Fimmtudagur 14.05.2020 - 16:32 - FB ummæli ()

Ríkisstjórn sem vill sleppa reiðhjólabjöllunni

Undanfarin sumur hafa orðið fjöldamörg reiðhjólaslys þar sem hjólreiðarmaður keyrir aftan að göngufólki á göngu- og hjólastígum borgarinnar, án þess að nota reiðhjólabjölluna og fólkinu algjörlega á óvart. Oft er um svokallaða racer-hjólreiðarkappa að ræða og sem meta áhættuna minni að þjóta óviðbúið fram hjá, aftan frá á, en bjalla og styggja fólkið sem gæti þá stigið í veg fyrir hjólið. Eins heyrast þau rök að bjallan auki vindmótstöðuna á hjólinu og því betra að sleppa henni alveg. Ekki má spilla fyrir ávinningi af spandex-hjólagallanum nýja og þar sem hver sekúnda skiptir máli í keppninni við sjálfan sig eða vinahópinn. Öryggi gangandi, eldra fólks, barna og dýravina látið víkja. Engu virðist breyta lagaréttur gangandi fólks á stígunum. Fyrir  aðeins nokkrum dögum tók ég á móti einu fórnarlambi kappakstursins og bjallan ekki notuð. Afleiðingarnar voru m.a. mölbrotinn ökkli sem þurfti að fara í skurðaðgerð og spengja upp á nýtt.

Í samlíkingu má segja að stjórnvöld sleppi öryggisbjöllunni og komi aftan að fólki með ákvörðun sinni um sl. áramót að leyfa innflutning á ófrosnu kjöti erlendis frá og sem getur smitað 1000 meira en frosið, í flutningi og í kjötborði kaupmannsins. Í innkaupapokann okkar og síðan um allt. Eins með óupplýstri umræðu ríkisfjölmiðla um sýklalyfjaónæmar súnur, sameiginlega flóra manna og dýra og sem er sýklalyfjaónæm víða erlendis. Bakteríur eins og E.coli (ESBL) og klasakokkar (MÓSAR) og sem valda m.a. flestum tilfallandi bakteríusýkingum mannsins, eins og þvagfærasýkingum og sárasýkingum. Staðreyndir um vaxandi áhættu sýklalyfjaónæmis í nærflórunni hérlendis sem fæstir stjórnmálamenn láta sér neinu varða um. Ekki einu sinni heilbrigðisnefnd alþingis sl. haust og varað var við ákvörðuninni um að leyfa frjálsan innflutning með ófrosnu kjöti í stað frosins kjöts og sem getur verið í sumum tilvikum verið smitað í meira en 50% tilvika.

Ríkisstjórn lætur sér málið heldur engu varða, ekki heldur nú á nýjum Covid-tímum og allir ættu að sjá smithættuna. Bara að allir hlýði Víði og 2 metra fjarlægðareglunni milli ókunnuga einstaklinga (socail distancing). Óbreytt ástand þannig í smitvörnum er varðar innflutning á hrávörur erlendis frá og margir fá að snerta fyrir eldun. „Highest risk of contact contamination“ og sem m.a. Alþjóða heilbrigðisstofnunni hefur hvað mestar áhyggjur af til lengri framtíðar á landbúnaðarvörum, vegna mikillar sýklalyfjanotkunar í landbúnaði erlendis og mikið sýklalyfjaónæmi flórubaktería í landbúnaðarafurðum. Stór hluti ógnar sem stefnir í að valda fleiri dauðsföllum en krabbamein gerir eftir 2-3 áratugi. Mörgum milljónun manna á öllum aldri.

Eftirlit með innflutningi sem ákveðið var af þessu tilefni, nær eingöngu til matareitrunarbaktería eins og salmonellu og kamphýlobakter og sýklalyfjaónæmis meðal þeirra. Þannig var fylgt dómsúrskurði EFTA í EES samningsákvæðum um öll Evrópulönd, án þess að lítið væri á afar góða sérstöðu Íslands að þessu leyti og sem hefur verið að mestu laus við þessar sýklalyfjaónæmu flórubakteríur og sýklayfjanotkun í landbúnaði alltaf lítil. Dómur sem var að vísu kveðinn upp löngu fyrir Covid19, en þar sem öll Evrópulönd virðast geta hagað sínum smitvörnum af hentisemi og sem gagnast hverju aðildarlandi best. Flest lagaákvæði í viðskiptasamstarfi milli ríkja látin víkja.

Covid-smitlítið Ísland er málið í dag, en hvað með morgundaginn og hvað með að nota reiðhjólabjölluna ríkisstjórn góð þegar komið er aftan að fólki í ákvörðunum með smitvarnir sem skipta meginmáli fyrir lýðheilsuna og hjarðónæmið er og verður ekkert?

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2020/05/04/timi-til-ad-endurskoda-adgerdaleysi-islenskra-stjornvalda-gegn-smitahaettu-syklalyfjaonaemra-suna-erlendis-fra/

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn