Oft verður sannleikurinn kjurr að liggja þar sem hann er sennilega best geymdur. Í flestum tilvikum er sannleikurinn þó sagna bestur og best að hann komi sem fyrst fram í dagsljósið. Slúður og kjaftasögur, sem jafnvel eru sagðar í hita leiksins milli tveggja einstaklinga er dæmi um oft afskræmdan sannleika, en sem er nú oft […]
Sumar tæknibreytingar í nútíma þjóðfélagi virðast vera til góðs. Sérstaklega á þetta við þegar tíminn skiptir miklu máli og við þurfum að komast fljótt á milli staða. Þá þurfum við að eiga góðan bíl og geta verið fljót að fylla á hann eldsneyti. Sem betur fer næ ég að keyra upp undir 7oo km á hverjum tanki á Príusnum mínum […]
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla, eða ættum við ekki heldur að segja litla. Oft hef ég nefnilega velt fyrir mér hvað við höfum litla heildarsýn á málunum og viljum leita langt yfir skammt. Það ræðst sennilega af því, að því lengra sem er í myndefnið og því stærri sem sjónmyndin er, því fallegri […]
Þjóðfélagið endurspeglar vel þá einstaklinga sem það byggja. Þroski og uppeldi er mikilvægast í fari hvers manns og skapar þá eiginleika að gera einstaklinginn að góðri félagsveru í samfélaginu. Að mörgu leiti höfum við Íslendingar gert hlutina öðruvísi en aðrar þjóðir og þroski okkar sem þjóðar hefur verið mjög hraður, kannski allt of hraður. Við höfum […]
Listin eins lífið er sífelt að koma manni skemmtilega á óvart. Síðastliðið föstudagskvöld var farið á vídeóleiguna til að ná í barnaefni fyrir barnabörnin, en um leið tekinn diskur fyrir okkur eldra fólkið enda ekkert sérstakt í sjónvarpinu. Fyrir valinu varð, með semingi að minni hálfu, myndin Mamma Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson. Í sjálfu sér […]
Sennilega endurspeglast sjaldan jafn vel tengsl sálarinnar við líkamann og þessa daganna. Sállíkamlegir sjúkdómar er stór hluti þeirra kvilla sem við heimilislæknar fáumst við dags daglega. Spenna, kvíði og þunglyndi sem birtist í álagseinkennum hverskonar og myndgervingu líkamlegra kvilla frá vöðvabólgu til gerviþungunar. Það sem er sérstakt við stöðuna í dag er að sífellt fleiri […]
Í dag, 18. nóvember er Evrópudagur til áréttingar um rétta notkun sýklalyfja og áminningar um vaxandi sýklalyfjaónæmi. Mikill skilningur hefur áunnist í þýðingu sýklalyfjaónæmis tengt mikill sýklalyfjanotkun í þjóðfélaginu, ekki síst hér á landi þar sem ástandið er orðið grafalvarlegt. Sýklalyfin hafa verið notuð óspart á vesturlöndum og nú nálgumt við óðfluga þann tíma sem var fyrir tilkomu […]
Í gamla daga var það hluti af sveitamenningunni að fá kaffimjólk með sykri og ekki var verra að fá kringlu til að dýfa ofan í. Kaffiuppáhellingin var eitt af skyldustörfunum heima í húsi sem maður gekk undir með glöðu geði. Alltaf man ég eftir kaffirótinni, þeirri lúxus vöru sem ég þá taldi að kaffibætirinn væri, í rauðu […]
Sé ekki, heyri ekki, veit ekki eru, skulum við segja, athafnir sem því miður oft eru notaðar í heilbrigðisvísindum og stjórnun, sennilega ekkert síður en örðum vísindagreinum og stjórnsýslufræðum. Þótt læknir vilji yfirleitt alltaf gera allt það besta fyrir sjúklinginn getur greiðinn verið á misskilningi byggður eða þá að læknirinn taki ekki nógu mikla samfélagslega ábyrgð eða afstöðu með gjörðum sínum. […]
Í dag höfum við mest þörf fyrir hugarró og hvíld að mínu mati enda stress og kvíði alsráðandi í þjóðfélaginu. Hver hefur til dæmis á móti að dveljast nokkra daga í paradís eða jafnvel í konungshöll á miðöldum ef þess væri kostur? Listaverk hverskonar upp um alla veggi og hámenningin alsráðandi. En ekki lengi og frekar vil […]