Föstudagur 12.09.2014 - 00:08 - FB ummæli ()

Til að almenningur njóti sem best!!!

Hvað hafa þessi orð ekki hljómað oft Í fjölmiðlunum og þingsal Alþingis sl. sólarhring frá þingmönnum sem standa að baki ríkisstjórninni, ekki síst ráðherrum hennar. Hér eiga þeir við aukin ríkisútgjöld á komandi ári vegna vænkandi hags ríkisins og hagvaxtar Íslenska hagkerfisins. Fjötíu milljarðar til handa almenningi í allkyns gylliformum, en þar sem hagur þeirra verst settu þrengist enn og matarkarfan hækkar svo um munar. Sá hluti almennings græðir hins vegar, sem kaupir mest. Sjúklingar tapa þó sennilega mest allra í formi skertrar þjónustu og lyfjakostnaður hækkar.

Aðeins um 10% hækkaðra fjárlaga fara til helbrigðismála og þar sem grátið hefur mest sl. ár eða um 4 milljarðar, mest til Landsspítala. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu (HH) fær „heilar“ 70 milljónir til aukins rekstrarkostnaðar, og sem ekki einu sinni dugar fyrir auknum vaxtargjöldum og verðtryggingu á skuldahalla fyrri ára. Heilsugæsla sem þegar er kominn að hruni að margra mati og verulega fjármuni vantar til að veita lífsnauðsynlega þjónustu, m.a. læknisþjónustu.

Landlæknisembættið fær álíka hækkun og öll heilsugæslan í grasrótinni samanlagt á höfuðborgarsvæðinu, til framtíðarverkefna og nefndarstarfa í nafni lýðheilsu, auk þess sem tvöfalt hærri upphæð rennur til nýrrar Lýðheilsunefndar forsætisráðherra. Lýðheilsuþörf sem þó þegar æpir á í heilsugæslunni Í DAG og enga rannsókn eða nefnd þarf til að kanna. Flestum skjólstæðingunum þar vantar miklu meiri sálarhjálp og efirfylgd með allskonar líkamlegum einkennum en veitt er í dag vegna takmarkaðs aðgengis og sem allt of oft þurfa þá að kalla eftir neyðarhjálp á vöktum og bráðamóttökum með tilheyrandi lyfja- og rannsóknarkostanði, ef ekki miklu meiru. Heilsunni eða lífinu sjálfu og töluvert hefur verið til umræðu sl. daga af alvarlegra tilefni.

Nítíuprósent hækkaðra fjárlaga eiga að fara í önnur mismikilvæg verkefni, sum sem þó vantar meira nauðsynlegt fjármagn til sómasamlegs rekstrar, eins og t.d. menntakerfið, sjúkratryggingakerfið, og Landhelgisgæsluna, fyrir landið og miðin. Áframhaldandi fjársvelti heilbrigðiskerfisins alls nú og sem staðið hefur á algjörum brauðfótum sl. ár sem og vaxandi fáttækt almennings til nauðsynlegra matarkaupa er þjóðarskömm. Hjá þjóð þar sem forsetinn sjálfur og forsætisráherra telja að sé á góðri leið upp úr þjóarhruninu um árið en sem var tilkomið vegna áralangrar mismununar á „góðærisköku“ frálshyggjuafla sem nú virðist vera á góðri leið með að vilja endurtaka leikinn.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn