Rafræna „gáttin“ er aðgangur fyrir rafræna lyfseðla til apótekanna. Sérstök gátt sem hægt er að leggja inn lyfseðla gegnum tölvu sem sjúklingarnir einir geta síðan sótt í með aðstoð lyfjafræðings í apóteki. Einskonar rafrænn banki sem geymir útgefnar lyfjaávísanir í allt að ár og engin hefur yfirlit yfir nema sjúklingurinn sjálfur, ef hann þá á annað borð hefur vit á og […]
Vegna umræðunnar um „læknadóp“ sem hefur orðið í kjölfar þátta Kastljóss og ítarlegrar umfjöllunar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, fréttamanns, er rétt að árétta að allt má misnota, líka góð lyf sem gefin eru í góðri trú til að líkna. Ofnotkun lyfja er stórt vandamál í nútímanum sem snertir almennt heilbrigði og sem stundum leiðir til misnotkunar á lyfjum. Oft af hálfu sjúklings en stundum annarra […]
Íslendingar eru bjartsýn þjóð og hugsa alltaf að bráðum komi betri tíð með blóm í haga. Hjá þjóðinni hefur enda alltaf skipst á skin og skúrir, blómaskeið og hamfarir, góðæri eða kreppur. Stundum hamfarir, öflug eldgos og kreppa allt í senn, eins og maður hugsar nú til í norðan nepju, ösku og frosti í lok maí. Sumir segja að á Íslandi búi […]
Umræða um heilsu er ofarlega á baugi eins og vera ber, en oft á mismunandi forsendum þó. Heyrum við ekki það sem sagt er, eða hlustum við ekki á það sem fólki býr í brjósti? Oft litast umræðan nefnilega af allt öðru en að tryggja fólkinu sem í landinu búa bestu mögulegu heilsu sem völ […]
Í gamla daga sem barn ímyndaði ég mér oft að sjúklingar væru sérstakur þjóðfélagshópur. Gamalmenni og óheppið fólk sem fengi alvarlega sjúkdóma sem þyrfti síðan að leggjast inn á spítala. Fólk sem síðan lægi þar oft í langan tíma. Stundum allt of lengi, en sem vikulegir óskalagaþættir í útvarpinu styttu stundirnar. Óskalög sjúklinga á RÚV voru enda […]
ÁTVR telur að framleiðslu og sölu á íslensku neftóbaki verði hætt í núverandi mynd ef frumvarp til laga um tóbaksvarnir verður samþykkt í óbreyttri mynd. Samkvæmt frumvarpinu verður bannað að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lyktblandað reyklaust tóbak. Þessari frétt sem kom fram hjá RÚV í vikunni ber að fagna og vonandi […]
Nú eru skólunum að ljúka og sumarið framundan. Fyrir mörg börn er skólinn samt griðastaður frá erfiðleikum heima fyrir, ekki síst á tímum sem við nú lifum og fátækt víða ríkjandi á heimilum. Fyrir þeim börnum þarf nú að hugsa þótt henni Grýlu gömlu hafi oft verið hótað í gamla daga, ef börnin væru ekki nógu þæg […]
Í dag er góður dagur þótt úti sé norðaustan nepja í höfuðborginni. Kalt á vangann en maður finnur samt að volgir straumar liggja í loftinu. Kjarasamningar ASI í höfn sem vonandi leggur grunninn að bjartari framtíð. Þrátt fyrir andstöðu sumra sem gera hvað sem er til að veikja ríkisstjórnina. Friður á vinnumarkaði er auðvitað algjör grundvöllur hagsældar í […]
Tæplega 200.000 bílar til afnota fyrir rúmlega 300.000 manna þjóð, knúnir í 99,5% tilfella af fljótandi eldsneyti, bensíni og díselolíu eins og sjá má í frábærri skýringarmynd Fréttablaðsins í morgun. Einnig stór fiskveiði- og kaupskipafloti sem eyðir helmingi meira en bílaflotinn. Síðan flugfélögin sem eyða ógrynni af eldsneyti í hverri einustu flugferð til sólarlanda yfir […]
Tölur og mælingar eru ágætar svo langt sem þær ná. Margt í daglega lífinu verður hins vegar ekki lagt á mælistiku, enda ósýnilegt. Vellíðan, vanlíðan, áhyggjur, hamingja, kvíði og verkir. Allt huglæg hugtök og aftstæð. Þögnin er heldur ekki mælanleg, kyrrð og ró sem okkur skortir oft sárlega í amstri lífsins, ekki síst þegar við […]