TBE, MÍTLAHEILABÓLGA Í fyrra var hjá mér íslensk kona á stofunni sem var fædd og uppalin í Eistlandi, en sem hugði nú mörgum árum síðar, að heimsækja æskuslóðirnar ásamt barninu sínu. Hún heyrði hins vegar frá ættingjum og vinum, að ekki væri vogandi að koma að sumri til í heimsókn nema að vera bólusettur gegn […]
Stór hluti karlmanna eru komnir með byrjandi breytingar blöðruhálskirtilskrabbameins eftir 60 ára aldur. Svefntruflanir eru mjög algengar hjá fullorðnu fólki (>30%) og yfir 10 % taka svefnlyf reglulega. Krabbamein á mismunandi stigum getur skert lífsgæði, jafnvel löngu áður en þau greinast. Í nýrri íslenskri rannsókn Láru G. Sigurðardóttur og félaga sem er birt í nýjasta hefti í Cancer Epidemiol Biomarkers Prev, […]
Áður hef ég skrifað talsvert um D vítamín og mikilvægi daglegrar inntöku enda sýndu fyrri rannsóknir að allt að þriðjungur landans vantaði D vítamín í kroppinn og suma nær alveg. Beinkröm og alvarleg vannæringareinkenni vegna D vítamínskorts voru farin að skjóta upp kollinum hér á landi, og nú er vitað betur en áður um mikilvægi D vítamíns fyrir […]
Ný vísindagrein sem vakið hefur heimsathygli, birtist í fyrradag í rafrænni útgáfu JAMA, læknavísindatímariti bandarísku læknasamtakanna, um áhættu svokallaðra SSRI þunglyndislyfja gagnvart hættulegum aukaverkunum sem geta komið upp í og eftir stórar skurðaðgerðir. Sérstaklega blæðingaáhættu, en líka öðrum hættulegum uppákomum svo sem hjartsláttartruflunum og samsvarar aukningin allt að 20% í fjölda tilvika. Aukningin samsvarar rúmlega 10% hækkaðrar tíðni […]
Í The Guardian í dag er sagt frá rannsóknum sem sýna að það geti verið mjög varhugavert að klippa of fljótt á naflastreng nýfædds barns, og áður en sjálf fylgjan losnar. Sem jú nærir fóstrið og sér því fyrir blóði, næringarefnum og súrefni. Venjan hefur verið að klippa á strenginn strax eftir fæðingu, m.a. til að […]
Fáir dalir eru mér og minni fjölskyldu jafn hjartfólgnir og Skammidalur í Mosfellssveit. Garðyrkjulönd sem Mosfellsbær leigði til skamms tíma nágrönnum sínum í Reykjavík og sem þurftu að fá að komast út í sveit og rækta kartöflurnar sínar. Tengdaforeldrar mínir höfðu þannig fengið skúrland til leigu og flutt þangað kofa fyrir tæpri hálfri öld. Kofi […]
Milli 5-10% af fjölda skilgreindra dagskammta lyfja sem landinn tekur að staðaldri (börn þar meðtalin) eru svefnlyf, auk þess sem rúmlega 30% Íslendinga nota tauga- og geðlyf á hverju ári, þar sem þunglyndislyfin sem vega lang þyngst. Algengast lyfið sem skrifað er út á Íslandi er svefnlyfið Imovane, eða sem samsvarar yfir 5 milljón kvöldskömmtum á ári hverju. Margir fá svefnlyf af […]
Oft sér maður hlutina öðruvísi hér heima þegar dvalist er erlendis og við erum laus við dægurþrasið. Ekkert síður þöggunina sem ríkt hefur svo allt of lengi í mikilvægustu málaflokkum stjórnsýslunnar. Þrúgandi neikvætt afl sem grafið hefur undan eðlilegri þróun mála. Þegar forðast er að hafa samráð við grasrótina og fólkið í landinu sem mestu máli skiptir. Um páskana dvaldist ég og […]
Svefnlyf er ein algengasta ástæða lyfjaávísunar heimilislækna í dag og talið er að um að allt að 10% eldri en 50 ára noti svefnlyf að staðaldri. Í sjálfu væri þetta ekki í frásögu færandi ef ekki væri vegna vandamálanna sem slíkri notkun fylgir. Ekki aðeins vegna vanans og jafnvel fíknar, heldur líka vegna skertra svefngæða þegar […]
Nú er það aftur landið okkar og vorið sem er á næsta leiti, sem eru tilefni skrifanna. Hækkandi sól og vangarnir okkar farnir að roðna. Þegar samsvörun íslenskrar náttúru sem vaknar af vetrardvalanum er mest við lífið sjálft. Skynjun sérstakrar fegurðar rétt á milli veturs og sumars í okkar nánasta umhverfi. Bráðum fara lækirnir að […]