Fimmtudagur 22.04.2010 - 14:36 - FB ummæli ()

Skín við sólu…

eriosch7Það veit á gott á sumar þegar það frýs saman við vetur eins og gerðist í nótt. Náttúran hefur ekki brugðist okkur í vetur og sýnt allar sínar hliðar. Við fáum allan skalann og þurfum ekki að kvarta, en sem komið er a.m.k.. E.t.v. er það þess vegna sem við leyfum okkur svo margt, eins og að við séum að reynum að fylgja náttúrunni eftir í öfgunum. Fjármálalífið frýs en eldfjöll og jöklar gjósa. Langtímaafleiðignar mannlegs harmleiks og efnahagshrun heillar þjóðar jafnar sig þó tæplega á einni mannsævi. Sá tími samt stuttur í öðrum samanburði og minnir okkur á við erum hér á jörðu aðeins eins stuttri og góðri heimsókn. En við viljum að ferðalaginu ljúki vel og að börnin okkar séu reynslunni ríkari. Við erum nú vonandi öll þroskaðri sem þjóð. Vorið er komið, tími vonar og barnanna okkar. Vonandi eiga sem flest börn kost á að kynnast sveitinni sinni aðeins betur. Hún græðir öll sár. Útiveran er síðan öllum holl, bæði á sál og líkama.  Gleðilegt sumar.

Skín við sólu Skagafjörður skrauti búinn, fagurgjörður.

Bragi ljóðalagavörður, ljá mér orku snilld og skjól!

Kenn mér andans óró stilla; ótal sjónir ginna villa,

dilla, blinda, töfra, trylla, truflar augað máttug sól.

Hvar skal byrja? Hvar skal standa? Hátt til fjalla? Lágt til stranda?

Bragi leysir brátt úr vanda, bendir mér á Tindastól!

(Ljóð: Matthías Jochumsson)

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist · Vinir og fjölskylda

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn