Mikil umræða hefur farið fram um offituvandann og vaxandi tíðni sykursýki meðal vestrænna þjóða. Þróun sem á fyrst og fremst rætur að rekja til neysluvenja okkar um árabil og þar sem Íslendingar standa að mörgu leiti illa að vígi. Það sem við kaupum og borðum og hvað við hreyfum okkur lítið. Heilbrigðisgrýlur 21. aldarinnar sem […]
Á dimmu og vætusömu sumri þegar við fáum ónóga sól á kroppinn og veðurspáin er endlaust „slæm“, er tilvalið að líta nánar á þær björtu hliðar sem snúa að heilbrigði okkar á allt annan hátt. Litabreytingar í húð og ótímabærir bandvefsstrengir endurspegla betur en nokkur „góð“ veðurspá, hvernig við höfum farið með okkur og útsett líkamann fyrir óþarfa álag. […]
Á ferð um Evrópu getur maður stundum séð hvað Íslendingar eiga í raun oft lítið erindi í Evrópusambandið. Hvað auðvelt væri að kaffæra okkar sérstöðu með samrunanum, ekki síst með tilliti til viðskipta og ferðamannaiðnaðar. Aðstæður heima fyrir sem skapa yfirburði í sóknartækifærum viðskipta við aðrar þjóðir. Þættir sem tengjast helstu atvinnuvegum okkar til sjós og […]
Nú er sumarið vonandi loks komið og tilvalið að rifja upp góða ferðasögu. Lífið er hreyfing- njótum hennar, eru einkunnarorð ferðaþjónustu Út og vestur sem vinir mínir, Jón Jóel og Maggý, reka. Ferðir sem þau bjóða upp á m.a. um Snæfellsnes, í Dölunum, á Fellsströnd og Dagverðarnes. Um einstaka upplifun var að ræða fyrir okkur […]
Það virðist skipta sköpum í allri fjölmiðlaumræðu og hvað varðar árvekni almennings um heilsuna í kjölfarið, að fræga fólkið komi fram og segi frá sinni reynslu tengt lífshættulegum sjúkdómum, ekki síst krabbameinum. Þekking sem samt oft hefur lengið lengi fyrir, en fengið litla athygli fjölmiðlanna. Þannig var eins og þjóðin vaknaði af djúpum svefni þegar fréttist að Angelina Jolie hafði […]
Stundum kemur læknisfræðin manni svo sannarlega á óvart, sérstaklega þegar hún flokkast ekki undir hin sannreyndu vísindi. Meðferðir sem þó áttu rætur til alþýðuvísinda gegnum aldirnar. Jafnvel árþúsundir aftur í tímann, en sem við týndum einhvers staðar á leiðinni. Í dag notum við enda oftast lausnir sem vísindin ein segja okkur að séu bestar. Oftast […]
Það hljóta að vakna upp stórar spurningar varðandi siðfræði- og lagalega þætti starfsemi ÍE, þegar forstjórinn, Kári Stefánsson, tjáir sig með þeim hætti sem hann gerir nú um möguleg not af upplýsingum úr erfðagagnagrunni þjóðarinnar. Nú um áhættuna á að ákveðnar konur kunni að vera með arftengt brjóstakrabbamein. Upplýsingar úr gagnagrunni þar sem hámarks trúnaður […]
Íslensk erfðagreining býr yfir dulkóðuðum gögnum um 2.400 Íslendinga með stökkbreytt krabbameinsgen, BRCA2, eins og segir í frétt frá þeim. Þar af eru um 1.200 konur sem eru þá með yfir 80% líkur á að fá brjóstakrabbamein samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um þetta stökkbreytta gen og hættunnar á að þróa með sér brjóstakrabbamein. Leyfi þarf hjá Persónuvernd, Landlæknisembættinu […]
Nú eru margir farnir að hlakka til sumarsins og þegar tekið fram hjólin sín úr geymslunum eftir langan vetur, ekki síst börnin. Ekkert kemur hins vegar betur í veg fyrir hjólaslysin en að varlega sé farið fyrstu daganna og að fullorðnir sýni börnunum gott fordæmi. Hjól séu vel yfirfarin og bremsur athugaðar. Hjólreiðar njóta auk […]
TBE, MÍTLAHEILABÓLGA Í fyrra var hjá mér íslensk kona á stofunni sem var fædd og uppalin í Eistlandi, en sem hugði nú mörgum árum síðar, að heimsækja æskuslóðirnar ásamt barninu sínu. Hún heyrði hins vegar frá ættingjum og vinum, að ekki væri vogandi að koma að sumri til í heimsókn nema að vera bólusettur gegn […]