Laugardagur 11.03.2023 - 14:09 - FB ummæli ()

Þú uppskerð eins og þú sáir

Þetta ættu allir bændur að þekkja best. Þú undirbýrð akurinn fyrir bestu uppskeru sem mögulegt er og tryggir síðan sjálfbærnina og gæðin. Samt selur afurðasölufyrirtæki í þeirra eigu (Esja gæðafæði ehf) ásamt reyndar fleiri fyrirtækjum, kjúkling ólöglega til landsins beint frá Úkraínu samkvæmt frétt Bændablaðsins í vikunni. Þar sem miklar líkur eru á að kjötið beri með sér mikið magn fjölónæmra colibaktetía úr þarlendum sláturfuglum. Colibakteríur sem tilheyra flokki flórusýkla svokallaðra súna og sem eru sameiginlegar flórubakteríur hjá dýrum og mönnum. Sömu sýklar valda hins vegar líka tilfallandi algengustu og alvarlegustu sýkingum manna, svo sem í meltingarvegi, þvagfærum og jafnvel sárasýkingum (klasakokkar reyndar, MÓSAR, MRSA).
ESBL colibakteríurnar hafa verið hvað algengastar og sem eru ónæmar bakteríur fyrir flestum sýklalyfjum. Enn ónæmari fyrir nær öllum sýklalyfjum eru svokallaðar CPO colibakteríur og sem eru mjög algengar í kjúklingi t.d. í Úkraínu og sem einmitt innflutti kjúklingurinn til Íslands um og eftir áramótin kemur frá. Um  var að ræða alls 185 tonn og sem síðan var pakkaður í neytendapakkningar sem íslenskar væru (mjög illa merktar upprunalandi og í íslenskum umbúðum). Ófrosin vara í flestum tilfellum og sem lekið/smitað getur um allt í kjötborðinu, í innkaupapokann og á eldhúsbekkinn okkar. Á hendur okkar og barnanna.
Sýklarnir geta síðan leynst í görninni okkar mánuðum og árum saman. Við erum ekki að tala um neinar matareitrunarbakteríur. Þegar illa stendur á hins vegar valdið sýkingum sem mjög erfitt getur verið að meðhöndla tímalega og jafnvel sem engin tiltæk sýklalyf vinna á. Þegar hefur töluvert borið auk þess á sýklalyfjaskorti algengustu sýklalyfja sem þannig telst ekki auðfenginn kostur (t.d. kjörlyf gegn streptokokkum). Covid19 faraldurinn ætti auk þess að kenna okkur hvað smithætta getur kostað okkur mikið, jafnvel þótt aðeins sé um að ræða kvefveiru.
Það hlýtur að teljast kaldhæðnislegt að fyrirtæki í eigu íslenskra bænda skuli m.a. standa að þessum innlutningi, þar að auki ólöglega og þar sem gæðaöryggiseftirlit á landamærum er ekkert. Undirritaður ásamt öðrum varaði við þessu og þróuninni þegar innflutningur á erlendu kjöti var gefinn frjáls á EES svæðinu fyrir 4 árum. Íslensk landbúnaðarvara hefur hingað til verið hvað minnst sóttmenguð af sýklalyfjaónæmum bakteríum í heimi og sem hefur varið lýðheilsuna á Íslandi miklu meira en þekkist í öðrum löndum. Kostnaður vegna illmeðhöndlaðra sýkinga vegna sýklalyfjaónæmis og þörfinni á einangrunarplássum á sjúkrahúsum, gæti hlaupið á mörgum milljörðum innan skamms. Kostnaður og síðan ótímabær dauðföll sem við höfum að mestu verið laus við.
Vandamál og þróun hins vegar víða erlendis og sem við í andvaraleysinu nú erum að flytja inn ólöglega í bakgarðanna okkar, okkar nærflóru eins og ekkert væri sjálfsagðara. Í nafni frjálsrar verslunar og neytendahagsmuna! Gegn áunni íslenskri lýðheilsu gegnum aldirnar og nátengt áhyggjum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sem telur að sýklalyfjaónæmi baktería sé ein stærsta heilbrigðisógn mannkyns í náinni framtíð. Nú á að fórna því forskoti og einu skrautfjöður lýðheilsunnar á Íslandi og ef undanskilið er loftið og fjallavatnið okkar.!! Af óskiljanlegum ástæðum finnst RÚV ohf. – fjölmiðli allra landsmanna – ekki málið merkilegt og þess ógetið í fréttamiðlum þeirra. Aðal frétt þess fréttamiðils í vikunni var væntanleg fjölgun kínverskra frettamanna til landsins. Maður spyr sig einning hvort það sé vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra við Samtök verslunarinnar, tengt auglýsingatekjum RÚV?
Nei, núna eru fyrirtæki í eigu afurðarsöl bændanna sjálfra a.m.k. að sá eiturplöntum í akrana sína.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn