Þriðjudagur 20.04.2010 - 13:35 - FB ummæli ()

Áhyggjur formanns Læknafélags Íslands

doctor overloadVerulega ber að hafa áhyggjur af atgerfisflótta  íslenskra lækna ef marka má áhuga þeirra á að vinna erlendis í fríum, til lengri eða skemmri tíma. Þetta kom meðal annars fram í hádegisðviðtali við Birnu Jónsdóttur, formanns Læknafélag Íslands í fréttatíma RÚV í gær. Uppsöfnuð frí, m.a. vegna mikillar vinnu á vöktum eru ætluð til að taka sér frí og hvílast en ekki til að vinna erlendis þar sem þó nóga atvinnu er að fá fyrir allt að helmingi hærri laun. Umræða um mikið vinnuálag á Slysa- og bráðamóttöku LSH hefur einnig verið til umræðu hér á Eyjunni nýlega. Með mikilli vinnu til lengdar er hætta á ofþreytu og útbruna auk þess sem aukin hætta er á mistökum í stafi. Mikið vinnuálag unglækna sem hafa sett fjölskyldugildin ofar launakjörum eru samt eftirtektarverð, ekki síst fyrir eldri lækna sem hafa aldrei gert neitt annað en að vinna. En við hverju er að búast þegar menn koma seint inn á vinnumarkaðinn, jafnvel á miðjum starfsaldri, með andvirði allt að húseignar á bakinu í námslánum en án nokkra eigna. Þá er auðvitað ljóst að menn verða að vinna þótt kaupið sé lágt. Reikna má með, jafnvel í kreppu, að fáir háskólamenntaðir með allt að 12 ára sérnám að baki séu tilbúnir að vinna þungt og ábyrgðarmikið starf  þar sem mannlífin geta verið í húfi fyrir 2000 kr á tímann eftir skatta á kvöldin, um helgar og á nóttunni. Þá væri tímanum e.t.v. betur varið í annað, nema af því skuldarbirgðin kallar. Yngri læknar einfaldlega verða að vinna mikið m.a. til að borga námslánin. Stjórnvöld hafa gegnið á lagið og nýtt sér þess eymd lækna og ódýrt vinnuafl þeirra á kvöldin og um helgar um árabil. Stýringin er og hefur verið í ólestri um árabil þar sem höfuðáherslan hefur verið á vaktþjónustuna þar sem jafnvel sérgreinum er att saman í samkeppni um sjúklinga á kvöldin og um helgar. Þetta er gert til að fá þjónustuna sem ódýrasta en því miður með skammtímasjónarmið í huga. Í staðinn ætti auðvitað að byggja upp öfluga heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu á daginn eins og erlendar klínískar leiðbeiningar gera ráð fyrir, ekki síst með langtímasparnaðog hagræðingu í huga fyrir allt þjóðfélagið. Á þetta hefur verið bent í mörgum færslum á blogginu mínu. Reyndar getur fjölbreytni í starfi læknis svo sem vinna á ólíkum stöðum komið að einhverju leiti í veg fyrir kulnun en fjölskyldutengslin verður samt rækta til lengdar.

Þótt stjórnvöld vilja meina að læknar á Íslandi séu í dag nokkuð margir miðað við mörg önnur lönd að þá vantar mikið upp á að fjöldi þeirra í ákveðnum sérgreinum svo sem í heimilislækningum standist samanburð við t.d. Norðurlöndin. Mikil eftirspurn er t.d. á sérmenntuðum heimilislæknum erlendis á miklu betri kjörum en þekkist hér á landi enda um dýrmæta sérþekkingu að ræða. Stofnuð hefur verið ráðningarskrifstofa, Hvítir sloppar til að hafa milligöngu og auðvelda ráðningu lækna erlendis. Nú er svo komið að sumar heilsugæslustöðvar eru komnar með héruð í fóstur erlendis ef svo má segja enda hafa heimilislæknar jafnvel verið hvattir til að taka sér launalaus leyfi til að spara í launakostnaði Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Kjör heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu hafa enda verið skorin niður um fimmtung  frá því sl. vor og frekari niðurskurður verður í sumar þegar síðdegismóttökur heilsugæslustöðvanna loka og sjúklingum verður bent á að leita í vaxandi mæli á Læknavaktina, Barnalæknavaktina og Slysa- og bráðamóttöku LSH með bráð erindi. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Læknafélag Íslands, Gunnar Ármannson bent einnig á fyrir ári síðan á þá hættu sem felst í landsflótta íslenskra lækna en sem stjórnvöld hafa viljað þráast að viðurkenna. Löngu er tímabært að höfuðborgarbúar spyrji sig hvaða og hvernig læknaþjónustu þeir vilja í framtíðinni og hvernig þeir vilja hlúa að þeirri þjónustu sem þegar er?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn