Nú húmar að hausti og farið að kólna. Styttist í göngur og fjárréttir um allt land. Þá verður féð flokkað og dregið í dilka. Tími uppskerunnar er runninn upp og mikil eftirvænting er meðal bænda hvernig lömbin koma af fjalli. Hér áður fyrr var óspart beitt í úthagana og féð hafði úr nógu að moða. […]
Nú fer að verða tímabært að kveðja frábært sumar. Töðugjöld hétu hátíðir hér áður fyrr þar sem menn gerðu sér glaðan dag og fögnuðu að hafa komið björginni í bú fyrir veturinn. Mosfellingar hafa haldið upp þessi tímamót með bæjarhátíð sem kölluð er „Í túninu heima“ sem er tilvitnun í fyrstu minningarskáldsögu sveitungans Halldórs Laxness […]
Enn og aftur erum við minnt á innustæðuleysi þess sem við töldum okkar traustustu stofnanir. Þetta á meðal annars við um flestar fjármálastofnanir í dag. Sorglegasta dæmið er þó stofnun sem var treyst til að sjá um auðlind höfuðborgabúa og orkudreyfinguna. Stofnun sem fékk allt upp í hendurnar og sem sat á gullkistu en sem nú er orðin að einum mesta skuldaklafa almennings. Skuldir sem hanga […]
Trúin er heilög og einstaklingsbundin. Íslenska þjóðkirkjan er samnefnari þess sem almenningur trúir á og hefur trúað á. Til þess að geta trúað verður maður að treysta, skilyrðislaust. Æðra máttarvald er vanfundið dags daglega en öll viljum við njóta vafans og við tökum þátt í athöfnum kirkjunnar í góðri trú. Ef í ljós kemur að […]
Lyfjastofnun Íslands birti í gær á heimasíðu sinni nýjar upplýsingar um lyfjanotkun á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þótt heildarnotkunin hafi minnkað um 1.2% samanborið við sama tímabil í fyrra, reiknað í magni skilgreindra dagskammta (DDD) að þá hefur verðmæti sölunnar sem eru 13,0 milljarðar króna hækkað um 1,2% milli tímabila, […]
Ringt hefur öll ósköp um helgina. Það breytir ekki þeirri staðreynd að fara verður með hundana í göngutúrinn sinn. Rokið bættist svo við í gær og óneytanlega kom haustið upp í hugann. Á regndögum breytist allt og allt verður drungarlegra. Það er eins og tíminn standi líka í stað og allt verður svo ósköp hversdagslegt þótt […]
Skildum við Íslendingar þurfa að fá hjálp frá Evrópusambandinu til að ráða niðurlögum ofurbaktería hér á landi eins og við þurftum hjálp Dana til að ráða niðurlögum bólusóttar fyrir rúmlega tveimur öldum síðan þegar við vorum undir þeirra forræði? Eða höfum við burði til að ráða við vandamálin á eigin forsendum? Margt gott hefur verið […]
Ofurbakteríur hafa verið til umfjöllunar í heimsfjölmiðlunum og hér heima á Vísi.is og Fréttablaðinu í morgun vegna nýs afbrigðis af sýklalyfjaónæmi sem er bundið við ákveðna ensímvirkni. Erfðaefnið sem ákveður slíka virkni getur borist á milli bakteríustofna, jafnvel stofna sem eru hvað algengastir að valda sýkingum í þjóðfélaginu og sem smitast auðveldlega á milli manna. Allir sjá hvað vandamálið er […]
Allir þekkja sögu fjarskipta þar sem morsið gegndi veigamiklu hlutverki, ekki síst þegar koma þurfti nauðsynlegum upplýsingum hratt og örugglega til skila. SOS morsið er sennilega frægasta ákallið um hjálp sem þarf að berast tafarlaust. Í sveitinni í gamla daga þurfti bóndinn alltaf að fylgjast með skeytunum nokkrum sinnum á dag, „taka skeytin“ og átti þá við […]
Mikið ósköp væri gaman að geta gert eitthvað svaka skemmtilegt og ævintýralegt, eins og t.d. skreppa í nokkra daga siglingu með skemmtiferðaskipi eins og hér sést og sem kom í heimsókn til okkar í Hafnarfjörðinn snemmsumars. Svona eins og einn hring kringum landið svo ég tali ekki um hnattsiglingu. Það vill svo skemmtilega til að glugginn á skrifstofunni […]