og læknismeðferð sem nú hafa komið hugmyndir um að mætti koma fyrir strax á heilsugæslustöðvunum, á Læknavaktina eða aðrar læknamóttökur út í bæ, en án þess að sérstakur undirbúningur hafi átt sér stað í baklandinu. Aðstaða til bráðarannsókna og meðferðar (réttingar á brotum og liðhlaupum og sárameðferð hverskonar) vantar  á þessum stöðum og í raun fagleg geta oft ekki til staðar. Álag á Læknavaktina t.d. er þegar mikið og fjöldi sem þangað leita allt að áttfaldur miðað við þar sem best þekkist síðdegismóttökum á hinum Norðurlöndunum og þar sem aðgengi að dagþjónustu heilsugæslunnar er mikið meira.

Þanning má segja að hugmyndir eru nú um að frumkjarnastarfsemi deildarinnar verði úthýst fyrir vöntun langtímaúrræða langveikra og aldraða og sem er auðvitað mikið betur sinnt á sérhæfðum deildum spítalans eða bráðaöldrunardeild. Samt hefur verið bætt við nýtt þjónustuhlutverk BMT á kvöldin- og um helgar sem er Hjartagáttin fyrir hjartadeildina á Hringbraut vegna mönnunarvanda þar og í sparnarsjónarmiði. Afsprengi reyndar BMT á Hringbraut sem opnaði um 1985 og þar sem ég vann sem fyrsti deildarlæknirinn. Deild sem var lokað með sameiningu spítalanna og henni síðan breytt í Hjartagáttina, en þar sem gott húsnæði stendur nú meira eða minna autt á kvöldin og um helgar.

Iðulega eru 30-50 sjúklingar að bíða innlagnar á BMT í Fossvogi á jafnvel fjölmargir á göngum deildarinnar niðri og nú líka í húsnæði á efri hæðinni sem hingað til hefur verið ætlað fyrir endurkomur bæklunarskurðlækna og lækna BMT. Mikilvægt húsnæði fyrir klíníska starfsemi þannig tekið undir legupláss fráflæðisvandasjúklinga, og jafnvel þótt sjúkrarúm á mörgum öðrum deildum spítalans standa tóm vegna mannekluvanda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða!!

Starfsfólk, læknar og hjúkrunarfræðingar sem fyrst og fremst hafa sinnt almennum komum slasaðra og veikra á efri hæð BMT, G3 vita nú ekki lengur í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. 1. febrúar nk. verður G3 formlega sameinuð með G2 á neðri hæðinni og þannig undir sameiginlegri hjúkrunarstjórnum. Ákvörðun sem var í mikill óþökk þeirra sem tileinkað sér starfsumhverfi og þjónustu á efri hæðinni G3 og sem margir hafa hverjir lengstu starfsreynslu á BMT LSH. Þannig deildin ekki lengur í raun G3 heldur aðeins “efri hæðin” og þar sem biðsjúklingum á aðrar deildir taka yfir meira og meira yfir pláss og þrengja stöðugt að starfseminni sem þar er veitt. Bæklunarlæknar sem hafa unnið náið með bráðalæknum alla tíð og sem frekar þarf að auka samvinnu við, en sem skynja nú þann þrýsting að þeir séu ekki lengur jafn velkomnir og tillögur jafnvel komnar fram að þeir hafi sig á brott með sína göngudeild. Úr húsnæði G álmunnar ” og sem þeir upphaflega börðust fyrir að fá undir bráðastarfsemi spítalans og endurkomur fyrir 40 árum!!

