Listin eins lífið er sífelt að koma manni skemmtilega á óvart. Síðastliðið föstudagskvöld var farið á vídeóleiguna til að ná í barnaefni fyrir barnabörnin, en um leið tekinn diskur fyrir okkur eldra fólkið enda ekkert sérstakt í sjónvarpinu. Fyrir valinu varð, með semingi að minni hálfu, myndin Mamma Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson. Í sjálfu sér […]
Hver kannast ekki við það að þurfa að ganga einstaka sinnum í myrkri? Oftast er það heima við þar sem við þekkjum vel aðstæður og ekkert kemur á óvart. En stundum erum við á ókunnum slóðum og verðum að treysta á önnur skilningarvit en sjónina og þá fálmum við fram fyrir okkur í þeirri von […]
Sennilega endurspeglast sjaldan jafn vel tengsl sálarinnar við líkamann og þessa daganna. Sállíkamlegir sjúkdómar er stór hluti þeirra kvilla sem við heimilislæknar fáumst við dags daglega. Spenna, kvíði og þunglyndi sem birtist í álagseinkennum hverskonar og myndgervingu líkamlegra kvilla frá vöðvabólgu til gerviþungunar. Það sem er sérstakt við stöðuna í dag er að sífellt fleiri […]
Í dag, 18. nóvember er Evrópudagur til áréttingar um rétta notkun sýklalyfja og áminningar um vaxandi sýklalyfjaónæmi. Mikill skilningur hefur áunnist í þýðingu sýklalyfjaónæmis tengt mikill sýklalyfjanotkun í þjóðfélaginu, ekki síst hér á landi þar sem ástandið er orðið grafalvarlegt. Sýklalyfin hafa verið notuð óspart á vesturlöndum og nú nálgumt við óðfluga þann tíma sem var fyrir tilkomu […]
Í gamla daga var það hluti af sveitamenningunni að fá kaffimjólk með sykri og ekki var verra að fá kringlu til að dýfa ofan í. Kaffiuppáhellingin var eitt af skyldustörfunum heima í húsi sem maður gekk undir með glöðu geði. Alltaf man ég eftir kaffirótinni, þeirri lúxus vöru sem ég þá taldi að kaffibætirinn væri, í rauðu […]
Fátækt er afstætt hugtak, að minnsta kosti ef við hugsum um fátækt hér á landi miðað við fátækt eins og hún gerist verst úti í hinum stóra heimi. Fátækt er engu síður alltaf sár hvernig svo sem við skilgreinum hana og hlýtur alltaf að miðast við þær grunnþarfir sem við sjálf skilgreinum í þjóðfélaginu. Það […]
Hlutirnir ganga oft einkennilega fyrir sig á eyrinni. Það sem þótti sjálfsagt áður er bannað en það sem var bannað þykir orðið oft sjálfsagt. Eða skulum við segja látið viðgangast. Hroki og valdabarátta, virðingarleysi og ójöfnuður hvers konar. Þetta sjáum við í daglegri umræðu og aldrei betur en í uppskurðinum nú eftir hrunið. Þvílíkt lán sem hrunið var […]
Í dag höfum við mest þörf fyrir hugarró og hvíld að mínu mati enda stress og kvíði alsráðandi í þjóðfélaginu. Hver hefur til dæmis á móti að dveljast nokkra daga í paradís eða jafnvel í konungshöll á miðöldum ef þess væri kostur? Listaverk hverskonar upp um alla veggi og hámenningin alsráðandi. En ekki lengi og frekar vil […]
Á stjörnubjörtum himninum í algjöru tómarúmi. Einn meðal allra stjarnanna og himingeimurinn út af fyrir mig. Getur það verið að eftir aðeins nokkra mínútna göngu að þá að þá hafi ég sagt mig skilið við mannheima? Brakið í þurrum snjónum á göngunni og svarta myrkur. Ekkert tungl en samt svo bjart. Hvaðan kemur öll þessi […]
Eitt af því leiðinlegasta sem ég geri er að sitja fundi þar sem allt er fyrirfram ákveðið. Frekar verið að boða en leita ráðgjafar og samráðs. Ég sjálfur óska þess heitast að til mín sé leitað eftir ráðgjöf, sérstaklega í þeim efnum sem sérfræðiþekking mín nýtist best. En áhuginn virðist oft takmarkaður og sennilega er […]