Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Föstudagur 08.12 2017 - 14:35

Jólasteikin á næsta ári?

Mikil umræða hefur verið um matvælaóöryggi tengt nýföllnum dómi EFTA og að flytja megi inn ferskt kjöt til landsins. Mál sem Samtök verslunar- og þjónustu (SVÞ) hefur t.d. barist fyrir og endurtekið er í fréttum 365 miðla. Ekki var í dómnum sérstakt tillit tekið til sérstöðu Íslands vegna smitsjúkdómavarnarsjónarmiða og sem hefur verið laust við marga dýrasmitsjúkdóma […]

Þriðjudagur 28.11 2017 - 16:47

Hin tilbúna gerviveröld – sýklabúin og mósar á íhlutum – í okkur og á.

Sennilega gera ekki allir sér grein fyrir þeim tímamótum sem við stöndum frammi fyrir varðandi öryggi sýklalyfjameðferða okkar og fjallað hefur verið um í síðustu pistlum. Sýklalyfjaópnæmi helstu sýkingarvalda okkar er ein helsta heilbrigðisvá nútímans að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO og sem tengist óhóflegri notkun sýklalyfja. Sýklarnir hafa þróað með sér vörn gegn sýklalyfjaþrýstingnum og eru enn […]

Sunnudagur 26.11 2017 - 08:10

Liggur ferskkjöts-söluspurningin stóra eftir EFTA dómsúrskurðinn, hjá vísindunum eða í markaðshyggjunni?

Það er ekki nema rúm hálf öld síðan sýklalyf fóru að vera aðgengileg og í raun ekki fyrr en í seinni heimstyrjöldinni sem þau voru verksmiðjuframleidd, þá fyrst fyrir hermenn bandamanna okkar. Eitt sterkasta vopnið í heimsvánni á þeim tíma. Rúmlega tíu árum fyrr hafði Alexander Flemming tekist að einangra penicillín úr sveppaskánum og er […]

Mánudagur 20.11 2017 - 12:50

Samfélagsmósar í hráu kjöti og sárasýkingum

Klasakokkar (Staphylococcus aureus) valda langflestum sárasýkingum meðal mannfólks og dýra. Þeir eru hluti normalflóru nefsins hjá flestum okkar. Þúsundir einstaklinga þurfa að leita til Bráðadeildar LSH til sýklalyfjagjafar í æð vegna slíkra alvarlegra sýkinga og þar sem við höfum hingað til getað treyst vel á breiðvirkari penicillín (methicillin) með góðum árangri. Fátt hef ég þakkað […]

Sunnudagur 22.10 2017 - 12:19

Þjóðarspegillinn við Hringbraut?

Eitt alvarlegasta dæmi þöggunar í íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu varðar staðarval á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut og sem var rætt um á opnum fundi samtaka um betri spítala á betri stað (SBSBS) sl. fimmtudag í Norrænahúsinu sem tekinn var upp. Um stjórnsýslu sem ekki hefur svarað málefnalegri gagnrýni  á endurmati, jafnvel þótt grunnforsendurnar séu brostnar. […]

Mánudagur 09.10 2017 - 11:25

Helsjúka heilbrigðiskerfið sem þaggað er stöðugt niður – okkar er nú valið

Fyrir rúmlega tveimur árum skrifaði ég pistil hér á Eyjunni í tilefni baráttu SBSBS (Samtaka um betri spítala á besta stað) á þjóðhátíðardeginum 17. júní 2015 og sem er líka afmælisdagur sonar míns sem er í sérfræðingslæknisnámi erlendis. Ég hafði m.a. áhyggjur af hans starfsumhverfi á Íslandi í framtíðinni. Þöggun, sérstaklega hjá RÚV á nauðsynlegri […]

Laugardagur 23.09 2017 - 16:55

Ósvaraða ráðherrabréfið frá 2009 og ein mesta heilbrigðisógn samtímans

  Í tilefni nýútkominnar skýrslu Landlæknisembættisins um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi manna og dýra, 2016 og tilmæli alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) nú í vikunni vegna einnar mestu heilbrigðisógnar samtímans að þeirra mati, sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvalda mannsins tengt óhóflegri sýklalyfjanotkun, vil ég endurbirta að hluta og annars vísa í ráðherrabréf mitt sem ég skrifaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ögmundi Jónassyni með afriti […]

Miðvikudagur 13.09 2017 - 22:31

Vatnsmýrar-heimaskítsmát

Eftir að leyfi fékkst hjá flugmálayfirvöldum og hönnun þyrlupalls var lokið 2011, var ákveðið (2012) að loka neyðarbrautinni og byggja upp á Valslóðinni. Forsendu fyrir áframhaldandi nálægð við Reykjavíkurflugvöll var jafnframt kippt út úr skipulagi fyrir Nýjan Landspítala sama ár af kröfu Reykjavíkurborgar og sem upphaflega var ein meginforsenda fyrir staðarvali á Hringbraut upp úr […]

Þriðjudagur 29.08 2017 - 11:48

Nýja þjóðarbyrgið okkar!

Kommúnistar og einræðisherrann Enver Hoxha stjórnaði Albaníu með járnhnefa frá 1944-1985. Fólkið svalt, beitt miklu harðræði og heilaþvegið í lokin með kaldastríðsáróðri. Ritskoðun var algjör og í raun aðeins ríkisfjölmiðlar leyfðir sem þóknuðust stjórnvöldum. Þegar Hoxha féll frá var „skilgreind þjóðarsorg“ þótt þjóðin hafi ekki enn borið þessu tímabili bætur, nú 26 árum síðar og […]

Laugardagur 26.08 2017 - 12:05

Allur pakkinn í Albaníu

  Nú í lok ágúst fórum við hjónin í gönguferð á albönsku alpana með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Um einstaka upplifun var að ræða, bæði er varðar göngur í stórbrotnu umhverfi með frábærri leiðsögn og kynningu á lífsstíl, sögu og menningu albönsku þjóðarinnar. Þótt aðeins hafi verið um 10 daga ferð að ræða, náðum við að ferðast […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn