Laugardagur 04.05.2024 - 17:44 - FB ummæli ()

Nafnar á Ströndum og þjóðarspegillinn góði

Engin lýsing tilSl. ár hef ég reglulega hitt nafna minn á Ströndum og jafnvel fylgst með afkomendum hans taka fyrstu flugtökin. Í morgun sem oftar þótt í meiri fjarlægð sé. Virðulegri fugl finnst vart, jafnvel um víða veröld. Heldur sig frá öðrum og passar vel upp á sitt. Í læknisstarfi hér á Ströndum í rúman aldarfjórðung hef ég að mestu verið einn. Gefist mikið ráðrúm að hugsa minn gang og þjóðfélagsins alls. Ekki bara tengt heilbrigðiskerfinu og sem er kapituli út af fyrir sig, heldur meira mannlífinu og tengsl þess við náttúruna. Um þessa þætti hef ég svo sem skrifað oft áður.

Í gærkvöldi í aðdraganda forsetakosningar fylgdist ég með kappræðum í sjónvarpssal og var ágætur fyrir þær sakir að þöggunartilburðir RÚV ohf. á almennri þjóðfélagsumræðu voru víðs fjarri og allir frambjóðendur sem stefna að æðsta embætti Íslands fengu að viðra óhindrað sín sjónarmið. Suma þekkti maður ágætlega til en annarra ekki eins vel. Þetta er lýðræði.

Ég er auðvitað enginn haförn sem er jú konungur fuglanna, heldur embættismaður sem er nátengdur vitneskju um mestu veikleika okkar þjóðlífs. Ætti að kallast einskonar vaktari og sem ég tel mig vera. Ótal pistla hef ég skrifað um það sem mér hefur fundist miður ganga í mannlífinu. Oft um miklar breytingar sem orðið hafa nútímavæðingu hverskonar og lífsskilyrðum í okkar fallega landi. Á Ströndum tvíeflist maður allur í tímaspeglinum, það sem var og er orðið. Innviðauppbyggingu er oft talað um, en sem í mínum huga tengist oft innviðaeyðingu. Meira óöryggi í atvinnuháttum og þjónustu. Hvergi speglast þetta betur en í svokölluðum brothættum byggðum landsins og þar sem einu úrræði til atvinnu tengjast í vaxandi mæli túrisma, stóriðju eða fiskeldi í fjörðunum okkar. Allt sem tekur sinn toll af náttúrunni og menningunni.

Vissulega hefur mikið breytts með svokölluðu fjölmenningasamfélagi og þar sem um 20% Íslendinga eru nú aðfluttir erlendis frá, frá mörgum ólíkum löndum og af mismundandi ástæðum í stríðshráðum heimi. Spurningin þar er mest hvernig við aðlögum okkur að þeim og þeir að okkur. Stöðu íslensk samfélgas og sem við viljum sem mest standa vörð um. Breytingarnar gerast bara svo hratt. Annað sem stendur mikil ógn að, jafnfram að eiga að þjóna okkur er net- og tölvuvæðingin.

Í náttúrunni eru engin vistkerfi í sögunni sem standast sambærilegar breytingar án þess að fórna miklu. Rafræn samskipti eru alls ekki sama og samskipti augnliti til augnlits og við sem lífverur höfum þróast til hundruð þúsunda ára. Á hálfri öld eru samskiptin að megninu til gjörbreytt. Tímaleysið eins og við upplifum það samt aldrei meira. Hvernig við eyðum frístundum, veikari. Tölvu- og samfélgasmiðlarnir aldrei samt sterkari og sem móta okkar væntingar og hegðun í mjög svo vaxandi mæli.

Persónufriðhelgin er jafnfram fótum troðin á margan hátt. Samkvæmt nýjustu fréttum hafa 6% þjóðarinnar verið hakkaðir í mismiklum mæli á netinu. Aukningin er gígantígsk á allra síðustu árum. Netöryggið þannig stöðugt veikara og bankaviðskiptin ótryggari. Peningar streyma jafnvel með peningaþvætti úr bönkunum til þjófa erlendis.

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar kom fram í kappræðunum í gærkvöldi með skýra sýn á þessi mál varðandi vaxandi fjölda brota á persónufrelsi og netöryggi. Stjórnmálamennirnir hafa ekki látið þessi málefni sig mjög miklu varða. Það hefur hún gert í sínu embætti sl. 8 ár – og með hennar tilstuðlan og embættis hennar er von á nýju lagafrumvarpi sem á að skerpa á örygginu í dag. Sama gildir með heilsufarsupplýsingar sem margir falast eftir. Sumir með einstaklingsmiðaða heilsuvernd í huga og kortlagningu erfðaefnis okkar að markmiði. Margt sem getur valdið meira kvíða og óöryggi en til bættrar heilsu þegar upp er staðið og ekki farið varlega með jafnvel svokölluð vísindagögn.

Helga sagði að sem forseti og ef hún yrði kosin til þess embættis, myndi hún nýta sína þekkingu og áhrif til að standa fyrst og fremst vörð um persónufrelsið/persónuvernd og jafnræðið í íslensku þjóðlífi. Hver vill ekki eiga slíkan forseta á tímunum sem nú við lifum. Persónufrelsið er svo nátengt þjóðfrelsinu og sem er okkur flestum heillagt. Á Ströndum og þar sem maður lítur ofan í Steingrímsfjörð og sér örninn, konung fuglanna,  speglast í yfirborðinu, vin minn til margra ára, er eins og maður sjái aðeins glitta í þjóðarspegilinn langt aftur í tímann. Hvar okkar mesta virðing liggur fyrir náttúrunni og sjálfu þjóðlífinu.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn