Í tilefni af dæmalausri umræðu um heilbrigðismálin þar sem mesta áherslan hefur verið lögð á byggingu nýs háskólasjúkrahús, jafnvel á kostnað frumþjónustunnar sem er að molna, og allt er jú spurning um rétta forgangsröðun, vil ég leggja til litla ferðasögu frá Atlasfjöllunum í Marokkó. Sögu um skort á frumheilsugæslu. Eins hvað það litla, og sem við í dag teljum svo sjálfsagt, skiptir í raun […]
Áður en farið er að rekja reynslusögur eftir göngur um fjallaþorp og Atlasfjallgarða í Marokkó, er rétt að átta sig örlítið betur á sögunni og einkennum þjóðarinnar sem þar býr. Sjötíuprósent eru Berbar sem hröktust undan Aröbum á tímum faróanna í Egyptalandi. Til fjalla í Atlasfjallgarðinum og til hrjóstugra landa þar í kring og þurrkar […]
Það er mikið ævintýri að koma til framandi lands og leggja nýja jörð undir fætur sér. Sérstaklega þegar menningin er mjög ólík því sem við eigum að venjast, gróður, dýralíf og veðurfar sömuleiðis. Þar sem þarfasti þjóninn er múlasninn sem skiptir sköpum í fjöllunum. Kaktusar og ilmandi ávaxtatré og kryddjurtir. Við hjónin heimsóttum Atlasfjölin í […]
Hvað slær þennan titil út? Reyndar var frábær þáttur í ríkissjónvarpinu nýlega sem á í raun þennan titil og þar sem rætt var um þessar tvær kryddtegundir í sögulegu samhengi. En ég fæ hann lánaðan nú til að ræða um krydd sem vekur hjá manni sérstaka skynjun og tilfinningar og sem ef til vill má […]
Hvað gerist þegar sálin er brotin og langþreyttur líkaminn er búinn að fá meira en nóg? Þegar einskonar hrun verður innra með okkur og við fáum ekki alltaf skilið, en skiljum þó. Hver ertu duldi djöfull?, spyrjum við þá gjarnan okkur sjálf. Vefjagigt (fibromyalgia) er sállíkamlegur sjúkdómur í vöðvum, stoðkerfinu almennt og taugakerfinu, án vefrænnar eða […]
Nýlega var mér bent á mikinn verðmun á lausasölulyfinu Voltaren geli og sem er ætlað til útvortis notkunar á undirliggjandi bólgur, hér á landi og í Danmörku. Túba (50 grömm) sem keypt var fyrir nokkrum dögum í Danmörku (m.a. með íslenskum leiðbeiningum) kostaði 758 ísl. kr (37 kr danskar), en sama túba hér á landi kostar 2.079 kr. Etthundraðgramma túba kostar hér […]
Mikið er rætt um offitu þessa daganna. Ofþyngd og offita í vestrænum ríkjum er mest vegna ofneyslu á sykri. Þar sem umframinntaka á brennsluefni leiðir til fitusöfnunar að lokum og til sykursýki. Sennilega er samt ekkert efni jafn algengt að valda ótímabærum dauða að lokum og sykurinn gerir í dag. Sé hans neytt í of miklu magni, […]
Í dag er í tísku að ungt fólk fá sér húðflúr (tattoo), og reyndar alveg upp fyrir miðjan aldur. Heilu handleggirnir eru húðflúraðir í öllum regnbogans litum og munstrum. Jafnvel heilu bökin og bringurnar ásamt flestum öðrum viðkvæmari líkamspörtum. Mikil aukning hefur orðið í að fólk fái sér húðflúr hér á landi á síðustu árum, […]
Vegna umræðunnar um vægt hækkaðan blóðþrýsting og hvar meðferðamörkin nákvæmlega liggja og fram kom í viðtali við Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor við Heimilislæknisfræði HÍ í Fréttablaðinu í gær, vil ég fá að leggja nokkur orð í belg og vísa jafnframt í ársgamlan pistil minn um efnið, Háþrýstingur og hættumörk. Rétt er samt að benda strax á, að ekki er ástæða […]
Göngur á ókunnugum slóðum er mitt uppáhald, ekki síst til að geta séð landið frá nýjum og ólíkum sjónarhól. Þegar tindarnir á fjöllunum reynast upphafið að nýju ævintýri og heimurinn tekur á sig nýjar myndir. Ég man vel daginn 21. júlí 1969 þegar ég var í sveit og fréttir bárust um alla heimsbyggðina að Ameríkani […]