Laugardagur 17.02.2024 - 18:12 - FB ummæli ()

Sjálflægur þankagangur gamlingja á Ströndum.

Gæti verið mynd af arctic

Hólmavík 17. febrúar 2024

Í lok 19. aldar fluttu/flúðu um 15.000 Íslendingar til Vestursheims. Um 20 % þjóðarinnar frá þá fátækasta landi Evrópu. Um 20% þjóðarinnar höfðu þegar látist áður af völdum hungurs, smitjúkdóma og hamfara hverskonar öldina áður og síðarn í byrjun 20 aldarinnar. Ungbarnadauðinn var hvað skelfilegastur. Sagan og annálar geyma þessa sögu vel og sem ég hef aðeins kynnt mér hér á Hólmavík og Ströndum sl. rúman aldarfjórðung. Spjallað við gamalt fólk sem man tímanna tvenna. Frásagnir af lífinu á Ströndum áður en svokölluð velferð fór að blómsrta á Íslandi, tengt jafnvel tveimur heimstyrjöldum og við fengum að mestu að vera í friði ognutum jafnvel góðs af. Sterk skynjun á þróun mannlífsins á Ströndum og þó ég geti aldrei kallast Strandamaður sjálfur. Hins vegar reglulegur gestur og starfið mitt að veita heilbrigðisþjónustu eins og best má vera úr litlu og ég hef oft skrifað um áður.
Á síðustu áratugum hefur Íslendingum fjölgað aftur um 20% vegna aðfluttra og flóttafólks erlendis frá. Vísir má segja að fjölmenningarsamfélagi sem styrkir einsleitt þjóðfélag, menningarlega og atvinnulega. Við erum eftir sem áður bara lítil örþjóð sem búum á harðbýlu landi. Nauðsynleg innviðauppbygging á mesta góðæristímabili Íslandssögunnar í upphafi 21. aldarinnar var látin sitja á hakanum. Nú eru gömlu fúnu innviðirnir víða að bresta og daglega eru í fréttum, m.a. í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Heilbrigðiskerfið vil ég segja að sé víða að hruni komið og sem formaður ljósmæðrafélagsins lét líka hafa eftir sér í vikunni í fréttum á RÚV. Löggæslan stendur höllum fæti og menntakerfið sveltur. Ríkisfjármálin í erfiðri stöðu og niðurskurður blasir við.
Ferðaþjónustan sem hefur haldið uppi þjóðartekjum sl. áratugi stendur á veikum grunni, m.a. vegna óöryggis í ferðamálum í heiminum. Ný atvinnugrein sem skapað hefur ómælt álag á heilbrigðiskerfið og sem komið var að þolmörkum. Aðeins þurfti síðan einn heimsfaraldur veirusýkingar til að leggja hana og þjóðfélagið allt á hliðina svo árum skiptir. Kostnaður sem af hlaust sem hlutfall landsframleiðslu var hvergi hærri í hinum vestræna heimi. Sjálfbærni íslensk landbúnaðar hefur staðið höllum fæti, aðalega vegna erlendra markaðsafla og sem geta snögglega brugðist. Gull sjávar, sjávarútvegurinn, er sýnd veiði en ekki alltaf gefin og silfur jarðar, heita vatnið og raforkuframleiðsla, miklum takmörkunum háð og kemur ekki til með að anna eftirspurn almennings í framtíðinni.
Í dag eru um 4000 Íslendingar landflótta í eigin landi vegna eldgosa á Reykjanesi sem engan enda sér á að ljúki á næstu áratugum og sem geta teygt sig að sjálfu höfuðborgarsvæðinu. Mikill húsnæðisskortur hafði þegar verið viðvarandi vandamál og unga fólkið oft á hrakhólum.
Hversu aflögufær erum við Íslendingar í dag að teknu tilliti til innviðanna að taka við allt að óheftum straumi flóttafólks frá hörðum og því miður víða versnandi heimi eins og aðstæður eru á Íslandi í dag? Hvar liggja þau mörk við þúsundin eða tugþúsundin og hvaða áhættu vill þjóðin taka þegar svo margt þarf hér að bæta og laga? Til að geta gefið þurfum við að eiga. Eins ef við vonandi á annað borð gætum gefið okkur þá dýrmætu gjöf að tryggja afkomendum okkar gott þjóðfélag að búa í náinni framtíð. Í dag skilgreinum við það sem vestrænt velferðaþjóðfélag, svipað og á hinum Norðurlöndunum. Í versta falli samt og vonandi mikið betra þjóðfélag en var fyrir aðeins rúmri öld síðan. Þegar Íslendingar voru í svipuðum sporum og hrakinn heimur er í dag.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn