Fimmtudagur 27.03.2025 - 17:19 - FB ummæli ()

Mótefnaaðgerð gegn RS veirunni – ekki bólusetning.

Fréttir undanfarið ekki síst hjá fréttastofu RÚV https://www.ruv.is/…/2025-03-27-4500-ungborn-fai… um væntanlegar bólusetningar hjá ungbörnum gegn RS veirunni er mjög svo misvísandi enda ekki um eiginlega bólusetningu að ræða. Sennilega er Falsfréttanefnd ríkisstjórnarinnar sem stofnað var til í heimsfaraldri Covid 19 (mtt réttrúnaðar stjórnvalda og gegn upplýsingaóreiðu), sofandi.
Í væntanlegum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda og sóttvarnalæknis er hins vegar fyrirhuguð mótefnameðferð fyrir ungbörn, sem flokka mætti helst undir blóðlækningar hér áður fyrr. Gefin eru mótefni til tímabundinnar varnar, en ónæmi ekki komið á til lengdar eins og alltaf er stefnt að með bólusetningum (vaccination) eða með náttúrulegu smiti. Því fæst aldrei varanleg vörn með gefnum tilbúnum mótefnum eingöngu og þegar hvorki frumubundið ónæmi eða myndun eigin mótefna gegn veirum, er ekki virkjað. Mótefnagjöf getur hins vegar hjálpað yngstu börnunum gegn alvarlegustu afleiðingum RS veirunnar tímabundið og því til mikils að vinna. Allar ónæmisaðgerðir hvor heldur er með tímabundnum mótefnum eða bólusetningu (vacciantion) eru kallaðar ónæmisaðgerðir (immunization). Tímabundin meðferð með mótefnum eingöngu getur því aldrei talist bólusetning.
Mikilvægt er að útþynna ekki hugtakið -bólusetningar- sem er ein mikilvægasta heilbrigðisaðgerð okkar almennt séð í dag, ekki síst fyrir börn. Forðast ætti upplýsingaóreiðu eftir fremsta megni um okkar mikilvægustu sóttvarnaraðgerðir, bólusetningarnar og þar sem óreiða er nóg fyrir (meðal annars með slæmri þátttöku í mislingabólusetningum barna, MMR).
Skrifað áður um mótefnalækningar sem gengur undir skilgreiningu á blóðlækningum hér áður fyrr.
 „Blóðvatn nær aðeins til takmarkaðrar tímabundnar meðferðar og er byggð á grunnfræðum ónæmisfræðinnar eins og við skiljum hana í dag, með tímabundinni virkni mótefna (monoklónal) í blóðvatni (sermi) sem annar sýktur hefur framleitt sjálfum sér til varnar (maður eða dýr, t.d. apar eða hestar)), en sem skapar ekkert ónæmisminni hjá þeim sem fær. Blóðvatnslækningar voru reyndar í lækningu á Barnaveikinni (Diptheria), þeim skelfilega smitsjúkdómi, fyrir meira en öld síðan, en sem flest börn eru nú bólusett gegn með varanlegri vörn (bólusetningu með sjálfu smitefninu (veirur og bakteríur) og sem stuðlar síðan að mótefnaframleiðslu sem eitilfrumur líkamans framleiða sjálfar).“

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn