Laugardagur 24.07.2010 - 22:16 - 28 ummæli

AGS dregur úr ESB áhuga

Ein ástæða þess að stuðningur við ESB aðild hefur dalað er að AGS prógrammið hefur tekist vonum framar. 

Kreppan er búin, er sagt, þó svo að við séum í gjörgæslu AGS með ónýta krónu, höft, lokaða fjármálamarkaði og lánstraust í ruslaflokki.

Halda menn virkilega að AGS og Norðurlöndin munu halda áfram að dæla hér inn sparifé útlendinga til að halda Íslendingum utan við ESB? 

70% þjóðarinnar er fullviss um að svona muni þetta reddast í framtíðinni. 

Hvað gerist þegar AGS skrúfar fyrir kranann?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (28)

  • Þetta er afar þöf spurning og brýnt að bera hana fram. Fróðlegt verður líka að lesa svörum sem hjóta að berast í bílförmum miðað við þann fjölda sem virðist halda „að þetta reddist“ þegar búið verði að losa okkur við AGS.
    Ég er ein af þeim „svartsýnu“ sem trúi ekki lengur á Íslensku reddinguna.

  • Andri Haraldsson

    Það er alveg rétt að aðkoma AGS hefur bjargað Íslandi til skamms tíma. Og allt í lagi, eins og þú segir í hálfkæringi, þá er það kannski ástæðan fyrir því að við höfum ekki sem þjóð lært lexíuna.

    En þjóð sem er svo grunnhyggin á ekki langt eftir. Það hugarfar sem fólk eins og @palli sem hefur tjáð sterklega skoðanir sínar við þetta blogg, ef það verður ofaná, er í raun orsök alls vanda Íslands.

    Það er eindæma hroki að neita að læra af heimi sem er uþb. 20.000 stærri heldur en íslenska þjóðin. Það er nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur nýr við það sem er að gerast á Íslandi. Það eru stúdíur eftir stúdíur til sem fara í sögulegt yfir ferli sem eru því sem næst nákvæmlega það sem hefur gerst á Íslandi. Nýfrjálsar þjóðir fyrrum kommúnismans, Nýfundnaland, meira að segja Norðurlandin með sitt bankahrun–sagan er full af dæmum.

    Ég er ekki aðdáandi Richard Nixon, svona alla jafna, en lýsing hans að Ísland væri „the most arrogant little country in the world.“ er sennilega sú skilvirkasta sem við getum fundið. Ef við bætum svo við ágætu íslensku máltæki: „Hátt hreykir heimskur sér“ þá fer kannski nærri um hvernig þjóðin kemur öðrum þjóðum fyrir sjónir.

    Það er þessi hroki, ekki AGS sem stendur í veginum fyrir íslensku atvinnu og mannlífi.

  • Oft þegar maður sér skrif á borð við þau sem „palli“ býður lesendum þessarar góðu bloggsíðu upp á, þá klæjar mann í fingurnar eftir því að svara allri vitleysunni.

    En þá þarf maður að halda aftur af sér. Slík svörun er tilgangslaus.

    Rök bíta nefninlega ekki á heimsku.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Palli,
    Hvers vegna í ósköpunum skrifar þú ekki undir fullu nafni. Orðbragð þitt er fyrir neðan allar hellur. Ég er ekki hrifinn af því að ritskoða mína síðu og banna fólk en ég verð að virða velsæmismörk.

    Það er í besta lagi að þú hafir aðrar skoðanir en ég, en ég bið þig vinsamlegast að skrifa á málefnalegum grunni og vanda þitt orðaval.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Því miður hef ég orðið að loka fyrir Palla, þar sem hann eða hún vill ekki virða almenna kurteisi í orðavali.

  • Andri Haraldsson

    Já Palli, auðvitað var það Kissinger. Takk fyrir að flétta því upp á netinu fyrir mig. Breytir samt kannski ekki öllu.

    Varðandi Federal Reserve. Hann er sjálfstæð stofnun sem svarar til þingsins. Að kalla hann einkabanka er hártogun sem sæmir þér vel.

  • Þegar AGS og Norðurlöndin skrúfa fyrir kranan, þá taka súpueldhúsin við.

  • Eina leiðin útúr þessum skelfilegu ógöngum, sem eru miklu alvarlegri en meginþorri almennings virðist átta sig á, er í gegnum ESB-aðild. Þetta er bara staðreynd. Ekkert flókið mál. Fólk þarf að leyfa þessu að síast inn…og það virðist ætla að taka tíma…kv

  • Andri Haraldsson // 24.7 2010 kl. 22:40

    Mikið innilega vildi ég að ég væri ekki svona innilega sammála þér 😮

  • Þórarinn Einarsson

    Andri Geir, ef þú hefur einhverja hugmynd um hvernig þetta AGS prógram á að hafa endað kreppuna, þá væri mjög gagnlegt að fá smá pistil um það. Hvað var það sem AGS gerði? Voru það lánin sem áttu að styrkja gjaldeyrisforðann? Voru það ströngu hávaxtakröfurnar? Eða voru þetta bara svona góðir efnahagsráðgjafar?

    Þá má kannski einnig velta fyrir sér þeirri skemmtilegu spurningu: Hvað þarf efnahagsástandið að verða slæmt til þess að þjóðin verði nógu örvæntingafull til þess að ganga í ESB? Kannski að Samfylkingin taki þetta til sín og rústi efnahaginum endanlega til þess að komast inn (kannski var Icesave tilraun til þess)?

    En ef AGS er að tryggja það að Ísland gangi ekki í Evrópusambandið, þá má e.t.v. þakka þeim fyrir það. Annars þykir mér sjálfsagt að skrúfa fyrir þann krana.

    Ég er nú yfirleitt ósammála ykkur Öndrunum og sérstaklega í þessari færslu. Þótt að hann Palli sé e.t.v. orðljótur, þá þykir mér leitt að sjá ekki hans sjónarmið í þessari umræðu. Vel má vera að þið eigið skammir hans skildar, sérstaklega Andri Haraldsson sem þykir það vera hártogun að kalla Federal Reserve ‘einkabanka’ sem hann vissulega er. Hver veit nema það sé einmitt hugarfar Andra Haraldssonar sem er orsök alls vanda. Getur ekki verið að grunnhyggni og hroki eigi meira við um hann sjálfan?

  • Magnús Björgvinsson

    Alveg sammál Andra Geir. Hvað gerist hér þegar að samstarfi okkar við AGS lýkur. Fólk hlýtur að muna að í þessu samstarfi felst m.a. að við þurfum að greiða lán þeirra og Norðulanda til baka og þar með fer gjaldeyrisforði okkar aftur. Og ef við verðum ekki komin í eitthvað samstarf um gjaldmiðil eftir nokkur ár þá eru hér líkur á algjöru hruni krónunar. Sem og að við eigum sennilega ekki greiðan aðgang að gjaldeyri þá. Þannig að hér verður að taka upp haftakerfi. Ég hef gegnið svo langt að spá skömmtunarseðlum þar sem krónan verður verðlaus.

    En hér er kominn upp þjóðernisrembingur með öfga hægri þjóðernisstefnu sem blönduðu er með slatta af öfga vinstri áróðri. Sem gengur út á að allur heimurinn sé með í samsæri gegn okkur. Fólk fer á netið og lætur mata sig á allskonar bulli sem fólk er að lesa á netinu. Fólk kann ekki að greina milli þess sem fær ekki staðist og raunveruleikans. Eins þá trúir það á ábyrgðarlaust hjal fólks um að ekki þurfi að semja um skuldir okkar og útlendingar eigi bara að borga þær.

  • Andri Haraldsson

    Sæll Þórarinn. Sé að þú ert kominn með þínar samsæriskenningar hingað.

    Það er einmitt fólk sem segir vitleysu eins og „Federal Reserve er einkabanki“ sem Ísland er að hlusta á í dag. Þetta eru órar þeirra sem eru á móti núverandi peningamálaskipan heimsins, og lifa og hrærast í einhverjum sjálfhverfum spunaheimi þar sem ofurmenni spinna vef til að stela öllum heimsins gæðum. Það er alveg ágætt að fólk hafi þessar skoðanir og gerir mannlífið meira spennandi að allir eru ekki eins. Það eru margir sér gera sér upp heim þar sem klíkur ráða öllu til að láta sér líða betur yfir hversu illa þeir hafa sjálfir komið ár sinni fyrir borð.

    En fyrir okkur sem höfum kosið að búa í samfélagi mannanna, og sem sitjum ekki með álpappír á höfðinu til að tryggja að „þeir“ séu ekki að lesa hugsanir okkar, þá eru ráð fólks sem kannski má kalla „paranoid delusional“ ekki sérstaklega gagnleg. Hugmyndir fólks um ESB sem einhvert samsæri stórfyrirtækja til að komast yfir auðlindir Íslendinga eiga ekki að vega þungt í tali alvörugefins fólks.

    Ég hef sagt margoft að ég veit ekki hvort ESB sé rétta lausnin fyrir Ísland, en að eins og sakir standa sé ekki um aðrar lausnir að ræða. Amk. ekki lausnir sem halda landinu í þokkalegri byggð og lífsgæðum á núverandi stigi.

    Ég er ekkert hræddur við það að fólki finnist ég sem einstaklingur hrokafullur. Á stundum gæti ég meira að segja verið sammála því. En þjóðir þurfa á sínum ögurstundum að rísa hærra en einstaka misvísir menn.

    Varðandi Federal Reserve þá má lesa á ýmsum stöðum um eignarhald, skipulag, og stjórnun hans. Tenglar á frumupplýsingar má finna í þessari grein á Wikipedia, sem einnig gefur almennt yfirlit: http://en.wikipedia.org/wiki/Federal_Reserve_System

  • Vitleysingur sem vill ekki í ESB

    Tækifæri ESB sinna um að fá meirihluta þjóðarinnar í lið með sér kom…

    …en hvarf síðan á ljóshraða og kemur ekki aftur.

    Hef velt því fyrir mér hvort það séu þrælsgenin sem toga svona sterkt í suma að þeir vilji verða útnári í ESB, spurning um að fá Kára í málið.

  • Þórarinn Einarsson

    Sæll Andri Haraldsson!

    Ekki sá ég að vísu neinar samsæriskenningar í minni færslu. Þú varst þó fljótur að setja á mig álhattinn 🙂

    Það er að vísu staðreynd að Federal Reserve er einkabanki. Hann er a.m.k. í eigu einkabanka. En vissulega má segja að það sé algjör vitleysa að seðlabanki sé í eigu einkabanka.

    Það eru til öflugar valdaklíkur í heiminum. Við getum deilt um það hvað þær hafa mikil völd, hvað þær stela miklu og hvað þær ganga langt.

    Mér þykir nokkuð dapurlegt ef þú sért hlynntur núverandi skipan peningamála heimsins. E.t.v. hefur þú ekki kynnt þér þá skipan nægilega vel.

    Oft kemur sannleikurinn illa við þann sem lifir í blekkingarheimi. Fáir vilja þó viðurkenna að það séu þeir sjálfir sem lifa í þeim heimi. Þeir verja sinn eigin blekkingarheim með fordómum gagnvart framandi eða undarlegum skoðunum.

    Ég segi að sá sem er óhræddur við sannleikann ætti að forðast fordóma en vekja fremur hjá sér forvitni um uppruna „furðulegra“ skoðana. Heimsmynd þess víðsýna er opin og breytileg. Hinn þröngsýni býr í kassa.

    Ég er þó sammála þér um það að „þjóðir þurfa á sínum ögurstundum að rísa hærra en einstaka misvísir menn“. – Miklu hærra!

  • Þórarinn Einarsson

    Sæll Magnús Björgvinsson!

    Ég les mikið á internetinu. Mikið af því er bull. Nokkur hluti af bullinu er eftir þig 🙂

  • Ómar Harðarson

    Það er nokkuð ljóst að pólitíska umhverfið hér er ekki vænlegt til að réttar og framsýnar ákvarðanir verði teknar. Þegar ágreiningur er innan ríkisstjórnar, sem nokkuð oft gerist þessa dagana, eru fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðu að hún „ætli ekki að skera ríkisstjórnina úr snörunni“. Það merkir að hún mun taka afstöðu sem kemur ríkisstjórnarsamstarfinu verst en lætur sig engu varða hvað kemur þjóðinni best.

    Þá sýnist mér að AGS planið hafi verið með endahnútnum „þetta reddast“. Það virðist gert ráð fyrir að þegar áætluninni lýkur sé efnahagskerfi heimsins komið í samt lag og bankamenn um allan heim tilbúnir til að lána fúlgur fjár til Íslands á nýjan leik. (Hér vilja fæstir fjárfesta vegna landlægrar andúðar á útlendingum.)

    Auðvitað getur farið svo að þetta reddist, að veðmálið sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vg eru tilbúin að taka, gangi upp. Líklegra er þó að óábyrg efnahagsstjórn valdi stórskaða þegar enginn verður lengur aðgangur að aðstoð AGS. Fjármálamenn heimsins eru ekki sérlega ginkeyptir fyrir íslenskum sölumönnum. Sérstaklega er fyrirsjáanleg stórkostleg gengisfelling og haftapólitík, ásamt skefjalausri stóriðjupólitík í örvæntingarfullri leið til að ná hingað erlendu fjármagni. Það er rétt sem Andri Haraldsson bendir á að aðild að ESB sé eina ábyrga framtíðarstefnan sem getur sneitt fram hjá þessum boðum.

  • Andri Haraldsson

    Þórarinn.

    Skoðanir mínar eða þínar á því hvort að núverandi fjármálakerfi heimsins sé það besta af öllum mögulegum heimum skipta engu máli. Ísland getur ekki breytt fjármálakerfinu. Það getur tekið þátt, eða ekki tekið þátt. Það eru valmöguleikarnir.

    Það eru einmitt þessir órar að lausn á vandamálum Íslands liggi í einhverju sem enginn annar hefur fattað, sem er vandamálið. Ísland er raunverulegt land með raunverulegu fólki sem hefur raunverulegar þarfir. Það er enginn staður til að leika sér með einhverja kaffihúsahugmyndir. Hvort heldur það er laizze-faire libertarianismi, eða jaðarhugmyndir sem byggja á því að stofnanir sem þjóðir heimsins hafa sameinast um séu einhverjar frímúrareglur þar sem „þeir“ munu hlunnfara Íslendinga.

    Ég vona að ákvarðanir íslendinga í framtíðinni byggist ekki á einhverri útgáfu af þessum órum um að við lifum öll í einhverjum blekkingarheimi, og að Keanau Reeves sé sá eini sem geti bjargað okkur. Lífið er ekki „the Matrix.“ Og Þórarinn þú ert ekki „the One.“

  • Þórarinn Einarsson

    Andri, mér sýnist þú lýsa ágætlega kassanum sem þú býrð í. Dapurlegur skortur á ímyndunarafli. Ef þú byggir í ‘The Matrix’ eða ‘1984 Orwells’, þá er ég ansi hræddur um að þú næðir ekki að skilja þann heim, myndir væntanlega bara vera hlýðinn borgari og ekki spyrja óþægilegra spurninga.

    Svo virðist þú hafa sérkennilegar ranghugmyndir um samsærisviðhorf annara. Það virðist vera þú sjálfur sem ert með samsæriskenningar á heilanum. Þvílík steypa hjá þér. Á hvaða vettvangi kynnist þú þessum samsærisviðhorfum?

  • Andri Haraldsson

    Þórarinn.

    Ímyndunafl er ágætt. Það er gamanað ímynda sér drauga, og nornir, og einhyrninga. Það er samt meira um vert að geta greint hinn efnislega heim þegar maður er staddur í honum. Hvort að ég myndi ekki spjara mig í dystópískum bókmenntum eða hasarmyndum, hefur ekkert með raunverulega framtíð mína eða Íslands að gera.

    Þú ert orðinn svo samdauna þínum ímyndunarveruleika að þú sérð ekki einu sinni hvernig þú snýrð heiminum í samsæri. Að ofan sagðir þú:

    „Kannski að Samfylkingin taki þetta til sín og rústi efnahaginum endanlega til þess að komast inn (kannski var Icesave tilraun til þess)?“ Fyrir okkur hin, þessi sem ennþá hafa raunveruleikaskyn, þá er þetta dæmi um samsæriskenningu. Og lélega sem slíka, því hún á enga samsvörun í raunveruleikanum.

    Látum nú þessu lokið. Heimar okkar snertast ekki. Ég vona bara að Íslendingar beri gæfu til að taka ákvarðanir byggðar á raunveruleika, ekki ofsóknarbrjálaðri þjóðernishyggju og afdönkuðum ranghugmyndum.

  • Þórarinn Einarsson

    Eins og ég sagði áðan Andri, þá sýnist mér þú lýsa ágætlega kassanum sem þú býrð í. Miklar takmarkanir, miklir fordómar. Óska þér samt alls hins besta!

  • Andri Haraldsson

    OK. Þórarinn. Ég tek beituna. Hvað er fyrir utan „kassann“ sem þrengir svona að mér? Gætirðu, með vinsemd og virðingu, kannski sýnt okkur hvernig svörin sem þú hefur eru betri en a) það sem er verið að gera á Íslandi í dag, eða b) það sem myndi gerast á Íslandi ef gengið væri að samningi við ESB (sem m.a. tryggði áframhaldandi stjórn íslendinga á auðlindum landsins).

    Þarf ekkert að vera mjög nákvæmt. En kannski aðeins nákvæmara en „AGS er vont“ eða „vinstri stjórnin er á móti fjárfestingu“ eða „Brussel er miðstöð búrókrata.“ Ég hlakka til að heyra frá þér.

    Andri

    P.s., borgin sem ég bý í var hönnuð af frímúrara, fyrir annan frímúrara, og var upprunalega dregin upp kassalöguð.

  • Þórarinn Einarsson

    Glæsilegt Andri! (Hann tók beituna)! – „We got him“!

    Ég ætla aðeins að bíða með það að segja þér frá því hvað er fyrir utan kassann, en vona innilega að þú uppgötvir það sjálfur, enda er það vegur og reynsla sérhvers manns að komast út úr kassanum.

    Varðandi spurningar a), þá er ég að vísu tilbúinn til þess að ganga mun lengra en aðrir í að gera það sem mér þykir rétt. Ég vil losna við núverandi Matador-fjármálakerfi heimsins. Ég vil að Ísland verði fyrirmynd annara þjóða með nýtt og öðruvísi fjármálakerfi. Ég vil ekki lúffa fyrir erlendum kröfuhöfum og alþjóðabáknum. Ég vil að lýðræðislegur vilji yfirstígi takmarkanir og þvinganir settar fram af fjármálavaldinu. Við eigum að hætta að taka erlend lán og helst að gera upp þau gömlu á breyttum skilmálum ef með þarf.

    b) Sjálfsagt gerist ekki mikið fyrstu árin. Vera má jafnvel að neytendur finni fyrir bættum lífskjörum. En fullveldið og sjálfstæðið er stórskert og spurning hvort hluti íslensku þjóðarinnar stofni nýtt lýðveldi. Það verður aldrei sátt og friður ef Ísland gengur í ESB.

    Ég tel að Ísland þurfi að nota fullveldið og sjálfstæðið til þess að sýna frumkvæði og fordæmi í heiminum.

    Fyrir mér er það að ganga í ESB eins og að flýja efnahagserfiðleika með því að flytja bara heim til mömmu.

  • Uni Gíslason

    http://truthinprophecy.com/blog/dc.php

    En það er margt sem dregur úr ESB áhuga annað en IMF, t.d. Icesave, Magma, LÍÚ, FLokkurinn, ofsóknarbrjálæði og vænisýki… til að nefna nokkra hluti.

    Einnig þvermóðska VG sem dregur hugmyndafræði sína úr myrkum krókum rómantískrar stalínistapælinga og einhverskonar innbyggðum reflex sem gengur út á að vera skóhorn íhaldsins – þ.e. verkfærið sem kemur hæl íhaldsins aftur inn.

    En verst er að sjá xD þykjast geta spilað einhverja djúpa strategíu með land og þjóð. Vera á móti ESB og höfða þannig til þjóðernishyggju með annarri hendinni og með hinni selja og einkavæða allt það sem gerir landið ‘sjálfstætt’ í hinni víðustu merkingu.

    Það er alltaf hræsnin í FLokknum sem kemur mér á óvart – þrátt fyrir alla aðra galla xD. Hræsnin er svo… afgerandi.

    IMF hefur engan áhuga á að stoppa hér við lengur en ítrastu nauðsyn krefur, enda miklu verðmætari ávexti að finna en þetta sjálfumglaða sker sem hvort eð er hefur selt besta partinn af auðlindum sínum til réttra aðila.

    Skattkerfið er hægrisinnaðara en í BNA og tekist hefur að stofna stéttarskipt samfélag þeirra sem eiga og þeirra sem geta aldrei eignast. Þeirra sem fá tekjur sínar í gjaldeyri og þeirra sem fá greitt í úttektarmiðum kaupfélagsins (oft kallað íslenskar krónur).

    En samningur liggur ekki fyrir ennþá. Ég er ennþá viss um það að verði sá samningur ‘próper’ og beygi sig fyrir aðalatriðum íslenskrar paranoiu.. þá verður aðild samþykkt með meira en 60%.

  • Andri Haraldsson

    Fyrirgefðu Þórarinn að ég hef ekki tíma til að svara þér fyllilega. Er í rafmagns og Internet vandræðum.

    Í stuttu máli þá virðist mér að þú ætlist til að þjóðin taki sér í fang að leysa helstu vandræði heimsins áður en hún fær að leysa sína vandamál. Ísland er ekki sjálfbært um svo mikið sem klósettpappír, svo að málin verða ekki leyst án samskipta við útlönd, og samskipti við útlönd krefjast annað hvort vöruskipta eða peninga. Vöruskipti eru óhagkvæm leið, nema þú hafir svar við því í snarheitum.

    Peninga sitjum við uppi með og það breytist ekki sama hvað þú vilt gera í þínum kassalausa heimi. En á meðan finnst þér að því er virðist sjálfsagt að njóta ávaxta þeirra sem ekki vilja lifa í þykjustuheimi.

    Kennisetningar eins og: „Ég vil að lýðræðislegur vilji yfirstígi takmarkanir og þvinganir settar fram af fjármálavaldinu. “ eru góðra gjalda verðar. En lýðræði er ekki hárbeittur hnífur sem lætur að vilja góðhjartaðs fólks. Það er ekkert í mannskynssögunni sem bendir til að lýðræði geti tryggt það sem þú vilt.

    Að lokum þá virðist mér að viðhorf þitt sé mjög í anda ofsatrúarfólks sem neitar að nota sýklalyf til að ráða niðurlögum bakteríusýkingar, en kýs þess í stað að biðja til guðs meðan það sjálft eða börnin þess deyja. Vonandi þarf ekki að koma til þess á Íslandi. Það er hægt að leysa vanda þjóðarinnar án þess að leggja hana í eyði til að friðþægja fólk sem er í einhverju nýaldarkukli.

  • Án efnahagslegs sjálfstæðis, byggir pólitískt sjálfstæði á veikum grunni.

    Það er til góð saga frá sjálfstæðisbaráttunni um aldamótin 1900 þegar deilan um Stöðulögin og ráðgjafa fyrir Ísland stóð sem hæst.

    Á þessum árum var kosning til Alþingis ekki leynileg og mjög þröngur hópur bænda og efnamanna fengu að kjósa. Konur höfðu ekki kosningarétt á þessum tíma.

    Bankastjóri Landsbankans, Tryggvi Gunnarsson, er sagður hafa leikið „klókan“ leik fyrir sína menn. Hann mætti einfaldlega á kosningastað með skuldabók Landsbankans og horfði menn í augun um leið og þeir kusu. Það var erfitt fyrir bændur sem voru á skuldaskrá að kjósa „gegn“ skoðunum og mönnum Tryggva!

    Aðeins þeir efnahagslega sjálfstæðu, þ.e. skuldlausir bændur, gátu talist sjálfstæðir og kosið eftir sinni sannfæringu.

    Ætli þetta hafi eitthvað breyst, nema þá að forminu til?

  • @Uni Gíslason kl. 19.46
    „En verst er að sjá xD þykjast geta spilað einhverja djúpa strategíu með land og þjóð. Vera á móti ESB og höfða þannig til þjóðernishyggju með annarri hendinni og með hinni selja og einkavæða allt það sem gerir landið ’sjálfstætt’ í hinni víðustu merkingu.“

    Þarna hittir þú algjörlega naglann á höfuðið í nokkrum setningum !
    það væri kannski ágætt og tímabært að fjölmiðlamenn fengju einhver svör frá FLokknum við þessari „sveiflu“ þarna hjá þeim.

  • First secure an independent income then practice virtue.

  • Well, this was kind of boring but whatever.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur