Við segjum stundum börnum ævintýri og hvernig konungssonurinn leystist úr álögum þegar prinsessan kyssti dauða svaninn í sögunni um Dimmalimm. Ekki það að í dag væru sennilega aldrei skrifuð ævintýri eins og Muggur gerði þegar hann skrifaði eitt frægasta ævintýri nokkurs Íslendings, Dimmalimm (1921). Sagan segir að hann hafi hugsað sér svaninn sem tákngerving íslensku þjóðarinnar sem var undir álögum Dana og kossinn hafi verið sjálfstæðisbarátta okkar Íslendinga og sigur til fullveldis, þótt opinbera sagan hafi átt sér einfaldari skýringar enda Muggur búsettur í Danmörku. Enginn myndi heldur þora að kissa dauðan fugl í dag af hræðslu við að smitast af fuglaflensu.
H3N2 stofninn (vetrarinflúensan sem nú er í gangi) er mjög smitnæmur sjúkdómur milli manna, og inflúensan almennt eins meðal anarra dýra. Erfitt er að fullyrða um smitmöguleika milli þessara lífvera sín á milli. Frá mönnum í dýr eða öfugt, frá t.d. fuglum og köttum í menn. Oft þarf aðeins litla genabreytingu/stökkbreytingu (antigen drift or shift) svo það verði. Oftast er manneskjan lokahlekkurinn meðal spendýra. Svínainflúensan 2009 (N1H1 – sami grunnstofn og olli spænskuveikinni 2018) er talin mögulega kominn frá svínum – áður etv. frá fuglum og í svínin. Út braust heimsfaraldur þannig þegar svínainflúensustofninn hafði undirgengist „antigen drift“ og fór þá að vera mjög smitnæmur milli manna. Nýir stofnar geta eins alltaf komið upp og sagan sannar.
Fuglaflensustofninn nú er að stofni H5N5 og sem ekki hefur greinst í köttum áður í heiminum, fyrr en nú á Íslandi fyrir jól og aftur nú nýlega. Sá stofn hefur heldur enn sem komið er ekki orðið smitnæmur milli manna. Það gæti gerst með meiri breytinu antingen shift- þ.e. stökkbreytingu væntanlega -eða með samblandi erfðaefnis veira sem sýkt hefur einstakling á sama tíma, þ.e. vetrarflensunni (H3N2) og fuglaflensusmiti (H5N5)
Fólk getur orðið mjög alvarlega veikt ef smitast beint frá fugli eða ketti sem er alltaf möguleiki þótt ólíklegt sé að það smit dreifist milli manna í byrjun. Dánarhlutfall er þá allt að 50%!
Nú bíðum við eftir endanlegri stofngreiningu á inflúensunni sem drepur gæsirnar í Vatnsmýrinni – Væntanlega H5N5 og hefur fyrir verið að greinast hér á landi einkum í gæsum og álftum í vetur og því vonandi sami stofninn. Sá stofn er hinsvegar einnig farinn að smita ketti hér á landi sem er einstakt á heimsvísu og því mögulegt að fari að styttast í mannainflúensu og þar með nýjum heimsfarldri (ólíkt verður samt að teljast að það gerist á litla Íslandi, en maður veit ekki!) Og eins og áður sagði hefur H5N5 stofninn ekki greinst í köttum annar staðar í heiminum, sem nánr tiltekið er með mótefnavakan N5 og sem er mjög sérstakt.
Ráðlegg því fólki sem er með veikan kött á heimilinu og sem haft hefur áður frjálsa útigöngu, en sem fær síðan ILI (inflúenslík einkenni) að það láti taka PCR póf (svipað og gert var í Covid19 faraldrinum). Svar gæti verið komið degi síðar. Eins er auðvitað skynsamlegar að hefta frjálsa útigöngu katta tímabundið strax eins og reyndar yfirvöld mæla með í dag.
https://www.cdc.gov/flu-in-animals/index.html