Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Laugardagur 11.10 2014 - 16:38

Hinir útvöldu í Örkina hans Nóa

  Eitt af því sem maður hefur átt síst von á, er að komast á stað sem sagan segir að tengist upphafi mannkynssögunnar og margar frásagnir eru af fyrir utan Biblíuna, m.a. hjá hinum fornu Súmerum, Babýloníumönnum, Alssýringum og í Gilgameshkviðum Mesópótamíumanna. Fornminjum sem tengjast sögum um mesta hamfaraflóð veraldasögunnar og sem er sennilega afleiðing […]

Þriðjudagur 07.10 2014 - 15:54

Gangan á Ararat og reiði guðanna

Síðsumars gekk ég og konan mín á fjallið Ararat í norðaustur hluta Tyrklands ásamt 15 öðrum Íslendingum í gönguhópnum Fjöll og Firnindi. Sannkölluð ævintýraferð á framandi slóðir. Sennilega er fjallið frægast fyrir að vera fjallið sem segir frá í Biblíunni að hafi verið strandstaður arkarinnar hans Nóa og sem sumir telja að finna megi leifarnar […]

Mánudagur 29.09 2014 - 15:23

Alzheimer, ótímabæri vágesturinn í flestum fjölskyldum.

Nú er heldur betur farið að hvessa, enda haustið löngu komið. Alzheimer heilahrörnunarsjúkdómurinn er hins vegar mjög alvarlegur sjúkdómur sem veldur ótimabærri heilabilun hjá fólki, oft á besta aldri (frá um 50 ára) og er sá sjúkdómur sem flestir hræðast hvað mest í nútíma samfélagi. Á Íslandi er sjúkdómurinn 3. algengastur meðal OECD ríkjanna í […]

Miðvikudagur 24.09 2014 - 14:58

Læknaskorturinn og verðmætamatið á Íslandi í dag

Þegar umræða um heilbrigðismál og lækna er farin að snúast um bráðabirgðalausnir í útflutningsgámum á sjálfri Landspítalalóðinni, á sama tíma og hundruð lækna flýja sjálfir nauðviljugir landið til að geta staðið í skilum með námslánin sín og skaffað húsaskjól fyrir fjölskylduna, er mikilvægt að staldra aðeins við og horfa um öxl. Hvað þurfa ópin annars […]

Föstudagur 12.09 2014 - 00:08

Til að almenningur njóti sem best!!!

Hvað hafa þessi orð ekki hljómað oft Í fjölmiðlunum og þingsal Alþingis sl. sólarhring frá þingmönnum sem standa að baki ríkisstjórninni, ekki síst ráðherrum hennar. Hér eiga þeir við aukin ríkisútgjöld á komandi ári vegna vænkandi hags ríkisins og hagvaxtar Íslenska hagkerfisins. Fjötíu milljarðar til handa almenningi í allkyns gylliformum, en þar sem hagur þeirra […]

Þriðjudagur 09.09 2014 - 12:22

Heilsugæsla undir ríkisálögum

Í dag verða ný fjárlög kynnt. Undirritaður getur ekki sagst bíða spenntur eftir að heyra um hlut Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) í ár, frekar en mörg undanfarin ár, og sem hefur endalaust þurft að spara og skera niður. Væntingarnar eru einfaldlega engar í ár. Laun lækna hafa t.d. ekki enn verið leiðrétt að fullu síðan þau […]

Fimmtudagur 04.09 2014 - 18:31

Fingurmeinin okkar í þá daga (Eir V)

Í framhaldi af síðsta pistli um ofnotkun sýklayfja hér á landi um árabil, oft vegna veirusýkinga þar sem sýklalyf virka auðvitað alls ekki neitt og þróun vaxandi sýklalyfjaónæmis, langar mig að endurrita pistil af DV blogginu mínu í vor í greinaflokknum Eir, um heilbrigðisástandið eins og það var hér á landi fyrir rúmlega öld síðan, samanborið í […]

Þriðjudagur 26.08 2014 - 08:41

Ökufantar, oft ekkert síður á reiðhjólum

Í sumar hef ég öðru hvoru hjólað ofan úr Mosfellssveitinni minni niður í Grafarvog og til baka á nýju göngu- og hjólastígunum sem eru orðnir bæði margir og góðir, þökk sé bæjaryfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu sem styðja vilja heilbrigðan lífsstíl og minnka umferðamengun. En þar með er sagan ekki öll, og góð ætlun hefur að sumu […]

Fimmtudagur 21.08 2014 - 17:49

Hættusvæðið nú, Öskjuvegurinn og blómið einstaka

Fyrir rúmlega áratug gekk ég ásamt konu minni, dóttur, vinum og nokkrum útlendingum svokallaðan Öskjuveg með Ferðafélagi Akureyrar, undir farastjórn Ingvars Teitssonar, læknis. Rúmlega vikuferð frá Herðubreiðarlindum, suðvestur í Bræðrafell, upp í Öskju og um árfarvegi Jökulsár á Fjöllum austan við og að lokum norður og niður í Svartárkot, innsta bæ Bárðardals. Gist var í Þorsteinsskála, […]

Mánudagur 14.07 2014 - 19:22

Öskur í heilbrigðiskerfinu!

Nú hefur verið ákveðið að sameina starfsemi 11 heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi í þrjár stórar verkeiningar, en sem mælst hefur illa fyrir hjá þeim sem vel þekkja til. Sameining læknavaktar t.d. á Búðardal og Hólmavík er fáránleg hugmynd, þar sem einni og sami læknirinn þarf að geta sinnt vitjunum innan úr Ísafjarðadjúpi og upp […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn