Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 09.06 2011 - 08:49

Gulu augun og lifrarbólgan

Í Læknadeildinni í gamla daga var manni kennt ýmislegt um sérstöðu heilsuþátta íslensku þjóðarinnar. Gul augu var manni kennt að væir helst tengt ungbarnagulu, stíflugulu eða einkenni bráðrar lifrarbólgu (hepatitits), oftast af meinlausari lifrarbólgu A í tímabundnum veikindum og fyrri matarsýkingu. Nú eru tímarnir hins vagar allt aðrir og vaxandi fjöldi sjúklinga fá króníska lifrarbólgu […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 11:15

Þögnin köld, en síðan kvak og tíst

Kyrrðin getur verið algjör, oftast friðsæl en stundum þrúgandi. Á veturna í froststillum, einstök, þegar norðurljósin leika sinn dans en tunglið situr á bak við, þögult og brúnaþungt. Þar sem þögnin á heima. Nema þegar vindurinn blæs og það hvín í hríslunum í kirkjugarðinum á heiðinni. Öðruvísi þögn og angurvær. Þegar við viljum hlusta en heyrum samt […]

Sunnudagur 05.06 2011 - 13:23

Vöntun á heildrænni sýn

Um daginn var ég beðinn að koma í viðtal og ræða heildræna nálgun algengustu vandamála læknisfræðinnar sem snýr að heimilislækningum. Mikil umræða hefur verið um lyfjaávísanir og lyfjanotkun landans að undanförnu. Á flestum sviðum læknisfræðinnar höfum við Íslendingar talið okkur standa fremst meðal þjóða, læknismenntunin góð, boðið er upp á hátæknilækningar á flestum sviðum, töluvert um […]

Fimmtudagur 02.06 2011 - 17:56

Á uppstigningardag

Eiginlega veit ég varla hvort ég á að lýsa því sem mér býr í brjósti í dag, á sjálfan uppstigningardaginn. Mér líður skítt, altekin beinverkjum, fæturnir eins og blý og þarf að liggja í rúminu og bara vona að mér batni svo ég komist í vinnuna í fyrramálið. Umræðan hefur líka verið á neikvæðu nótum og […]

Miðvikudagur 01.06 2011 - 17:24

„Í endann skyldi upphafið skoða“

Oft finnst mér orðatiltækið ætti að hljóða svona því ýmislegt skýrist hvernig upphaflega er staðið að verki, en ekki öfugt. Hvernig ætti svo sem endirinn að skýra það sem ekki hefur verið gert. Þannig finnst mér ýmislegt í umræðunni í dag um lyfjamál vera á blindgötum. En auðvitað má ætla hvað framtíðin ber í skauti sér eftir því hvernig við ætlum að […]

Sunnudagur 29.05 2011 - 11:54

Ógnir í starfsumhverfi lækna

Umræða um vaxandi ofbeldi gegn heilbrigðisstarfsfólki hefur mest verið tengd bráðaþjónustunni og hvernig ástandið getur verið á Slysa- og bráðamóttöku LSH um helgar þar sem þarf orðið alltaf lögregluvakt. Í umræðunni um „læknadóp“ sem er auðvitað rangnefni að því leiti að læknirinn skrifar sjaldnast upp á lyf í þeim tilgangi að það sé notað sem dóp, […]

Föstudagur 27.05 2011 - 17:09

Opið upp á „gátt“

Rafræna „gáttin“ er aðgangur fyrir rafræna lyfseðla til apótekanna. Sérstök gátt sem hægt er að leggja inn lyfseðla gegnum tölvu sem sjúklingarnir einir geta síðan sótt í með aðstoð lyfjafræðings í apóteki. Einskonar rafrænn banki sem geymir útgefnar lyfjaávísanir í allt að ár og engin hefur yfirlit yfir nema sjúklingurinn sjálfur, ef hann þá á annað borð hefur vit á og […]

Föstudagur 27.05 2011 - 09:45

Það sem er gott, ekki síst fyrir karla.

Hvað er betra en góður kaffibolli á morgnana. Uppáhellingin sjálf er sem morgunbæn fyrir góðum degi og ilmurinn gefur fyrirheit um að draumarnir geti jafnvel rættst. Fyrir utan að vakna kemur kaffið blóðinu til að renna betur gegnum æðakerfið, þótt eflaust hækki blóðþrýstingurinn eitthvað aðeins tímabundið. En hvað segja vísindin og getur verið að þetta „lyf“ sem flestir neyta sé […]

Miðvikudagur 25.05 2011 - 14:00

Umræðan um „læknadóp“

Vegna umræðunnar um „læknadóp“ sem hefur orðið í kjölfar þátta Kastljóss og ítarlegrar umfjöllunar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, fréttamanns, er rétt að árétta að allt má misnota, líka góð lyf sem gefin eru í góðri trú til að líkna. Ofnotkun lyfja er stórt vandamál í nútímanum sem snertir almennt heilbrigði og sem stundum leiðir til misnotkunar á lyfjum. Oft af hálfu sjúklings en stundum annarra […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 12:06

Orðin og þjóðin

Íslendingar eru bjartsýn þjóð og hugsa alltaf að bráðum komi betri tíð með blóm í haga. Hjá þjóðinni hefur enda alltaf skipst á skin og skúrir, blómaskeið og hamfarir, góðæri eða kreppur. Stundum hamfarir, öflug eldgos og kreppa allt í senn, eins og maður hugsar nú til í norðan nepju, ösku og frosti í lok maí. Sumir segja að á Íslandi búi […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn