Sunnudagur 24.10.2010 - 18:50 - 19 ummæli

Gylfi á réttri línu en ekki VG

Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, er einn af  fáum ráðamönnum sem tala af skynsemi.  Það er alveg rétt hjá honum að það er krónan sem hefur rústað fjárhag margra heimila í landinu.

Heimili landsins eiga flest við launavandamál að etja sem hefur leitt til vanda við að greiða af lánum.    Sá forsendubrestur sem varð hjá heimilunum við hrunið er sú launalækkun sem gengisfellingin hafði í för með sér.

Það er einfaldlega ekki hægt að reka hagkerfi eða heimili þar sem laun eru greidd í gengisfelldri krónu en húsnæðislán eru í verðtryggðri krónu,  þetta eru tveir mismunandi gjaldmiðlar – og fyrsta regla í ábyrgri fjármálastjórnun er að hafa tekjur og skuldir í sama gjaldmiðli!

Krónan er versti óvinur launamannsins og gagnast fáum nema skuldlitlum fjárfestum og útflutningsfyrirtækjum sem alltaf græða á gengisfellingum, því það lækkar launakostnað þeirra sem hlutfall af tekjum.

Það er því rökrétt að ASÍ berjist fyrir upptöku á nýjum gjaldmiðil, en að sama skapi er það stórfurðulegt að flokkur eins og VG skuli ekki hafa neina gjaldmiðlastefnu nema að halda í ónýta krónu sem gagnast fáum af þeirra stuðningsfólki.

Það er skiljanlegt að öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilji halda í krónuna en hverra hagsmuna er VG að gæta með því að taka undir krónustefnu Sjálfstæðisflokksins?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Ómar Kristjánsson

    Það er aðallega svona þjóðarstolt sem er á bak við. Krónan er ekki bara krónan í huga margra. Hún er ÍSLENSKA krónan! Bara svipað og íslenska tungan eða eitthvað. Eg hef oft tekið eftir þessari tilfinningahlið hjá sumum í viðræðum um gjaldmiðlamál.

    Sem sagt, í tilfelli sumra eða margra bara hjá VG, þá er það að afleggja íslensku krónuna svipað tilfinningalega og útlendingar eigi orkufyrirtæki á Íslandi. Tilfinningalegur þjóðernsifaktor.

  • Einar Solheim

    Svarið við þessu er ótrúlega einfalt og augljóst: ÞAU VITA EKKI BETUR!

  • Það er verið að verja hagsmuni þeirra sem myndu missa starfið sitt ef ekki væri fyrir gengisfellinguna. Það er yfirlýst aðalmarkmið efnahagsstefnu VG að halda fullri atvinnu í landinu og þar hjálpar krónan til. Hún dreyfir höggunum þegar þau koma og dreyfir uppganginum þegar vel gengur. Í Evruríkjum sem hafa fengið mikið högg í bankahruninu svo sem Spánn, Írland, Grikkland og Eistland hefur atvinnuleysið farið upp úr öllu valdi. Það er sú leið sem þessi lönd þurfa að fara til að draga úr kaupgetu samfélagsins, þar sem þau geta ekki fengið sparifjáreigendur til að bera hluta byrgðana og geta ekki dreyft byrgðunum á þá sem eru í vinnu og ná ekkert til yfirstéttarinnar. Þetta er forgangsröð sem hentar ekki efri millistéttinni en hefur á móti það í för með sér að halda saman samfélaginu á erfiðum tímum í stað þess að fórna hluta vinnumarkaðarins til að leyfa hinum að lifa eins og áður.

  • Haukur Kristinsson

    „Unsere deutsche Mark“, sögðu Þjóðverjarnir stolltir, enda var það traustur og góður gjaldmiðill. Samt tóku þeir upp Evruna. En íslenska krónan, þessi ræfill, reynum að losna við hana eins fljótt og við getum. Annars held ég að Einar Solheim hafi rétt fyrir sér; þeir vita ekki betur,fáfræði.

  • Vandamálið með VG er að Vinstri (Sósíalismi) og Náttúruvernd fara ekki alltaf saman. T.d. í þessu máli gera þessi tvö mál það ekki.

  • Það er spurning hvort þeir sem eru „þjóðhverfir“ eða haldnir „þjóðrembu“ eða láta „tilfinningar“ rugla sig í hverju málinu á fætur öðru, fái ekki bara að halda áfram að gera það.

    Hinir, þessir raunsæju, geta síðan flutt til landa þar sem grasið er grænna og fólk skynsamara.

  • Annars skil ég ekki alveg hvernig VG getur staðið með krónunni. Verðtryggingin er verst fyrir þá sem minnst hafa. Hún þýðir að það er dýrara (erfiðara) fyrir einstæðar mæður, öryrkja o.s.frv. að koma húsi yfir sig og sína.

  • Þetta er að sumu leiti rétt Héðinn þegar horft er til skamms tíma en er það svo þegar litið er til lengri tíma. Kostnaðurinn við að hafa sveiflukenndan gjalmiðil varðandi fjárfestingu, skipulag og uppbyggingu atvinnulífsins. Getur verið að framleiðni hér er svona lág út af þessu?
    Hár fjárfestingarkostnaður, lág laun eru náttúrlega ávísun á lága framleiðni og fátækt.

  • Haukur Kristinsson

    Héðinn Björnsson. Ef ríki og sveit væru ekki með þetta í kringum 20% af mannskapnum í „atvinnubótavinnu“, væri atvinnuleysið á skerinu meira en í Grikklandi og í Írlandi.

  • Ég tel að þar sem Íslenska krónan varð til um 1918 úr þeirri Dönsku sem nú er 2000 sinnum hærri væri nær fyrir þjóðrembur að taka upp kú & ærgildi

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Héðinn,
    Þessi útskýring að það þurfi gengisfellingar til að halda öllum í vinnu stenst ekki við nánari skoðun. Þetta er klassísk afsökun ríkja sem er illa stjórnað.

    Hvernig getur þá staðið á því að Svisslendingar sem búa við sterkasta gjaldmiðil Evrópu eru með atvinnuleysi upp á 3.7% í dag og geta borgað hæsta taxtakaup í Evrópu? (almennt tímakaup verkamanna er 27 frankar á tímann, frankinn er 115 kr)

    Sagan segir okkur að lönd sem hafa sterkan og stöðugan gjaldmiðil og góða hagstjórn, borga yfirleitt hæsta kaupið.

  • Georg Georgsson (gosi)

    Það er jafnvel enn furðulegra að VG skuli jafnvel reyna að hindra alla málefnalega umræðu um ESB og evru. Nema þeir séu farnir að sjá hið augljósa, sem er að þeim mun málefnalegri og ofgalausari sem umræðan verður þeim mun fáránlegri verða rök þeirra.

  • Haraldur Guðbjartsson

    Það eru margir sértrúaðir í krónu trúarbrögðum af tilfinningalegum ástæðum,
    engu öðrum skíringum er til að dreifa.
    Mæli með Evrópu sem því besta sem í boði er.

  • Óheppilegt að lítil mynt einsog svissneski frankinn skuli standa sig best. Það er semsagt efnahagsstjórnin en ekki myntin. Það er ekki árin, heldur ræðarinn.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Einu sinni var sagt „follow the money“. Ég hugsa að það eigi ekki síður við nú.

  • @Héðinn Það eru til fleiri leiðir til þess að minnka kaupmáttinn heldur en að fella krónuna. Ég held að það væri ríkisstjórninni hollt að skoða hvað Lettland hefur verið að gera. Þeir hafa lent illa í kreppunni og stóðu frammi fyrir því að þurfa að losa um tenginguna við Evruna. Í staðinn lækkuðu þeir laun opinberra starfsmanna um 25%. Vissulega sársaukafullt – en við erum að upplifa sömu kaupmáttarrýrnun, ef ekki meiri. Hins vegar héldu þeir stöðugleikanum og traustinu í gjaldmiðlinum sem okkur hefur ekki tekist.

  • Ómar Kristjánsson

    Eg held að fólk fatti ekki hvað það þýðir þegar gengið fellur. Það fattar ekki að í raun lækkar kaupið – allavega tímabundið. (Þessvegna tala margir um að lánin hafi hækkað þegar það er í raun kaupið sem hefur lækkað og þá talað í raunverðgildi)

    Fyrir land sem byggir svona á innflutningi, þá er gengisfelling bara vond lausn og í raun engin lausn heldur deyfing eða slæving öllu heldur. (ópíum) . En nei! Þá tala menn hérna alveg um hvað krónan og gengisfall hjálpi mikið o.s.frv. Fólk hefði átt að hlust á doktorinn í Silfrinu í dag. Ómælanlegur ábati af Evru! Ómælanlegur. Og þá til langs tíma litið. Hann búinn að reikna þetta allt út.

  • Marat@21:27 : Þetta er ekki hægt að orða betur.

  • @Gunnr: Þetta er alltaf spurning um hvað maður vigtar hæst. Á Íslandi hefur verið lögð áhersla á að halda lágu atvinnuleysi fram yfir að halda hárri framleiðni. Það er pólitísk áhersla sem hefur verið sátt um í samfélaginu en sem er að rofna með auknum vilja stórs hluta samfélagsins til að taka upp sterkan gjaldmiðil til að verja kaup millistéttarinnar á kostnað fullrar atvinnu.

    @Haukur: Ég hugsa að mikið af þessari atvinnubótavinnu sem þú talar um sé í raun forsenda þess að við erum með jafnari atvinnuþatttöku kynjana en önnur Evrópulönd. En mikið af hagsæld 20. aldar bygðist einmitt á að sérhæfa kvennastörf og ná þannig bæði fram betri menntunarstigi og aukinni framleiðni í umsjáargeiranum.

    @Andri: Svisslendingar eru í svipaðri stöðu og Ísland var í meðan að allt virtist ganga vel í bankakerfinu. Sterkur gjaldmiðill, háar tekjur og lág verðbólga. Reynist eitthvað af grunnstoðum efnahagskerfisins þeirra hafa svipaða innbyggðar meinsemdir og voru á Íslandi muntu sjá þá nota gengisfellingu grimt til að milda höggið.

    @Hjörtur: Þegar kaupmáttarrýrnunin er tekin í gegnum kauplækkanir taka launþegarnir einir skellinn og sumir launþegar fá mun meiri skell en aðrir, meðan að fjármagnseigendur sleppa með allt sitt. Á íslandi var hægt að minnka verðmæti inneigna í bankakerfinu um tæpan helming með gengisfellingu sem dróverulega úr umfangi endurreisnar bankakerfisins. Það er ekkert réttlæti í því að fjármagnseigendur sleppi við að taka ábyrgð á því að fjármagni þeirra hafi verið varið heimskulega, heldur skuli launþegar borga allan skaðan.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur