Enn og aftur erum við minnt á óeðlilegan lyfjaskort í landinu á ódýrum lyfjum sem framleiðendur annað hvort hætta framleiðslu á tímabundið til að koma dýrari lyfjum á markað eða einfaldlega vegna þess að framleiðslan skilar ekki nógu miklum arði. Skipir engu máli hvort lyfin teljist nauðsynleg á markaði eða ekki. Lyf í öllum lyfjaflokkum […]
Fátt er meira rætt um þessa daganna en Magma-málið. En einu sinni er hið opinbera að klúðra málum og ráðuneyti orkumála gjörsamlega sofandi yfir gjörningi sem bæði virðist hafa verið lögleysa í upphafi, strangt til tekið, og sem er að minnsta kosti siðlaus aðgerð gagnvart almenningi landsins. Sala á meirihluta auðlindar þjóðarinnar og blóði landsins á ákveðnum svæðum til […]
Mér hefur oft verið tíðrætt um sveitina mína þar sem ég bý nú og ekkert síður þá gömlu góðu í Hjaltadalnum í Skagafirði. En til er önnur veröld sem bauð upp á mikið frelsi og sem er ekki er í sveit sett en tilheyrir engu að síður ævintýralandi í huga barns sem þar ólst upp og mótaði huga þess […]
Fáar plöntur hafa gefið manni jafn mikið í aðra hönd og peningagrasið eða lokasjóður sem svo heitir réttu nafni og stendur nú í hvað mestum blóma. Plantan er merkileg lækningajurt sem vex víðast í graslendi á landinu og er afar sérstök að mörgu leiti sem rétt er að gefa sérstakan gaum í dag, enda tilheyrir hún hinni sönnu gömlu og góðu íslensku […]
Undanfarið hefur töluvert borið á umræðu um mismunandi rekstrarform í heilbrigðiskerfinu. Sitt sýnist hverjum og menn vísa til kerfa vestan hafs og austan. Gamlar breytingar og nýjar. Einkareksturs og ríkisreksturs. Umræðunni er mest haldið á lofti af hagfræðingum og örðum með sérþekkingu í ríkisrekstri. Vil benda á tvö góð blogg hér á eyjunni sl. daga […]
Nú, enn einu sinni, er verið að kynna nýjar byggingartillögur á Landspítalalóðinni fyrir hið nýja sameinaða hátækni- og háskólasjúkrahús Landspítala við Hringbraut. Sem barn og við börn sín hefur maður farið í leikinn, Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Í sjálfu sér væri fátt við nýju tillögurnar að athuga ef […]
Mikil umræða hefur átt sér stað um nýjan landnema hér á landi, lúpínuna og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar í flóru landsins. Stofnanir og samtök hafa ólík sjónamið og menn skrifa lærðar greinar í blöðin og netmiðla og ýmist lofa hana eða hallmæla. Náttúrufræðistofnun er e.t.v. sú stofnun sem ætti að hafa mesta að […]
Nú á að vera tími uppgjöra í þjóðfélaginu eftir skellinn mikla, ekki síst á sviði stjórnmálanna. Íslendingar ganga samt á sama tíma til undirbúningsviðræðna um Evrópusambandsaðild. „Sterka Ísland- þjóð meðal þjóða“ eru m.a. einkunnarorð sem heyrst hafa og sem er tileinkað viðræðunum. Tvö megin sjónarmið eru uppi. Gamla góða Ísland eða land með löndum tækifæranna. […]
Fátt veldur meiri gleði og eftirvæntingu meðal þjóðarinnar en Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa sem nú er að rísa við Reykjavíkurhöfn. Jafnframt verður húsið alla tíð minnisvarði um það sem það sem við höfðum ekki efni á en langaði alltaf svo mikið í og fengum fyrir rest, jafnvel eftir fjármálahrun. Menning og menntun verður aldrei metin […]
Heilbrigðisráðherra, Álheiður Ingadóttir hefur ákveðið að síðdegismóttökur heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu skulu vera að einhverju leiti opnar í sumar þrátt fyrir að löngu hafi verið búið að ákveða lokun á þeim frá kl. 16 alla virka daga frá 15. júní sl. og fram til 15. ágúst. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Ég fagna […]