Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 01.06 2011 - 17:24

„Í endann skyldi upphafið skoða“

Oft finnst mér orðatiltækið ætti að hljóða svona því ýmislegt skýrist hvernig upphaflega er staðið að verki, en ekki öfugt. Hvernig ætti svo sem endirinn að skýra það sem ekki hefur verið gert. Þannig finnst mér ýmislegt í umræðunni í dag um lyfjamál vera á blindgötum. En auðvitað má ætla hvað framtíðin ber í skauti sér eftir því hvernig við ætlum að […]

Sunnudagur 29.05 2011 - 11:54

Ógnir í starfsumhverfi lækna

Umræða um vaxandi ofbeldi gegn heilbrigðisstarfsfólki hefur mest verið tengd bráðaþjónustunni og hvernig ástandið getur verið á Slysa- og bráðamóttöku LSH um helgar þar sem þarf orðið alltaf lögregluvakt. Í umræðunni um „læknadóp“ sem er auðvitað rangnefni að því leiti að læknirinn skrifar sjaldnast upp á lyf í þeim tilgangi að það sé notað sem dóp, […]

Föstudagur 27.05 2011 - 17:09

Opið upp á „gátt“

Rafræna „gáttin“ er aðgangur fyrir rafræna lyfseðla til apótekanna. Sérstök gátt sem hægt er að leggja inn lyfseðla gegnum tölvu sem sjúklingarnir einir geta síðan sótt í með aðstoð lyfjafræðings í apóteki. Einskonar rafrænn banki sem geymir útgefnar lyfjaávísanir í allt að ár og engin hefur yfirlit yfir nema sjúklingurinn sjálfur, ef hann þá á annað borð hefur vit á og […]

Miðvikudagur 25.05 2011 - 14:00

Umræðan um „læknadóp“

Vegna umræðunnar um „læknadóp“ sem hefur orðið í kjölfar þátta Kastljóss og ítarlegrar umfjöllunar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, fréttamanns, er rétt að árétta að allt má misnota, líka góð lyf sem gefin eru í góðri trú til að líkna. Ofnotkun lyfja er stórt vandamál í nútímanum sem snertir almennt heilbrigði og sem stundum leiðir til misnotkunar á lyfjum. Oft af hálfu sjúklings en stundum annarra […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 12:06

Orðin og þjóðin

Íslendingar eru bjartsýn þjóð og hugsa alltaf að bráðum komi betri tíð með blóm í haga. Hjá þjóðinni hefur enda alltaf skipst á skin og skúrir, blómaskeið og hamfarir, góðæri eða kreppur. Stundum hamfarir, öflug eldgos og kreppa allt í senn, eins og maður hugsar nú til í norðan nepju, ösku og frosti í lok maí. Sumir segja að á Íslandi búi […]

Miðvikudagur 18.05 2011 - 22:58

Erum við ekki að gleyma einhverju?

Umræða um heilsu er ofarlega á baugi eins og vera ber, en oft á mismunandi forsendum þó. Heyrum við ekki það sem sagt er, eða hlustum við ekki á það sem fólki býr í brjósti? Oft litast umræðan nefnilega af allt öðru en að tryggja fólkinu sem í landinu búa bestu mögulegu heilsu sem völ […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 10:22

Óskalög sjúklinga

Í gamla daga sem barn ímyndaði ég mér oft að sjúklingar væru sérstakur þjóðfélagshópur. Gamalmenni og óheppið fólk sem fengi alvarlega sjúkdóma sem þyrfti síðan að leggjast inn á spítala. Fólk sem síðan lægi þar oft í langan tíma. Stundum allt of lengi, en sem vikulegir óskalagaþættir í útvarpinu styttu stundirnar. Óskalög sjúklinga á RÚV voru enda […]

Laugardagur 14.05 2011 - 10:07

Neftóbak og annað eitur

ÁTVR telur að framleiðslu og sölu á íslensku neftóbaki verði hætt í núverandi mynd ef frumvarp til laga um tóbaksvarnir verður samþykkt í óbreyttri mynd. Samkvæmt frumvarpinu verður bannað að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lyktblandað reyklaust tóbak. Þessari frétt sem kom fram hjá RÚV í vikunni ber að fagna og vonandi […]

Miðvikudagur 11.05 2011 - 13:27

Samfélagsleg ábyrgð á velferð barna á Íslandi

Nú eru skólunum að ljúka og sumarið framundan. Fyrir mörg börn er skólinn samt griðastaður frá erfiðleikum heima fyrir, ekki síst á tímum sem við nú lifum og fátækt víða ríkjandi á heimilum. Fyrir þeim börnum þarf nú að hugsa þótt henni Grýlu gömlu hafi oft verið hótað í gamla daga, ef börnin væru ekki nógu þæg […]

Föstudagur 06.05 2011 - 14:57

Góður dagur til að ganga á fjöll

Í dag er góður dagur þótt úti sé norðaustan nepja í höfuðborginni. Kalt á vangann en maður finnur samt að volgir straumar liggja í loftinu. Kjarasamningar ASI í höfn sem vonandi leggur grunninn að bjartari framtíð. Þrátt fyrir andstöðu sumra sem gera hvað sem er til að veikja ríkisstjórnina. Friður á vinnumarkaði er auðvitað algjör grundvöllur hagsældar í […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn