Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 11.11 2014 - 14:49

Forsendubrestur og meinloka 21. aldarinnar- nýr Landspítali í gamla miðbænum.

Mikið er rætt um skuldaleiðréttingu vegna íbúðalána heimilanna í dag og sem var vegna forsendubrests. Leiðrétting að hluta sem er að koma til framkvæmda með miklum fjárútgjöldum ríkissjóðs og skattaálagningum í framtíðinni. Minna er rætt um forsendubrestinn nú hjá sjálfri ríkisstjórninni vegna kolvitlausra byggingaáforma á mikilvægasta húsi allra landsmanna og sem vel má nú fyrirbyggja […]

Þriðjudagur 04.11 2014 - 13:46

Hvað ertu að væla, læknir?

Í fyrsta skiptið á ævinni, sit ég tæplega sextugur læknirinn heima í verkfalli og þarf þess utan að loka mig inni vegna gosmengunar og fýlu. Taldi reyndar fram undir það síðasta fulfrískann og að starfið mitt væri vel metið. Þörfin væri mikil að hjálpa öðrum. Ávalt boðið starfskrafta mína fram til opinberrar heilbrigðisþjónustu, enda menntaðut […]

Laugardagur 01.11 2014 - 13:30

Ekki lengur velkominn

Umhverfisfrekja er nýtt hugtak, þar sem aðilar yfirtaka og hefta aðgang almennings að náttúruperlum, oft hægt og bítandi. Slík frekja á sér nú stað á fjalli allra höfuðborgabúa í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Á toppnum á besta og fallegasta útsýnisstaðnum yfir sjálfa borgina og nærsveitir, og lokaáfanga uppáhalds gönguleiðar minnar oft í viku.  Þar sem afar fallegt er […]

Mánudagur 27.10 2014 - 19:26

Beyglan á bílnum mínum og 2000 slasaðir

Í tilefni af árangurlausum samningaviðræðum við ríkið um kjör lækna sem komnir eru í verkfall, svo og þeirrar staðreyndar að ég verð að standa vaktina mína á Slysadeildinni í kvöld, endurbirti ég hér rúmlega 3 ára gamla bloggfærslu um stöðuna sem ríkt hefur lengi í launamálum lækna. Beinharður samanburður hvað hlutirnir kosta í dag, eftir […]

Fimmtudagur 23.10 2014 - 20:00

Brotni aldarspegillinn okkar.

Við erum komin fram af bjargbrúninni og erum nú í frjálsu falli. Spurningin er bara hvernig við komum niður. Lýsingin á við ástandið í heilbrigðisþjónustunni í dag. Sama hvert litið er, t.d. í heilsugæsluna, varðandi geðhjálp, sérfræðingsþjónustuna út í bæ eða í spítalatengdri þjónustu. Það gleymist líka í allri umræðunni í dag hvað við erum búin að […]

Mánudagur 20.10 2014 - 17:16

Ákvörðunin um nýjan Landspítala árið 1900 (Eir VIII)

Alltaf er gaman að velta fyrir sér sögunni um uppbyggingu heilbrigðiþjónustu þjóðarinnar, enda virðist sagan endurtaka sig á furðulegustu sviðum. Tímarit alþýðunnar um heilbrigðismál, Eir, var gefið út af nokkrum læknum á tveggja ára tímabil um aldamótin 1900. Um hugsjónaútgáfu var að ræða enda mikil þörf á fræðslu um sjúkdóma sem þá ríktu og nauðsynlegar sóttvarnir […]

Föstudagur 17.10 2014 - 12:10

Gosmóðan og bólgustormarnir í vetur

  Nú að hausti megum við búa daglangt við gosmengun víða um land og enginn veit hver þróunin verður í meiri eldsumbrotunum norðan Vatnajökuls og í Bárðarbungu. Móðuharðindin í lok 18 aldar urðu til eftir ekki alls ólíka atburðarrás og líkleg er þessa daganna, þótt vesöldin hafi þá verið mikið meiri. Bólusótt (stórabóla) lá afar […]

Laugardagur 11.10 2014 - 16:38

Hinir útvöldu í Örkina hans Nóa

  Eitt af því sem maður hefur átt síst von á, er að komast á stað sem sagan segir að tengist upphafi mannkynssögunnar og margar frásagnir eru af fyrir utan Biblíuna, m.a. hjá hinum fornu Súmerum, Babýloníumönnum, Alssýringum og í Gilgameshkviðum Mesópótamíumanna. Fornminjum sem tengjast sögum um mesta hamfaraflóð veraldasögunnar og sem er sennilega afleiðing […]

Þriðjudagur 07.10 2014 - 15:54

Gangan á Ararat og reiði guðanna

Síðsumars gekk ég og konan mín á fjallið Ararat í norðaustur hluta Tyrklands ásamt 15 öðrum Íslendingum í gönguhópnum Fjöll og Firnindi. Sannkölluð ævintýraferð á framandi slóðir. Sennilega er fjallið frægast fyrir að vera fjallið sem segir frá í Biblíunni að hafi verið strandstaður arkarinnar hans Nóa og sem sumir telja að finna megi leifarnar […]

Mánudagur 29.09 2014 - 15:23

Alzheimer, ótímabæri vágesturinn í flestum fjölskyldum.

Nú er heldur betur farið að hvessa, enda haustið löngu komið. Alzheimer heilahrörnunarsjúkdómurinn er hins vegar mjög alvarlegur sjúkdómur sem veldur ótimabærri heilabilun hjá fólki, oft á besta aldri (frá um 50 ára) og er sá sjúkdómur sem flestir hræðast hvað mest í nútíma samfélagi. Á Íslandi er sjúkdómurinn 3. algengastur meðal OECD ríkjanna í […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn