Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Laugardagur 26.01 2013 - 09:24

Öfugsnúin forræðishyggja!

Undanfarið hefur verið mikið fjallað um væntanlegt sölubann á munntóbaki í Evrópu og hér á landi, sérstaklega sænska snusinu og sem er blönduð og veikari tóbaksvara, en minna um höft á miklu sterkari og varasamari tóbaksvöru, íslenska fínkornótta neftóbakinu. „Íslenska ruddanum“ eins og hann er oft kallaður og sem er mest notaður sem munntóbak nú orðið […]

Miðvikudagur 16.01 2013 - 21:45

Svipbrigði með landi og þjóð

Eftir nokkuð langt starf í heilsugæslu og víðar í heilbrigðisþjónustunni hef ég náð að kynnast þjóðinni frá ólíkum landshornum nokkuð náið á annan hátt. Kynnst aðeins samnefnara í hinni íslensku sál ef svo má segja, en einnig mörgum ólíkum sérkennum og eiginleikum. Oft dugnaði, nægjusemi og æðruleysi, en líka því þveröfuga og öfgafulla. Ekkert síður þó […]

Þriðjudagur 01.01 2013 - 12:27

Bjartari von á Ströndum

Seint eiga áramót eftir að verða mér minnisstæðari og þessi sem nú eru að líða. Eftir foráttu norðanbyl á Ströndum í lok ársins þar sem ég stóð læknavaktina og hugsaði stöðugt um óveðrið og hverjar afleiðingarnar gætu orðið í mannheimum. Eins um fjölskyldu mína fjær og von á sumum í heimsóknum. Þegar öll tæknin brast […]

Föstudagur 28.12 2012 - 15:39

Stríð og friður um áramótin

Um jól og áramót hugsar maður meira en aðra daga um frið og ró. Lítur yfir farinn veg og veltir fyrir sér hvað hefði mátt betur fara og að hverju skuli stefnt að á nýju ári. Þetta á jafnt við um manns eigið líf og samfélagsmálin í heild, ekki síst hér heima. Hátíðarnar eru þannig […]

Miðvikudagur 26.12 2012 - 12:46

Skíman á Ströndum

Það er í raun ógjörningur fyrir mig að ætla að feta í fótspor listmálaranna og túlka með myndum sjónarspili birtunnar á Ströndum nú á miðjum vetri um áramót. Ég vil samt reyna það á annan hátt. Með lítilli ljósmynd og orðum um hugáhrifin sem náttúran vekur og sem kallar fram endurminningar sem allskonar ljósaspil ásamt sólinni […]

Mánudagur 24.12 2012 - 14:30

Jólin mín á Ströndum

  Aftur held ég jólin mín á Ströndum. Nú einn fjarri ástvinum og fjölskyldu. Samt umlukinn ástsælu landinu mínu, hafinu og fjöllunum sem eru klædd sínu fegursta eftir snjóhretið í nótt. Á stað þar sem öll ljós virðast jólaljós í myrkrinu, jafnvel blikkandi ljósið í vitanum hér á Hólmavík. Hjá vinum mínum til margra ára […]

Sunnudagur 23.12 2012 - 09:05

Jólabörnin á Drangsnesi

Fá myndbönd hafa slegið jafn rækilega í gegn um þessi jól og jólalagið, Jólin eru að koma, í flutningi krakkanna í barnaskólanum á Drangsnesi. Sannkölluð jólabörnin í ár. Börnin sem ég ætla að passa vel eins og aðra íbúa á Ströndum þessi jól og ef einhver verður alvarlega veikur. Strax og maður er kominn norður […]

Föstudagur 21.12 2012 - 09:06

Jólapakkinn, út og vestur

Um jól hugsar maður oft langt og til ferðalaganna á árinu sem er að líða. Eins allra ferðanna sem maður á enn eftir að fara, óloknum köflum í lífinu. Í jólastressinu er líka fátt betra en hugsa til sveitasælunnar og nálægðar við fjöllin. Halla sér jafnvel upp að þeim, horfa á bleiku jólaskýin fyrir vestan […]

Föstudagur 14.12 2012 - 07:37

En hvernig heilsugæslu viljum við sjá þróast á höfuðborgarsvæðinu?

Ég er heilsugæslulæknir og vinn hjá ríkinu. Að mörgu leiti líkar mér vel þar og finnst að þar eigi ég heima með minn starfsvettvang, þrátt fyrir ólgusjó og stefnuleysi opinbera stjórnvalda. Þetta hefur mér aldrei verið ljósara en einmitt í dag eftir næstum þriggja áratuga starf. Starf sem í sjálfu sér er sniðið að þörfum samfélagsins þar […]

Miðvikudagur 12.12 2012 - 13:30

Sýklalyf geta aukið líkur á asthma hjá börnum

Nokkrar góðar rannsóknir benda nú til að sýklalyfjanotkun, jafnvel hjá verðandi mæðrum, trufli ónæmiskerfið og sýklaflóruna hjá ungbörnum sem leitt getur til ónæmissjúkdóma svo sem asthma og eczema. Aðrar rannsóknir benda einnig til aukinnar hættu á nýjum bakteríusýkingum eins og miðeyrnabólgum eftir sýklalyfjagjöf og sem var til umfjöllunar á blogginu mínu fyrir 2 árum. Ég vil […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn