Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 10.07 2012 - 14:39

Bráðaástand í bráðaþjónustunni!

Allt sl. ár hefur verið mikið rætt um álagið á heilsugæsluna og eins um hættuástand sem getur skapast á Slysa- og bráðamóttöku LSH vegna of mikils álags á starfsfólkið sem þar vinnur. Á spítala allra landsmanna þar sem skorið hefur verið niður um tæpan fjórðung á allra síðustu árum. Þökk sé íslenska fjármálakerfinu. Álagið hefur […]

Fimmtudagur 28.06 2012 - 09:59

Einstakt blóm á Öskjuvegi

Í sjálfu sér er einstakt að ég rúmlega miðaldra kallinn skuli velja slíkan titil á pistil. Ekki vegna þess að titilinn sé verri en hver annar, heldur vegna þeirrar staðreyndar að undirritaður hefur seint verið talinn rómantískur að eðlisfari. Frekar sjálflægur, en jarðbundinn. En það er landið okkar enn einu sinni og ákveðin tímamót nú sem […]

Miðvikudagur 20.06 2012 - 22:06

Bóndi er bústólpi

Á undanförnum vikum höfum við fengið að kynnast ágætum forsetaframbjóðendum sem allir boða nýja tíma, en hver á sinn hátt. Í miðri kreppu og á viðsjárverðum tímum, um það eru allir sammála. Sitjandi forseti er hins vegar tákn síns eigin tíma, tíma sem við viljum öll gera upp sem fyrst. Gamla bóndans þar sem búskapurinn […]

Laugardagur 09.06 2012 - 16:02

Erum við auðtrúa á töfralausnir og ofurlyf?

Það er svo sannarlega ekki alltaf allt satt sem sýnist við fyrstu sýn. Það ættum við að vita þjóða best í ljósi efnahagshrunsins mikla. Ekkert síður sem viðkemur sýn á góðri stjórnsýslu. Að auðvelt sé að fegra sannleikann þannig að við flest trúum og að við Íslendingar séum bestir í öllu. Í dag ríkir hins vegar hálfgert […]

Miðvikudagur 06.06 2012 - 13:58

Skemmtilegir Íslendingar

Dægurumræðan hefur verið á lágu plani undanfarið og mest ber á þeim sem spá hamförum í mannheimum á komandi árum. Þar sem þeir einir geti hugsanlega bjargað þjóðinni frá glötun. Þar sem einskonar forsetaræði í nafni þjóðarvilja er stillt upp gegn sjálfu þingræðinu. Gegn lýðræðinu eins og við best þekkjum það og sem við höfum treyst nær […]

Miðvikudagur 16.05 2012 - 19:08

Íslenska beltarósin, hin ófagra og oft illskeytta

Sennilega finnst einhverjum ég hafa furðulegan smekk fyrir rósum fyrst ég fæ mig til að skrifa um rós sem er ekki til að njóta nú í byrjun sumars og meðan við bíðum í ofvæni eftir að jafnvel fyrstu laukarnir láti á sér kræla. Á þessu kalda vori, á landi elds og ísa. Þegar aðeins er rúmlega mánuður í sumarsólstöður og bara fíflarnir eru farnir […]

Þriðjudagur 15.05 2012 - 11:02

Nútímavíkingar og útlitsútrásin

Vegna frumsýningar á þættinum hans Sölva Tryggvasonar, Málið í gærkvöldi á Skjá 1 þar sem fjallað var um útlitsdýrkun og m.a. var viðtal við undirritaðan um brjóstapúðamálið margfræga, vil ég endurbirta pistil minn um „málið“ frá því apríl aðeins lagfærðan, lesendum vonandi til betri glöggvunar á þessum nýja lýðheilsuvanda Íslendinga og sem þjóðin öll og heilbrigðiskerfið þarf nú að […]

Föstudagur 11.05 2012 - 16:50

…og höfuðbúnaðurinn sem við viljum ekki þurfa að nota.

Í sjálfu sér er eins og að bera í bakkafullan lækinn að ræða um öryggið sem reiðhjólahjálmur getur veitt. Slík er umræðan búin að vera um reiðhjólaslysin á undanförnum áratugum, líka hér á landi og slysatölurnar sýna svo vel. En einhverja hluta vegna geta sumir ekki skilið vandann eða vilja ekki. Gegn því sjálfsagða að nota reiðhjólahjálma, alltaf og […]

Þriðjudagur 08.05 2012 - 13:52

Allir með eitthvert vit í kollinum..

…eiga að nota hjálm við hjólreiðar og sem skiptir „höfuðmáli“ ef högg kemur á höfuðið við fall. Þetta hélt maður reyndar að allir vissu þótt umræðan á síðustu árum hafi stundum verið villandi í baráttu þeirra sem berjast gegn lögleiðingu reiðhjólahjálmanotkunar fullorðinna. Umræða sem hætt er við að snúist upp í andstæðu sína og verði […]

Laugardagur 05.05 2012 - 18:07

Nýr Landspítali á Landspítalalóð, eins og slæmur draumur í dós

Nú eru að nálgast tvö ár síðan ég gerði fyrst athugasemdir skriflega um staðarval á byggingu nýja Landspítalans, háskólasjúkrahús allra landsmanna við Hringbraut á blogginu. Til að koma fram með að minnsta kosti mín sjónarmið áður en allt yrði um seinan, en sem mér finnst síðan litlu máli hafa skipt. Ekki heldur athugasemdir annarra, sem jafnvel hafa haft meira […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn