Mánudagur 25.10.2010 - 07:52 - 5 ummæli

Allir samferða – eða hvað?

Samtök atvinnulífsins leggja mikla áherslu á að allir verði samferða í gerð kjarasamninga.  En er það skynsamlegt?

Krónugeirinn er í engu standi til að hækka laun og það sama á við hið opinbera.  En útflutningsgeirinn sem fær sínar tekjur í alvöru gjaldmiðli er í allt annari stöðu og best reknu fyrirtækin sem eru með skuldir í lágmarki ættu að getað hækkað taxta um eða yfir 50%.  Hins vegar er skiljanlegt að SA sé ekki hrifið að þessari aðgerða, enda renna þessir peningar núna í vasa atvinnurekenda.  Þá munu launahækkanir hjá gjaldeyrisgeiranum setja mikla pressu á krónugeirann og stjórnmálamenn.

Þetta er eitt skýrasta dæmið í dag, hvernig krónan heldur launum niðri hjá þorra landsmanna en færir hagnað á silfurfati til fárra.  Hvers vegna styður meirihluti alþingismanna svona krónukerfi?  Af hverju er þeir með engar lausnir fyrir hinn almenna launamann og kjósanda?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Auknar launahækkanir í útfluttningsgeiranum væri einmitt til þess fallið að hvetja fólk til að færa sig frekar þangað með vinnuafl sitt. Þannig væri bæði fyrirtækjum og launamönum verðlaunað fyrir að gera það sem eykur líkur okkar á að geta staðið undir nauðsynlegum innfluttningi frá útlöndum.

  • Það á einfaldlega að hækka lægstu launin og engin önnur enda er það fólk sem er með þau laun verst statt. Forgangsröðun. Hjálpa þeim verst stöddu.

  • Gísli Ingvarsson

    Samstaða með launafólki felst í því að þrýsta á um breytingar á gjaldmiðli til langframa. Krónan getur ekki staðið undir lífskjaravæntingum þjóðarinnar. VG hefur greinilega engin tengsl við hag almennings. Ögmundur er fyrrum „leiðtogi launamanna“ en alveg út á túni hvað varðar peningastefnuna. Helsta von launþega er að Samtök atvinnulífsins standi fyrir breytingum en það er víst enn langt í að þau samtök komi niður á jörðina.

  • Þórhallur Kristjánsson

    Þessir eru fegnir að fá greitt í alvöru gjaldmiðli það er að segja þeir sem eru með vinnu.

    http://www.ruv.is/frett/irar-i-vanda

  • you should use a weight loss calculator

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur