Aldraðir nota bráðamóttökur mest allra tengt alvarlegri veikindum, eins og gefur að skilja. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir á höfuðborgarsvæðinu hinsvegar, eru endurteknar komur, oft af minni ástæðum og víðtækt úrræðaleysi í málefnum aldraða heima. Legutími þeirra sem að lokum leggjast inn á spítalana lengist auk þess stöðugt og þar með hæfni til […]
Í dag heldur Vífilfell upp á 100 ára afmæli kókflöskunnar og hefur keypt moggann handa allri þjóðinni til að lesa í auglýsingaskyni. Sennilega hefur engin „fæða“ haft jafnmikil slæm áhrif á neysluvenjur nútímamannsins og einmitt þessi eini drykkur á sl. öld og sem vissulega er allra drykkur frægastur. Breytir þar engu um þótt „Contour“ CocaCola-flaskan […]
Mjög áhugverð grein birtist í vísindatímaritinu Nature 25.2. sl. um hugsanleg tengsl neyslu aukaefna (food additives (E-efnanna)) í matvælum, nánar tiltekið tvíþáttaefnum sem hafa bæði vatns- og fitusækna eiginleika (emulsifiers) og áhrifa til svokallaðrar efnaskiptavillu og offitu. Þessi sápuefni eru mikið notuð í tilbúnar sósur og krem hverskonar, til að fita og vatnskend efni skiljist […]
„Mikill lærdómur og vinna liggur að baki þeim árangri að geta ráðið við smitsjúkdóma sem stundum voru drepsóttir á öldum áður og lagt gátu heilu þjóðfélögin í rúst. Ekki bara með hjálp vísindanna að finna bóluefnin og framleiða réttu sýkla- og veirulyfin, heldur einnig hvernig við getum farið rétt með þessi lyf og viðhaldið því […]
Almennt má segja að bólusetningar ásamt smitvörnum og góðu hreinlæti séu bestu varnir okkar gegn smitsjúkdómunum og sem við treystum hvað mest á í heimi okkar með örverunum og sem eru mörg billjón sinnum fleiri en við sjálf og dýrin. Ákveðin lögmál ríkja í þessum heimi eins og öllu öðru sem tilheyrir sameiginlegu lífríki okkar, en sem […]
Bólusetningar er helst vörn okkar mannanna fyrir smitsjúkdómum, sem fyrrum voru kallaðir næmir sjúkdómar. Með ónæminu okkar vinna þeir ekki á okkur. Bóluefni við hverskyns smitsjúkdómum eru mestu framfaraspor læknisfræðinnar og sem lengt hefur meðalaldur í þjóðfélögum um marga áratugi. Árleg Inflúensa er oft skæð og hættuleg gömlu fólki og ungum börnum. Því hefur verið […]
Í síðustu viku hélt ég erindi á Læknadögum 2015 undir fyrirsögninni, „Verðum að gera mikið betur“. Þrátt fyrir meira en tveggja áratuga vitneskju um mikla sýklalyfjanotkun barna hér á landi og tvo faraldra af sýklalyfjaónæmum pneumókokkum (typu 6B, Spænsk-íslenska stofninum og nú síðustu ár, 19F stofninu) stöndum við í svipuðum sporum og bíðum í raun […]
Fá vestræn ríki eyða jafn litlu til forvarna og heilsugæslu og Ísland. Heildræna stefnu vantar og heilsugæslan er á fallandi fæti. Reiknað hefur verið út að 68 þúsund góð æviár gætu verið glötuð í dag vegna aðgerðarleysis heilbrigðisyfirvalda sl. ár og endurtekið hefur komið fram í úttekt hjá Guðmundi Löve, framkvæmdastjóra SÍBS. Nú síðast um daginn í […]
Inflúensufaraldur er þessa dagana að skella á í norður-Evrópu og sem víða er í fréttum. Fyrstu tilfellin greindust fyrir jól hér heima og sem reyndar var af tveimur meginstofnum A og B. Hin árleg vetrarflensa er hins vegar alltaf af stofni A eins og nú er. Undirstofninn í ár er H3N2 eins og reiknað var […]
Sennilega hefur lýðheilsu og heilsuöryggi þjóðarinnar aldrei fyrr verið stefnt í jafnmikla hættu og nú með aðgerðarleysi ríkisstjórnar Íslands sem hefur ekki viljað leiðrétta föst laun lækna allt sl. ár og sem dregist hafa langt aftur úr í föstum launum samanburðahópa (20-40%). Yfirvofandi er landsflótti íslenskra lækna eftir áramót, stór hluti heillar atvinnustéttar frá landinu góða […]