Það veit á gott á sumar þegar það frýs saman við vetur eins og gerðist í nótt. Náttúran hefur ekki brugðist okkur í vetur og sýnt allar sínar hliðar. Við fáum allan skalann og þurfum ekki að kvarta, en sem komið er a.m.k.. E.t.v. er það þess vegna sem við leyfum okkur svo margt, eins […]
Verulega ber að hafa áhyggjur af atgerfisflótta íslenskra lækna ef marka má áhuga þeirra á að vinna erlendis í fríum, til lengri eða skemmri tíma. Þetta kom meðal annars fram í hádegisðviðtali við Birnu Jónsdóttur, formanns Læknafélag Íslands í fréttatíma RÚV í gær. Uppsöfnuð frí, m.a. vegna mikillar vinnu á vöktum eru ætluð til að taka sér […]
Endalausar fréttir eru nú á erlendum fréttastöðvum hvernig Ísland heldur Evrópu í heljargreipum eftir dómsdaginn fræga í síðustu viku. Ástandið hefur ekki verið alvarlegra á friðartímum hvað samgöngur snertir. „Og himnarnir urðu dökkir sem nótt á miðjum degi“. Reiði guðs hefði verið sagt á tímum gamla testamentisins eins og þegar syndarflóðið varð. Eins og þá […]
Það er alveg ljóst að við Íslendingar vorum ílla lesnir í viðskiptafræðum og siðfræðinni og ætlum okkur um of úti í hinum stóra heimi. Eftirlitsstofnanir brugðust og almenningur nennti ekki að hugsa. Allt þetta kemur fram í „svörtu“ rannsóknarskýrslu Alþingis um íslenska efnahagsundrið og hrunið sem lögð var fram í dag. Sennilega hefur eitthvað vantað á grunnfræðin og […]
Það eru váleg tíðindi þegar fréttir berast af því að unglæknar sjá sér ekki lengur fært að vinna á háskólasjúkrahúsi landsins. Slegið hefur verið upp eftir forsvarsmönnum LSH staðhæfingunni „Getum þolað þetta lengi“ í ríkisfjölmiðlinum, RÚV. Stétt gegn sömu stétt sem verður að heyra fátítt í kjaradeilum hér á landi. Má ætla af þessum orðum […]
Ótrúlega lítið hefur verið rætt um hvað nýju gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eiga að heita. Sumir vilja bíða og vilja sjá hversu stórt gosfjallið verður að lokum. Stungið hefur verið upp á heitinu Skjaldborg sem mér finnst gott nafn og nafn við hæfi á miklum tímamótum í Íslandssögunni. Fátt hefur verið meira rætt sl. misseri en hvernig […]
Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Siv Friðleifsdóttir alþingiskona ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um að tekin verði upp pneumókokkabólusetning fyrir ungbörn á Íslandi. Vandamálið sem þetta tengist er mjög stórt og skýrir t.d. meirihluta af öllum komum barna til lækna. Oft hefur mér verið tíðrætt um heilsu barna hér á blogginu […]
Um daginn ætlaði ég að kaupa jarðaber fyrir konuna mína til að skreyta afmælistertu. Sex jarðarber í bakka kostuð 800 kr. Ég lét þau eiga sig og konan sleppti að skreyta marenskökuna en sem því miður jafnframt dró þá úr hollustu hennar og fegurð. Rétt og gott mataræði er einn mikilvægasti þátturinn í að viðhalda góðri heilsu. Þarna […]
Nú á 250 ára afmæli Landlæknisembættisins sem haldið var upp á í gær, er rétt að minnast á það brautryðjendastarf sem það var, að gera læknisþjónustuna í fytsta skipti aðgengilega á Íslandi. Fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson læknir tók til starfa 1760 og var jafnframt eini læknirinn á landinu til að byrja með. Læknisfræðin var auðvitað frumstæð […]
Þunglyndi og kvíði fullorðinna hefur einnig verið mikið til umræðu eins og hjá börnum, ekki síst síðustu misseri tengt fjárhagsáhyggjum hverskonar. Oft er um að ræða tvær hliðar af sama vandamáli og þá stundum kallað kvíðaþunglyndi. Aðrir geta verið með afmarkaðri kvíðavandamál, t.d. fælni. Fyrir utan þjóðfélagsleg úrræði sem nú er loks að glytta í hefur læknisfræðin upp á ýmislegt að […]