Sunnudagur 26.04.2020 - 13:14 - FB ummæli ()

Villtari Freyjukettir

Fyrir öld síðan var sjötta hvert barn óskilgetið á Íslandi. Fjöldi lekandatilfella árið 1914 voru 235 og sárasóttartilfellin 40, einu mestu samfélagsvandamáli þess tíma. Í þá daga voru ungir ungir menn hvattir til að lesa handbækur um það hvernig þeir ættu að hegða sér gagnvart hinu kyninu, ekki síst áður en þeir lögðu út í hinn stóra heim og sagt var frá í kverinu hans Steingríms Matthíassonar héraðslæknis á Akureyri um samræðissjúkdómana sem svo voru nefndir, Freyjukettir og Freyjufár, árið 1918.

 

Landlæknisembættið, apríl 2020

 

 

Steingrímur vísar þar til sagna í Snorra-Eddu þar sem mynnst er á ástargyðjuna Freyju og kettina hennar og sem hafa verið mörgum skáldum yrkisefni. Kynsmitsjúkdómarnir læðast hins vegar ekki lengur bara í skjóli myrkurs og tenjast frekar kynhegðun okkar í nútímasamfélagi. Stundum ískaldar staðreyndir á norðurhjara veraldar og faraldrar sem eru enn villtari en Freyjukettirnir áður.

 

 

Eftir mörg góð ár upp úr miðri síðustu öld og þegar kynsjúkdómalæknar höfðu minna að gera, brast HIV faraldurinn út. Nú tæpum þremur áratugum síðar og böndum komið á HIV faraldurinn með lyfjameðferð, hefur tíðnin lekanda verið á hraðri uppleið og greinast nú um 200 tilfelli árlega í Bandaríkjunum á hverja 100.000 íbúa og sem samsvarar um 600 tilfellum á Íslandi á ári, en sem voru sem betur fer aðeins 111, töluverð aukning þó milli ára. Og það sem verra er, fjölgar ört sýklalyfjaónæmum stofnum lekanda út um allan heim, stundum fjölónæmum!

 

 

Hin illvíga sárasótt hefur mikið sótt í sig veðrið víða um heim sl. áratug, t.d. 30 faldast í tíðni í Kína. Sambærilegar tíðnitölur hvert ár við Bandaríkin í dag eru um tuttugu einstaklingar per 100.000 íbúa, þar af nokkur í hópi nýfæddra barna. Á Íslandi voru sárasóttartilellin 36 árið 2019, en hraðrar aukningar í smiti hefur orðið vart í upphafi þessa árs og sjá má á myndinni frá Landlæknisembættinu hér til hliðar.

 

 

 

 

HPV (human papilloma virus) sýkingar eru þó algengasti kynsjúkdómurinn og sem yfir 80% kvenna smitast af að lokum og sem valdið geta frumubreytingum í allt að 3% tilvika og sem einnig valda svokölluðum kynfæravörtunum hjá báðum kynjum. Veldur hins vegar flestum krabbameinum í hálsi, munni og endaþarmi hjá karlmönnum. Eitt algengasta krabbameinið okkar er þannig kynsjúkdómur.

Sem betur fer eru grunnskólastúlkur bólusettar frá 2011 gegn algengust HPV-stofnunum sem helst geta valdið krabbameini, en því miður ekki drengirnir.

Allt að 20% ungs fólks á Íslandi smitast síðan til viðbótar í dag af Klamydíu og sem getur valdið ófrjósemi síðar hjá stúlkum og langvinnri blöðruhálskirtilsbólgu hjá mönnum.

Menn trúa ekki lengur á boðskap fornsagnanna eða gildi handbóka fyrir unga menn, heldur á vaxandi mátt læknavísindanna og sem bjarga á öllu. Þegar gildi forvarna, smitvarna og bólusetninga skiptir í raun, eins og áður, mestu máli.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn