Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Fimmtudagur 04.09 2014 - 18:31

Fingurmeinin okkar í þá daga (Eir V)

Í framhaldi af síðsta pistli um ofnotkun sýklayfja hér á landi um árabil, oft vegna veirusýkinga þar sem sýklalyf virka auðvitað alls ekki neitt og þróun vaxandi sýklalyfjaónæmis, langar mig að endurrita pistil af DV blogginu mínu í vor í greinaflokknum Eir, um heilbrigðisástandið eins og það var hér á landi fyrir rúmlega öld síðan, samanborið í […]

Þriðjudagur 26.08 2014 - 08:41

Ökufantar, oft ekkert síður á reiðhjólum

Í sumar hef ég öðru hvoru hjólað ofan úr Mosfellssveitinni minni niður í Grafarvog og til baka á nýju göngu- og hjólastígunum sem eru orðnir bæði margir og góðir, þökk sé bæjaryfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu sem styðja vilja heilbrigðan lífsstíl og minnka umferðamengun. En þar með er sagan ekki öll, og góð ætlun hefur að sumu […]

Fimmtudagur 21.08 2014 - 17:49

Hættusvæðið nú, Öskjuvegurinn og blómið einstaka

Fyrir rúmlega áratug gekk ég ásamt konu minni, dóttur, vinum og nokkrum útlendingum svokallaðan Öskjuveg með Ferðafélagi Akureyrar, undir farastjórn Ingvars Teitssonar, læknis. Rúmlega vikuferð frá Herðubreiðarlindum, suðvestur í Bræðrafell, upp í Öskju og um árfarvegi Jökulsár á Fjöllum austan við og að lokum norður og niður í Svartárkot, innsta bæ Bárðardals. Gist var í Þorsteinsskála, […]

Mánudagur 14.07 2014 - 19:22

Öskur í heilbrigðiskerfinu!

Nú hefur verið ákveðið að sameina starfsemi 11 heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi í þrjár stórar verkeiningar, en sem mælst hefur illa fyrir hjá þeim sem vel þekkja til. Sameining læknavaktar t.d. á Búðardal og Hólmavík er fáránleg hugmynd, þar sem einni og sami læknirinn þarf að geta sinnt vitjunum innan úr Ísafjarðadjúpi og upp […]

Sunnudagur 01.06 2014 - 11:30

Smit með biti skógarmítla, TBE heilabólgurnar og Lyme gigtin

Snemma í vor var rætt við Erling Ólafsson, skordýrafræðing sem oftar á Bylgjunni, og nú um nýjan landnema, skógarmítlana illræmdu og sem ég skrifaði síðast um sl. sumar og rétt er að rifja upp af þessu tilefni. Mikil umræða er um þessi máli í Skandínavíu og málið mér líka skylt vegna eigin kynna, nú síðast […]

Fimmtudagur 24.04 2014 - 19:45

Skinnsokkslausu stúlkurnar (Eir IV)

Nú í tilefni sumardagsins fyrsta á morgun, birti ég hér kafla úr Eir frá árinu 1900 eftir Dr. J Jónassen, lækni um tíðateppu; Stúkurnar mega ekki standa á votengi skinnsokkalausar. Kvilli sá, sem nefndur er „tíðateppa“, er hér á landi mjög svo algengur og leiðir margt ilt af sér. Ég þori óhætt að fullyrða, að […]

Miðvikudagur 16.04 2014 - 16:47

Tóbakið i borgunum, Eir II

Það er nokkuð áhugavert að bera saman umræðuna í dag og fyrir rúmlega hundrað árum þegar ekki var enn vitað um skaðsemi tóbaksreyks á sjálf lungun. Lungnateppuna og krabbamein, auk auðvitað áhrifa á sjálft blóðrásarkerfið og æðakölkunina sem síðar átti etir að koma betur í ljós. Helstu langtímaáhrifa tóbaksreyks á heilsuna. Enn samt var af […]

Föstudagur 28.03 2014 - 21:57

Þau tala náið hvort við annað, en hvað gerum við sjálf?

Stórkostlega aukin vitneskja hefur skapast á skilning mannsins á samspili líkamsfrumanna og örvera (The human microbiome), í okkur og á. Okkar nánasta nærumhverfi og sem tengist heilsunni, ekkert síður en næringin. Gen í örverum sem eru tíu sinnum fleiri en frumur líkamans og geta deilt ólíkum upplýsingum í samspili með okkar eigin erfðaefni og hjálpað […]

Fimmtudagur 27.03 2014 - 13:53

Hvað ræður eiginlega för?

Vegna umræðunnar í dag um yfirfullan háskólaspítala LSH og tilvísanir forráðamanna í heilsugæslu sem er að molna á höfuðborgarsvæðinu, og til spítala úti á landi, vil ég endurbirta grein sem ég skrifaði sl. haust, enda sjá menn nú kannski betur í hvað stefndi. „Í umræðunni nú um að heilbrigðiskerfið sé að molna, virðast margir halda […]

Fimmtudagur 20.03 2014 - 16:20

Eitt algengasta krabbameinið okkar er kynsjúkdómur

Nú í mottumars, átaks Krabbameinsfélags Íslands um eigin árvekni gegn krabbameinum, er rétt að rifja upp að eitt algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum tengist kynsjúkdómi og smiti HPV (Human Papilloma Virus) veirunnar. Um er að ræða krabbamein oft hjá ungu fólki, í leghálsi kvenna og hálsi, koki og endaþarmi, meira hjá körlum. Nú er svo komið […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn