Um helgina gekk ég ásamt konunni minni og nokkrum göngufélögum úr gönguhópnum okkar til margra ára, á fjall norður í Hjaltadal í Skagafirði sem ber nafnið Þríhyrningar. Fjall sem stendur vel undir nafni eins og myndin hér ber með sér. Svo einkennilega vill til að sumir hlutir í náttúrunni minna aðeins á stærðfræðina, þótt flestir geri það sem […]
Sumt viljum við ekki vita af eða tala um vegna þess að það er svo óþægilegt fyrir okkur og aðra eða þá vegna einhvers sem að við skömmumst okkar svo mikið fyrir. Annað sjáum við einfaldlega ekki af því erum blinduð af eigin ágætum. Athafnir sem því miður eru allt of algengar í stjórn heilbrigðismála. […]
Nokkur umræða hefur verið um hættuástand á Slysa- og bráðamóttöku LSH vegna of mikils vinnuálags á starfsfólk og álagið stundum skilgreint „rautt“ sem er hættuástand eða „svart“ sem er glundroðastigið og ætti helst ekki að geta orðið nema hugsanlega við alvarlegar hamfarir. Ábendingar hafa að sama tilefni borist frá talsmanni ungra lækna um óeðlilega mikið vinnuálag […]
Í gærkvöldi gekk ég í góðum hópi ferðafélaga á Vífilsfellið. Hef reyndar gert það nokkrum sinnum áður mér til gleðiauka, en aldrei í jafnbjörtu veðri. Það var smá norðannæðingur sem bara jók á ánægjuna enda svifu svifflugvélarnar fram og til baka rétt yfir höfðinu svo auðveldlega mátti heyra þytinn í þeim. Öðruvísi fuglar en ég […]
Fá blóm eru mér jafn minnisstæð og gleym-mér-ei, eins og nafnið ber auðvitað með sér, þar sem nafnið var líka hulið dulúð og yfirnáttúrulegum krafti í huga lítils barns í sveit. Blómið sem hægt var að líma á barminn og átti aldrei að gleyma manni, um leið og maður óskaði sér einhvers. Ekkert ósvipað og […]
Margt kemur á óvart í læknisfræðinni og aldrei skyldi maður blása á getgátur sem lengi hafa verið uppi um hugsanleg áhrif raftækja á heilabúið okkar, harða diskinn og vinnsluminnið ef svo má segja í tölvulíkingu. En málið er að við erum ekki raftæki, heldur lifandi verur með viðkvæmar frumur og litninga sem verða stöðugt fyrir […]
Nú um hásumarið er fuglalífið í algleymingi. Eins og nýr heimur úti í móa og ný vídd til að njóta. Öll hljóðin og söngurinn sem litast af gleðinni, en líka baráttu lífsins. Allt hljóð og líf sem fær mann til að hugsa hlutina aðeins öðruvísi. Áður en allt verður þögult aftur á löngum vetrarnóttum. Það er […]
Hvað skyldi Jón Sigurðsson hafa hugsað á 200 ára afmæli sínu í dag, ef hann væri á lífi? Á sama tíma og margir hugsa nú heim til Frónar eins og honum var tamt að gera við svipaðar aðstæður í hálfgerðri útlegð, enda mörgum ekki vært að dveljast heima lengur. Eins og í fjarlægri draumsýn, en samt […]
Varla er til betri titill á umræðu um góða beinheilsu og mikilvægi D-vítamíns í næringu okkar Íslendinga, þótt foreldrarnir sem hlaupið hafa hringinn í kringum landið og koma heim á morgun, eigi auðvitað heiðurinn af þessum titli. Markmiði sem tengist engu að síður öðrum góðum markmiðum og heilsu okkar allra. Mikil umræða hefur verið um D-vítamín, ekki síst fyrir fyrir þær sakir […]
Oft hef ég hugsað um veröld fuglanna sem fljúga rétt yfir höfuð okkar eins og ekkert sé. Önnur lögmál og aðrar hættur. Þar sem fuglarnir eru oft sjálfum sér hvað verstir innbyrðis eins og við mannfólkið oft á tíðum erum hvert öðru. Í gær í blíðunni var þó annað hljóð í fuglunum úti í móa […]