Í dag höfum við mest þörf fyrir hugarró og hvíld að mínu mati enda stress og kvíði alsráðandi í þjóðfélaginu. Hver hefur til dæmis á móti að dveljast nokkra daga í paradís eða jafnvel í konungshöll á miðöldum ef þess væri kostur? Listaverk hverskonar upp um alla veggi og hámenningin alsráðandi. En ekki lengi og frekar vil […]
Á stjörnubjörtum himninum í algjöru tómarúmi. Einn meðal allra stjarnanna og himingeimurinn út af fyrir mig. Getur það verið að eftir aðeins nokkra mínútna göngu að þá að þá hafi ég sagt mig skilið við mannheima? Brakið í þurrum snjónum á göngunni og svarta myrkur. Ekkert tungl en samt svo bjart. Hvaðan kemur öll þessi […]
Eitt af því leiðinlegasta sem ég geri er að sitja fundi þar sem allt er fyrirfram ákveðið. Frekar verið að boða en leita ráðgjafar og samráðs. Ég sjálfur óska þess heitast að til mín sé leitað eftir ráðgjöf, sérstaklega í þeim efnum sem sérfræðiþekking mín nýtist best. En áhuginn virðist oft takmarkaður og sennilega er […]
Nú er kominn tími að snúa við blaðinu. Ræða eitthvað uppbyggilegt og gott. Eitthvað einfalt og fallegt, stórt og ævintýralegt. Segja börnunum sögur. Barlómur hefur tröllriðið þjóðinni síðastliðin tvö ár og það er rétt eins og sumir segja í dag. „Það er komið nóg“. Með neikvæðninni endalaust eyðileggjum við okkur innan frá. En hver […]
Í gærkvöldi var minnst á lífsfyllingu hér á eyjublogginu hjá Jónu Ingibjörgu. Stórfengleg ferð á suðurpólinn var sérstaklega tilnefnd. Ekkert síður allur undirbúningurinn og áhugamálið en ferðin sjálf. Eitthvað sem gæfi lífinu lit þegar skyldum sleppir. Eða eitthvað annað þarna á milli, eins og kom upp í hugann hjá mér í gærkvöldi. Ferð á dimmri nóttu […]
Flestir hafa einhvern tímann haft gaman af því að púsla. Fyrst með stórum kubbum og síðan litlum þar sem heildarmyndin getur orðið ansi stórfengleg að lokum. Eftirvænting ríkir að leggja til síðasta kubbinn og heildamyndin verður loks skýr og falleg. Oft tekur mikið á þrautseigjuna og þolinmæðina. En það tekst að lokum og maður fyllist […]
Í seinni tíð hef ég ekki verið mjög glöggur á að muna númer eða tölur enda oft kolruglaður í öllum þeim leyninúmerum sem ég þarf að kunna. Eitt númer kemur þó reglulega upp í hugann og ég gleymi aldrei. Það er PT 109 Sjö ára gamall fór ég í Nýja bíó og sá myndina PT 109 um tundurskeytabátinn fræga, sem […]
Ein af mikilvægustu þörfum mannsins er að geta unnið fyrir sér og sínum. Enginn er sæll sem þarf bara að þyggja frá öðrum en á sama tíma er samhjálpin mikilvægasti hlekkurinn í velferðarsamfélaginu. Nokkuð sem skilur okkur frá þróunarríkjunum og fornöldinni. Nokkuð sem hefur verið mikið til umræðu þegar fjórða hver fjölskylda er hvort sem […]
Lágt testósterón og hátt kólesteról virðist geta verið hættuleg blanda. Ný rannsókn um efnið sýnir verndandi þátt testósteróns (karlkynshormónsins) gagnvart kransæðadauða hjá karlmönnum sem eru með staðfestan kransæðasjúkdóm. Um 20% karlmanna yfir 60 ára hafa lækkað frítt testósterón í blóði svo niðurstöðurnar vekja að vonum mikla athygli. Greint var frá niðurstöðunum í nýjasta hefti læknatímaritsins HEART í vikunni. Niðurstöðurnar vekja […]
Hvert okkar er einstakt en við myndum fjölskyldur sem ganga saman gegnum sætt og súrt. Í andlit hvers okkar er greypt saga sem fylgir okkur alla ævi, oft saga sem er aldrei sögð en mótar okkur samt og þroskar fyrir lífstíð. Samspilið innan fjölskyldunnar skipir okkur þannig mestu máli. Lífskjör okkar og menntun er að lokum síðasta tækifærið […]