Mánudagur 04.05.2020 - 15:52 - FB ummæli ()

Tími til að endurskoða aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gegn smitáhættu sýklalyfjaónæmra súna erlendis frá?

Sýklalyfjaónæmi helstu sýkingavalda mannsins getur kostað íslenska ríkið allt 50-100 milljarða króna á ári eftir 2-3 áratugi, í auknum heilbrigðiskostnaði og töpuðum mannslífum, allt að nokkur hundruð líf á ári og ef spár heilbrigðisstofnana heims ganga eftir, þar á meðal WHO og bandaríska landlæknisembættisins, CDC og tölur heimfærðar fyrir Ísland.

Kostnaður fyrir þjóðfélagið vegna Covid19 veirufaraldursins nú, er áætlaður upp á allt að 400 milljarða króna. Íslenska þjóðin hefur ekki efni á öðrum slíkum faraldri næsta áratuginn. Þjóðin skilur samt vonandi betur en áður í seinni tíð, mikilvægi smitvarna í víðara samhengi og margsinnis hefur verið varað við. Margt í almennum smitvörnum, með lágmarks tilkostnaði, getur sparað mikla fjármuni í framtíðinni og ef vel er staðið að málum. Lýðheilsumarkmiðin látin ráða fram yfir viðskiptahagsmuni og t.d. EFTA ákvæði sem byggjast að hluta á miklum misskilningi og ekki tekið tilliti til sérstöðu Íslands. Að okkur takist að takmarka sem mest nýdreifingu sýklalyfjaónæmra súna á Íslandi, sameiginlegri flórubaktería dýra og manna, erlendis frá með landbúnaðarafurðum. Þar á meðal sýklalyfjaónæmra colibaktería (ESBL) og klasakokka (MÓSA).

Sýklalyfjaónæmi súna í eldisdýrum er víða orðið mjög algengt erlendis (oft >50%), ólíkt því sem þekkst hefur á Íslandi og þar sem sýklalyfjanotkun í landbúnaði hefur alltaf verið mjög lítil. Sáralítið er af þessari sýklalyfjaónæmu flóru í Íslendingum og íslenskum eldisdýrum í dag (<2%). Íslendingar hafa þannig sloppið að mestu við þennan mangerða faraldur, vegna lítillar sýklalyfjanotkunar í landbúnaði, frystiákvæða á erlendu kjöti til síðustu áramóta og legu landsins. Lágmarks krafa ætti því að vera að flytja ekki þessar flórubakteríur á auðveldasta máta til landsins með ófrosnu kjöti og sem var ákveðið að leyfa frá síðustu áramótum. Nýja óhagstæða flóru með blóðleku kjöti og sem dreifist miklu frekar um allt en frosið. Í og úr kjötborði kaupmannsins, á aðrar vörur, í margnota innkaupapokana okkar, á hendur okkar og barnanna.

Þó að enginn 2 metra regla gildir auðvitað í samskiptum við kjötkaupmanninn eða neinn annar samfélagssáttmáli gerður fyrir verslanir, ætti að vera miklu meiri áhersla á að fyrirbyggja fyrirséða snertismitáhættu súnubaktería frá hráu ófrosnu erlendu kjöti í menn. Síðar sýklalyfjaónæmri garna- og húðflóru sem við berum um ófyrirsjáanlegan tíma og sem getur verið afar illgjörn löngu ef veldur sýkingum síðar og sýklalyfin virka ekki á. Sýklar sem valda algengust sýkingum mannsins eins og t.d. sárasýkingum hverskonar eða þvagfæra- eða iðrasýkingum og við myndum ekkert ónæmi gegn. Sérstakt ráðgert eftirlit í tollinum í dag, með svokölluðum matareitrunarbakteríunum og sýklalyfjaónæmi meðal þeirra (salmonellu og kamphýlobakter), dugar auðvitað engan veginn gegn þessari nýju óhagstæðu nærflóru mannsins sem verið er að bjóða upp á.

Eins og ég er stoltur af árangri smitvarna í Covid faraldrinum nú, er ég jafn hissa á andvaraleysinu er snertir stærstu manngerðu lýðheilsumistök samtímans og þar sem takmörk smitsjúkdómafræðinnar eru þverbrotin. Alverleg og rándýr misstök stjórnvalda þegar upp verður staðið. Með flutningi á ófrosnu og lekandi hráu erlendu kjöti í verslanir landsmanna. Frjáls innflutningur á erlendu ófrosnu grænmeti er síðan enn annað stórmál og þar með aukin smithætta á sýklalyfjaónæmum bakteríum úr erlendum menguðum jarðvegi og áveituvatni. Þegar öryggir framleiðsluhættir á landbúnaðarafurðum, þrif, skol og öruggir flutningar, skiptir mestu máli.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn