Íslendingar eru bjartsýn þjóð og hugsa alltaf að bráðum komi betri tíð með blóm í haga. Hjá þjóðinni hefur enda alltaf skipst á skin og skúrir, blómaskeið og hamfarir, góðæri eða kreppur. Stundum hamfarir, öflug eldgos og kreppa allt í senn, eins og maður hugsar nú til í norðan nepju, ösku og frosti í lok maí. Sumir segja að á Íslandi búi […]
Nýlega fjallaði ég um framtíðarfyrirmynd að sjálfbærni í landbúnaði og plönturæktun hverskonar hér á landi í Draumnum um aldingarðinn Eden. Önnur sjálfbærni sem snýr að samfélagi fatlaða er ekki síður mikilvæg, þar sem Íslendingar hafa verið í fararbroddi í bráðum öld. En nú eru blikur á lofti með áframhaldið. Í allri ljósadýrðinni sem naut sín […]
Í dag, 14. apríl er bókasafnsdagurinn. Dagur sem á sér gamlar og góðar minningar um staði sem í dag gegna nýju og breyttu hlutverki miðað við þá gömlu góðu daga þegar lestur bóka einskorðaðist að mestu við lán á bókum. Í bókasöfnum þar sem bókaormarnir komu nánast daglega og átu allt upp. Í dag á tölvuöld, ef til […]
Síðasti mánuður, mars 2011 hefur verið með afbrigðum viðburðarríkur. Helst ber að nefna fréttir af hörmungunum í Japan þar sem talið er að allt að 30.000 manns hafi farist og eignartjón þar gríðarlegt. Heimsfréttir sem snerta okkur bæði beint og óbeint. Kjarnorkuógn í ofanálag sem virðist engan enda ætla að taka og mikil óvissa á margan hátt um varanlegar afleiðingar fyrir jafnvel […]
Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka […]
Í vikunni kom út ný bók, Þjóðfáni Íslands. Notkun, virðing og umgengni. Afskaplega vönduð bók og sem fjallar m.a. um fánareglurnar sem nú eru til endurskoðunar á alþingi Íslendinga. Til hamingju með bókina. Umræða um notkun íslenska þjóðfánans, virðingu og umgengni er alltaf vel þegin. En notum við fánann okkar of lítið og á hann […]
Sennilega eru fáir hlutir sem hafa jafn mikil áfhrif á daglegt líf og skapa okkur jafn mikil þægindi og bíllinn okkar. Sú bíltegund sem staðið hefur upp úr í gæðum hér á Íslandi síðastliðna áratugi er Toyota og ekkert umboð hefur getað státað að betri þjónustu gegnum árin. Hverjir geta verið betri sendifulltrúar þjóðar sem þannig standa að […]
Í vikunni fór ég út að borða með konunni minni af sérstöku tilefni. Fyrir valinu varð veitingarstaður sem mig hefur lengi langað til að heimsækja og sem heitir Sjávarkjallarinn. Ástæðan var ekki sú að ég væri góðkunnugur í Geysishúsinu í gamla daga, þegar ég var eins og grár Vesturbæjarköttur að reyna að selja fréttablöð eða […]
Ég var einn af þeim bjartsýnu sem ætlaði að reyna að fá miða á opnunartónleika Hörpunnar 4 og 5. maí næstkomandi. Reyndi ítrekað þar til tölvukerfið hrundi í miðasölunni. Síðar frétti ég að aðeins hefðu verið um 800 miðar í boði fyrir þjóðina en rúmlega 2000 miðar voru þegar fráteknir fyrir boðsgesti og „fastagesti“. Ég […]
Í dag var tilkynnt hverjir eru tilnefndir til Edduverðlaunanna 2011. Kvikmyndin Brim í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar fékk flestar tilnefningarnar og óska ég honum og Vesturporti til hamingju með þennan árangur. Kvikmynd af íslenskum veruleika eins og hann gerist kaldastur. „Hafið gefur, hafið tekur“. En það er ekki nóg að vera tilnefndur. Í fyrra var […]