Kennsluhlutverk deildarinnar fyrir læknanema, kandídata og heimilislækna í sérnámi hefur alltaf verið mjög mikilvægt og sem þurfa nauðsynlega reynslu í almennri bráða- og slysaþjónustu í væntanlegum störfum síðar úti á landi, „í héraði“. Svipað má segja með starfsnám hjúkrunarfræðinga og deildin mög vinsæl hjá nemum. Sannast nú ef til vill enn og aftur hið fornkveðna, “enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur”. Varðandi öryggis- og heilbrigðisþjónustu í höfuðborginni og sem hefur átt stóran part í hjörtum landsmanna og þangað sem allir hafa getað leitað til þegar mest á brennur í lífinu og hjá fjölskyldumeðlimum. Deild sem hefur verið minn vinnustaður í meira eða minna fjóra áratugi og sem mér þykir afskaplega vænt um, og þar sem vinnuframlag mitt hefur ávalt verið vel metið. En kannski er einkarekstur á slysó framtíðin, á forræði bæklunarlækna, svipaða og rekstur Orkuhússins nú og sem nýlega flutti í stórt og stórglæsilegt húsnæði í Kópavogi? Varla þó þóknanleg heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra í dag, eða hvað?

Að þessu öllu sögðu, er samt alveg ljóst að langtímaafleiðingar yfirflæðis og fráflæðisvanda BMT á rætur að rekja til allt annarra þátta í heilbrigðiskerfinu og sem hefur oft verið nefnt sl. áratug og sem ég hef sjálfur hef skrifað marga pistla um hér á blogginu mínu. Einnig um vanda heilsugæslunnar og undirmönnun sl. áratugi og þar sem jafnvel var gerður Kastljósþáttur um fyrir 7 árum, en sem fékkst samt aldrei sýndur. Heilbrigðisáætlun til 2030 er ætlað að bæta þetta ástand, sem betur fer, en er í raun áratug of sein á ferðinni. Bráð vöntun á hjúkrunarrýmum aldraða og endurhæfingarplássum á öldrunardeildum eins og á Landakoti og þar sem húsnæði í dag er ekki einu sinni að fullu nýtt vegna lokana. Dagleg verkefni heilsugæslunnar hefði fyrir löngu átt að stýra inn á meiri bráðaþjónustu á daginn , en ekki fyrst og fremst á hraðmóttökur út í bæ á kvöldin og um helgar. Þar sem aðeins er tekið á móti slysum í mjög takmörkuðu mæli. Þessu breytum við ekki í hvelli í dag og sem aðgerðir og tillögur vinnuhóps ráðherra heilbrigðismála og Landlæknis um bráðaðgerðir vegna neyðarástands bráðamóttökunnar (BMT-LSH) þurfa að taka mið af. Verja þar a.m.k kjarnastarfsemina BMT, útvega strax fleiri legupláss á lokuðum rýmum heilbrigðisstofnana og sem er vegna mannekluvandamála heilbrigðisstarfsfólks og sem snýr fyrst og fremst að mannsæmandi kjarasamningum sem taka mið af menntun, álagi og ábirgð í starfi.

Eins hefði fyrir löngu verið hægt að byggja greiningar- og biðlegudeild fyrir aðrar deildir spítalans á einu ári, svipað og þegar G álman var byggð sem stálgrindarhús fyrir tæpri hálfri öld og sem stendur enn vel byggingalega séð. Deild sem nú hefur samt nánast 1000 faldast að umfangi miðað við lesta húsnæði BMT fyrir tæpri hálfri öld. Kínverjar eru nú að byggja einingabráðabirgðasjúkrahús vegna Wuhan veirunnar á 10 dögum fyrir allt að 1000 sjúklinga. Við hljótum að geta byggt 60-80 manna álmu úr einingum eða á stálgrind á innan við ári og ef vandinn er í raun skilgreindur rétt sem neyðarástand í íslensku heilbrigðiskerfi. Eða hvað?? A.m.k. eiga neyðarráðstafafanir nú vegna fráflæðisteppunnar/stíflunnar ekki að leiða til afnáms kjarnastarfsemi deildarinnar frá upphafi og sem í dag er ekki hægt að veita með sömu gæðum annars staðar í kerfinu. Byggjum upp bráðastarfsemina en gröfum hana ekki meira niður en orðið er.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn